Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2020 09:42 Sjóbleikja Frá miðjum júlí byrjar sjóbleikjan að ganga í árnar á norðurlandi og það eru margir sem sækja í þessa veiði því betri matfisk færðu varla. Það bregður því mörgum veiðimanninum í brún þessa dagana þegar árnar í Eyjafirði og víðar eru frekar tómar. Það eru sárafáar bleikjur gengnar í árnar og vanir veiðimenn sem hafa veitt til dæmis Hörgá í áratugi á þessum tíma eru að fá eina og eina í stað þess að setja í 20-30 bleikjur yfir daginn. Þetta er sagan í flestum ánum í Eyjafirði og ljóst að annað hvort er sjóbleikjan hreinlega ekki mætt í árnar eða að eitthvað hafi farið úrskeiðis í hrygningunni síðasta haust. Það er heldur ekki óþekkt að hún mæti seint þegar það hefur verið snjóþungur vetur, kalt vor og ofan í það mikil snjóbráð fram eftir sumri. Sjóbleikja vill helst ekki ganga upp í árnar ef þær eru of kaldar og bíður annað hvort eftir því að þær hlýni eða að þangað til hún er í spreng til að hrygna. Veiðimenn sem sækja í sjóbleikju á norðurlandi bíða því átekta eftir fréttum af fyrstu alvöru göngunum í árnar. Stangveiði Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði
Frá miðjum júlí byrjar sjóbleikjan að ganga í árnar á norðurlandi og það eru margir sem sækja í þessa veiði því betri matfisk færðu varla. Það bregður því mörgum veiðimanninum í brún þessa dagana þegar árnar í Eyjafirði og víðar eru frekar tómar. Það eru sárafáar bleikjur gengnar í árnar og vanir veiðimenn sem hafa veitt til dæmis Hörgá í áratugi á þessum tíma eru að fá eina og eina í stað þess að setja í 20-30 bleikjur yfir daginn. Þetta er sagan í flestum ánum í Eyjafirði og ljóst að annað hvort er sjóbleikjan hreinlega ekki mætt í árnar eða að eitthvað hafi farið úrskeiðis í hrygningunni síðasta haust. Það er heldur ekki óþekkt að hún mæti seint þegar það hefur verið snjóþungur vetur, kalt vor og ofan í það mikil snjóbráð fram eftir sumri. Sjóbleikja vill helst ekki ganga upp í árnar ef þær eru of kaldar og bíður annað hvort eftir því að þær hlýni eða að þangað til hún er í spreng til að hrygna. Veiðimenn sem sækja í sjóbleikju á norðurlandi bíða því átekta eftir fréttum af fyrstu alvöru göngunum í árnar.
Stangveiði Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði