Mikið af laxi í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2020 12:02 Valdimar Hilmarsson kennir syni sínum Viktor réttu tökin í að landa laxi úr Tunnustreng í Langá Mynd: KL Það getur oft verið erfitt að henda reiður á það hversu stórar göngur eru í árnar en þegar laxateljari er í ánni er það auðvitað mun minna mál. Laxateljarinn við Skugga í Langá gefur góða mynd af því hversu góð ganga hefur verið í ánna síðustu daga en í gær sem dæmi gengu 200 laxar í gegnum teljarann. Það segir bara hálfa söguna því stór hluti göngunnar fer upp fossinn Skugga þegar gönguvatn er jafn gott og það er núna. Þannig má áætla að gangann sem fór upp síðasta sólarhringinn hafi verið 300-400 laxar. Það sést vel á neðri svæðum Langár en þar eru margir helstu veiðistaðir eins og Túnstrengur, ÁLfgerðisholtskvörn, Stórhólakvörn, Bárðarbunga og Tunnustrengur fullir af laxi. Mynd KL Efri svæðin eru fyrir löngu kominn inn og hátt í 500 laxar eru gengnir upp laxaterljarann við Sveðjufoss og farnir á Fjallið. Það er mikið líf í ánni en veiðitölur endurspegla engan veginn veiðina því sem dæmi voru aðeins þrjár stangir að veiða í holli fyrir stuttu með ánna fulla af fiski. Þeir sem eiga daga í ánni á næstunni eiga skemmtilega daga í vændum ef veður verður skaplegt. Jóhann Axel með flottann 65 sm hæng úr StórhólakvörnMynd: Georg Andersen Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Veiðibókin hans Bubba komin út Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði
Það getur oft verið erfitt að henda reiður á það hversu stórar göngur eru í árnar en þegar laxateljari er í ánni er það auðvitað mun minna mál. Laxateljarinn við Skugga í Langá gefur góða mynd af því hversu góð ganga hefur verið í ánna síðustu daga en í gær sem dæmi gengu 200 laxar í gegnum teljarann. Það segir bara hálfa söguna því stór hluti göngunnar fer upp fossinn Skugga þegar gönguvatn er jafn gott og það er núna. Þannig má áætla að gangann sem fór upp síðasta sólarhringinn hafi verið 300-400 laxar. Það sést vel á neðri svæðum Langár en þar eru margir helstu veiðistaðir eins og Túnstrengur, ÁLfgerðisholtskvörn, Stórhólakvörn, Bárðarbunga og Tunnustrengur fullir af laxi. Mynd KL Efri svæðin eru fyrir löngu kominn inn og hátt í 500 laxar eru gengnir upp laxaterljarann við Sveðjufoss og farnir á Fjallið. Það er mikið líf í ánni en veiðitölur endurspegla engan veginn veiðina því sem dæmi voru aðeins þrjár stangir að veiða í holli fyrir stuttu með ánna fulla af fiski. Þeir sem eiga daga í ánni á næstunni eiga skemmtilega daga í vændum ef veður verður skaplegt. Jóhann Axel með flottann 65 sm hæng úr StórhólakvörnMynd: Georg Andersen
Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Veiðibókin hans Bubba komin út Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði