Snertu ekki boltann í tæpar sex mínútur í byrjun seinni hálfleiks gegn Blikum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 15:10 Byrjunin á seinni hálfleiknum hjá Breiðabliki og Gróttu í gær var afar róleg, svo ekki sé meira sagt. vísir/daníel Byrjunin á seinni hálfleik í leik Breiðabliks og Gróttu í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær var afar sérstök. Blikar, sem voru 1-0 yfir í hálfleik, byrjuðu með boltann í seinni hálfleik og sendu hann á milli sín aftarlega á vellinum án þess að Seltirningar settu þá undir pressu. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að teyma gestina framar á völlinn en þeir voru ekki tilbúnir að stíga þann dans og héldu sig í skotgröfunum. Loksins þegar fimm mínútur og 47 sekúndur voru liðnar snerti Grótta í fyrsta sinn í seinni hálfleik. Gestirnir héldu boltanum í örfáar sekúndur áður en heimamenn náðu honum aftur. Byrjunina á seinni hálfleik má sjá hér fyrir neðan. Það verður seint sagt að þetta sé skemmtiefni en áhugavert þó. Klippa: Blikar halda boltanum Eftir leikinn hrósaði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, sínum mönnum fyrir að halda skipulagi fyrsta stundarfjórðunginn í seinni hálfleik. „Ég var ánægður með leikmennina fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik, að vera ekki að stressa sig. Við héldum bara sjó og okkur við leikáætlunina,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leik. Eftir því sem leið á seinni hálfleik færði Grótta sig framar og reyndi að pressa Breiðablik. Það var þó gert af veikum mætti og Blikar áttu í litlum vandræðum með að leysa úr pressunni. Gísli Eyjólfsson kom Breiðabliki í 2-0 á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Brynjólfur Andersen Willumsson þriðja mark heimamanna. Lokatölur 3-0, Blikum í vil. Farið verður yfir leik Breiðabliks og Grótta og aðra leiki í sextán-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld. Í þættinum verður einnig dregið í átta liða úrslit keppninnar. Mjólkurbikarinn Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Ágúst: Uppbótartíminn var búinn Þjálfari Gróttu var langt frá því að vera sáttur með vinnubrögð dómara leiksins gegn Breiðabliki þegar Blikar komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 30. júlí 2020 22:05 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:53 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Byrjunin á seinni hálfleik í leik Breiðabliks og Gróttu í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær var afar sérstök. Blikar, sem voru 1-0 yfir í hálfleik, byrjuðu með boltann í seinni hálfleik og sendu hann á milli sín aftarlega á vellinum án þess að Seltirningar settu þá undir pressu. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að teyma gestina framar á völlinn en þeir voru ekki tilbúnir að stíga þann dans og héldu sig í skotgröfunum. Loksins þegar fimm mínútur og 47 sekúndur voru liðnar snerti Grótta í fyrsta sinn í seinni hálfleik. Gestirnir héldu boltanum í örfáar sekúndur áður en heimamenn náðu honum aftur. Byrjunina á seinni hálfleik má sjá hér fyrir neðan. Það verður seint sagt að þetta sé skemmtiefni en áhugavert þó. Klippa: Blikar halda boltanum Eftir leikinn hrósaði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, sínum mönnum fyrir að halda skipulagi fyrsta stundarfjórðunginn í seinni hálfleik. „Ég var ánægður með leikmennina fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik, að vera ekki að stressa sig. Við héldum bara sjó og okkur við leikáætlunina,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leik. Eftir því sem leið á seinni hálfleik færði Grótta sig framar og reyndi að pressa Breiðablik. Það var þó gert af veikum mætti og Blikar áttu í litlum vandræðum með að leysa úr pressunni. Gísli Eyjólfsson kom Breiðabliki í 2-0 á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Brynjólfur Andersen Willumsson þriðja mark heimamanna. Lokatölur 3-0, Blikum í vil. Farið verður yfir leik Breiðabliks og Grótta og aðra leiki í sextán-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld. Í þættinum verður einnig dregið í átta liða úrslit keppninnar.
Mjólkurbikarinn Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Ágúst: Uppbótartíminn var búinn Þjálfari Gróttu var langt frá því að vera sáttur með vinnubrögð dómara leiksins gegn Breiðabliki þegar Blikar komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 30. júlí 2020 22:05 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:53 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Ágúst: Uppbótartíminn var búinn Þjálfari Gróttu var langt frá því að vera sáttur með vinnubrögð dómara leiksins gegn Breiðabliki þegar Blikar komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 30. júlí 2020 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:53