Guðlaugur gafst upp eftir síðasta fylleríið Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júlí 2020 12:32 Guðlaugur fer yfir síðustu tíu ár með Sölva Tryggvasyni. Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðlaugur fékk samning hjá Liverpool aðeins 16 ára gamall og var einn efnilegasti leikmaður sem sést hafði lengi á Íslandi. En Guðlaugur glímdi allt frá unga aldri við alls kyns djöfla sem flestir jafnaldrar hans í boltanum þurfa ekki að eiga við. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að uppeldi hans var sérstakt og hann gekk yngri systur sinni nánast í föðurstað barnungur. Sjálfur hrundi hann fyrir 7 árum og endaði inni á geðdeild. „Ég var búinn að vera að díla við mikla djöfla sjálfur og ég leitaði mér hjálpar um áramótin 2013/2014 á geðdeildinni á landsspítalanum og tók mér frí frá boltanum í 6 vikur þegar ég var í meðferð þar inni.” Guðlaugur er þakklátur fyrir að hafa leitað sér hjálpar, en líður þegar hann horfir til baka eins og hann hafi enn verið í ákveðinni afneitun: „Mér finnst aðeins eins og þetta hafi ekki verið alveg 100% heiðarlegt hjá mér. Aðeins eins og ég hafi verið að flýja eitthvað með því að fara þarna inn, en ekki misskilja mig, ég er mjög þakklátur fyrir að hafa farið inn á geðdeildina og það gaf mér hjálp, en ég var ennþá í smá afneitun. Ég var kannski ekki jafntilbúinn og ég hélt og ég var enn að deyfa mig, hvort sem það var í spilavítum eða í drykkjunni og ég var enn að lifa í þessum óheiðarleika,“ segir Guðlaugur Victor. Hann segir að hið eiginlega bataferli hafi hafist fyrir alvöru rúmu hálfu ári síðar, þegar hann gafst upp eftir síðasta fylleríið sitt. Búinn að brenna allar brýr „Það var eftir síðasta fylleríið mitt, þar sem ég fór í „blackout” og gerði einhvern skandal. Fósturpabbi minn tók mig á tal, umboðsmaðurinn minn tók mig á tal, vinir mínir tóku mig á tal og ég var bara algjörlega búinn að brenna allar brýr,” segir Guðlaugur Síðan þá hefur hann ekki snert áfengi og það hefur haldist í hendur við hans bestu ár í fótboltanum, enda er hann orðinn fastamaður í landsliðinu og hefur verið fyrirliði síðustu tveggja liða sem hann hefur spilað með. „Ég sé ekki eftir neinu, af því að ef ég lít til baka yfir öll þessi ár, þá er ég sá sem ég er í dag út af mínu lífi. Ég get ekki séð eftir hlutum af því að ég er ánægður í eigin skinni í dag.“ Í viðtalinu fara hann og Sölvi um víðan völl og ræða um hæðirnar, lægðirnar, rasisma, drauminn um að fara á stórmót með Íslandi og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðlaugur fékk samning hjá Liverpool aðeins 16 ára gamall og var einn efnilegasti leikmaður sem sést hafði lengi á Íslandi. En Guðlaugur glímdi allt frá unga aldri við alls kyns djöfla sem flestir jafnaldrar hans í boltanum þurfa ekki að eiga við. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að uppeldi hans var sérstakt og hann gekk yngri systur sinni nánast í föðurstað barnungur. Sjálfur hrundi hann fyrir 7 árum og endaði inni á geðdeild. „Ég var búinn að vera að díla við mikla djöfla sjálfur og ég leitaði mér hjálpar um áramótin 2013/2014 á geðdeildinni á landsspítalanum og tók mér frí frá boltanum í 6 vikur þegar ég var í meðferð þar inni.” Guðlaugur er þakklátur fyrir að hafa leitað sér hjálpar, en líður þegar hann horfir til baka eins og hann hafi enn verið í ákveðinni afneitun: „Mér finnst aðeins eins og þetta hafi ekki verið alveg 100% heiðarlegt hjá mér. Aðeins eins og ég hafi verið að flýja eitthvað með því að fara þarna inn, en ekki misskilja mig, ég er mjög þakklátur fyrir að hafa farið inn á geðdeildina og það gaf mér hjálp, en ég var ennþá í smá afneitun. Ég var kannski ekki jafntilbúinn og ég hélt og ég var enn að deyfa mig, hvort sem það var í spilavítum eða í drykkjunni og ég var enn að lifa í þessum óheiðarleika,“ segir Guðlaugur Victor. Hann segir að hið eiginlega bataferli hafi hafist fyrir alvöru rúmu hálfu ári síðar, þegar hann gafst upp eftir síðasta fylleríið sitt. Búinn að brenna allar brýr „Það var eftir síðasta fylleríið mitt, þar sem ég fór í „blackout” og gerði einhvern skandal. Fósturpabbi minn tók mig á tal, umboðsmaðurinn minn tók mig á tal, vinir mínir tóku mig á tal og ég var bara algjörlega búinn að brenna allar brýr,” segir Guðlaugur Síðan þá hefur hann ekki snert áfengi og það hefur haldist í hendur við hans bestu ár í fótboltanum, enda er hann orðinn fastamaður í landsliðinu og hefur verið fyrirliði síðustu tveggja liða sem hann hefur spilað með. „Ég sé ekki eftir neinu, af því að ef ég lít til baka yfir öll þessi ár, þá er ég sá sem ég er í dag út af mínu lífi. Ég get ekki séð eftir hlutum af því að ég er ánægður í eigin skinni í dag.“ Í viðtalinu fara hann og Sölvi um víðan völl og ræða um hæðirnar, lægðirnar, rasisma, drauminn um að fara á stórmót með Íslandi og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Sjá meira