Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 17:30 Breiðablik fær að spila tvo leiki í Pepsi Max-deildinni fram að leiknum við Rosenborg. VÍSIR/BÁRA Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Liðin eiga að mætast í 1. umferð keppninnar þann 27. ágúst. Sigurliðið kemst áfram í 2. umferð og fær tugi milljóna króna frá UEFA í verðlaunafé. Forráðamenn Breiðabliks áttu símafund með kollegum sínum hjá Rosenborg í dag. Það að Ísland sé komið á rauðan lista þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Noregs, en forráðamenn Rosenborg ræða nú við stjórnvöld um undanþágu frá því. „Við reiknum áfram með því að leikurinn fari fram í Þrándheimi. Þetta eru auðvitað glænýjar fréttir en þeir [forráðamenn Rosenborg] eru að vinna með yfirvöldum og kappkosta að við fáum leyfi til að koma til landsins,“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu Samkvæmt reglum UEFA er það á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu fyrir Blika og fáist hún ekki verður Blikum úrskurðaður 3-0 sigur. Rosenborg hefur reyndar einnig þann möguleika að færa leikinn á hlutlausan völl í öðru landi en að sögn Sigurðar virðist afar ólíklegt að sú verði raunin. Lönd á borð við Grikkland og Ungverjaland hafa boðist til að taka á móti liðum sem vilja spila á hlutlausum velli. Blikar munu leigja sér flugvél til að ferðast til Noregs og fá til þess 6,4 milljóna króna styrk frá UEFA. Ef allt gengur upp munu þeir ferðast til Noregs tveimur dögum fyrir leik, eftir að hafa farið í skimun fyrir kórónuveirunni hér á landi, og heim aftur fljótlega eftir leik. Miðað við núgildandi reglur þurfa Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Blikar snúa aftur til keppni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins á sunnudaginn þegar þeir mæta Víkingi R.. Þeir eiga leik við Gróttu föstudaginn 21. ágúst áður en haldið verður til Noregs fjórum dögum síðar, ef allt gengur að óskum. Breiðablik Evrópudeild UEFA Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Liðin eiga að mætast í 1. umferð keppninnar þann 27. ágúst. Sigurliðið kemst áfram í 2. umferð og fær tugi milljóna króna frá UEFA í verðlaunafé. Forráðamenn Breiðabliks áttu símafund með kollegum sínum hjá Rosenborg í dag. Það að Ísland sé komið á rauðan lista þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Noregs, en forráðamenn Rosenborg ræða nú við stjórnvöld um undanþágu frá því. „Við reiknum áfram með því að leikurinn fari fram í Þrándheimi. Þetta eru auðvitað glænýjar fréttir en þeir [forráðamenn Rosenborg] eru að vinna með yfirvöldum og kappkosta að við fáum leyfi til að koma til landsins,“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu Samkvæmt reglum UEFA er það á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu fyrir Blika og fáist hún ekki verður Blikum úrskurðaður 3-0 sigur. Rosenborg hefur reyndar einnig þann möguleika að færa leikinn á hlutlausan völl í öðru landi en að sögn Sigurðar virðist afar ólíklegt að sú verði raunin. Lönd á borð við Grikkland og Ungverjaland hafa boðist til að taka á móti liðum sem vilja spila á hlutlausum velli. Blikar munu leigja sér flugvél til að ferðast til Noregs og fá til þess 6,4 milljóna króna styrk frá UEFA. Ef allt gengur upp munu þeir ferðast til Noregs tveimur dögum fyrir leik, eftir að hafa farið í skimun fyrir kórónuveirunni hér á landi, og heim aftur fljótlega eftir leik. Miðað við núgildandi reglur þurfa Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Blikar snúa aftur til keppni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins á sunnudaginn þegar þeir mæta Víkingi R.. Þeir eiga leik við Gróttu föstudaginn 21. ágúst áður en haldið verður til Noregs fjórum dögum síðar, ef allt gengur að óskum.
Breiðablik Evrópudeild UEFA Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00
Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58