Fór oft grátandi heim úr skólanum eftir kynþáttaníð Stefán Árni Pálsson skrifar 28. júlí 2020 10:29 Guðlaugur Victor hefur oft orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðlaugur fékk samning hjá Liverpool aðeins 16 ára gamall og var einn efnilegasti leikmaður sem sést hafði lengi á Íslandi. En æska hans var erfiðari en hjá flestum. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að þegar Guðlaugur átti að vera að setja alla athyglina á fótboltann var hann í raun í fullri vinnu við að passa að móðir hans myndi ekki fyrirfara sér og að yngri systir hans væri í lagi. Sjálfur hrundi hann fyrir 7 árum og endaði inni á geðdeild. Klippa: Oft kallaður negri af foreldrum hinna barnanna Í dag er hann orðinn fastamaður í landsliðinu og hefur verið fyrirliði síðustu tveggja liða sem hann hefur spilað með. Guðlaugur segist ekki sjá eftir neinu í lífinu, þó að hann hafi gengið í gegnum fleira en flestir jafnaldrar sínir: „Ég sé ekki eftir neinu, af því að ef ég lít til baka yfir öll þessi ár, þá er ég sá sem ég er í dag út af mínu lífi. Ég get ekki séð eftir hlutum af því að ég er ánægður í eigin skinni í dag.” Vildi vera hvítur Í viðtalinu koma Sölvi og Guðlaugur inn á það sem er að gerast í Bandaríkjunum í kringum George Floyd málið og Guðlaugur segir sögur af hlutum sem hann lenti í þegar hann var hörundsdökkt barn og unglingur á Íslandi: „Mikið í fótboltanum þegar ég var yngri, foreldrar á hliðarlínunni að segja alls konar hluti, það kom oft fyrir að það var öskrað inn á völlinn: „Stoppið þennan negra og svoleiðis“ frá foreldrum leikmanna í hinum liðunum,“ segir Guðlaugur Victor og bætir við: „Það var oft sem ég fór grátandi heim úr skólanum eftir að ég var kallaður einhverjum nöfnum og ég sagði oft við foreldra mína að mig langaði að vera hvítur.“ Guðlaugur er í mjög litlum samskiptum við pabba sinn, en fyrir ekki svo löngu hafði hann samband við hann og spurði hann hvernig það hefði verið að búa á Íslandi sem hörundsdökkur maður fyrir 25 árum síðan. „Það var „brutal” á þessum tíma sagði hann, sérstaklega til að byrja með.” Guðlaugur lenti nýverið í atviki sem hann segir að hafi snert sig mikið og staðfest fyrir sér að hlutirnir séu á leiðinni í rétta átt: „Ég var á Gömlu Smiðjunni í Lækjargötu að fá mér að borða með vinum mínum eftir að við höfðum verið úti að skemmta okkur og þá koma tveir gæjar og ryðjast fram fyrir röðina og ég bað þá um að fara aftur fyrir. Þá kom bara: „Fokkaðu þér negrinn þinn, drullaðu þér aftur heim til þín“ og eitthvað meira þannig. Ég stóð bara þarna og leyfði honum að tala við mig en síðan kemur stelpa upp úr engu og kýlir annan þeirra og það verður sena með dyravörðum og þeir fara að henda fólki út,” segir Guðlaugur, sem sá svo stelpuna nokkrum mínútum síðar þar sem hún var grátandi. „Hún er hágrátandi, þannig að ég stoppa bílinn og fer út og spyr hvort það sé allt í góðu og þá er hún ekki að gráta yfir því að hafa kýlt einhvern, heldur að gráta yfir því að það sé til fólk sem tali svona við aðra einstaklinga og þetta snerti mig mjög mikið. Þetta sýndi mér að það er mikið búið að gerast og mér fannst þetta bara stórt atvik.” Í viðtalinu fara hann og Sölvi um víðan völl og ræða um hæðirnar, lægðirnar, rasisma, drauminn um að fara á stórmót með Íslandi og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðlaugur fékk samning hjá Liverpool aðeins 16 ára gamall og var einn efnilegasti leikmaður sem sést hafði lengi á Íslandi. En æska hans var erfiðari en hjá flestum. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að þegar Guðlaugur átti að vera að setja alla athyglina á fótboltann var hann í raun í fullri vinnu við að passa að móðir hans myndi ekki fyrirfara sér og að yngri systir hans væri í lagi. Sjálfur hrundi hann fyrir 7 árum og endaði inni á geðdeild. Klippa: Oft kallaður negri af foreldrum hinna barnanna Í dag er hann orðinn fastamaður í landsliðinu og hefur verið fyrirliði síðustu tveggja liða sem hann hefur spilað með. Guðlaugur segist ekki sjá eftir neinu í lífinu, þó að hann hafi gengið í gegnum fleira en flestir jafnaldrar sínir: „Ég sé ekki eftir neinu, af því að ef ég lít til baka yfir öll þessi ár, þá er ég sá sem ég er í dag út af mínu lífi. Ég get ekki séð eftir hlutum af því að ég er ánægður í eigin skinni í dag.” Vildi vera hvítur Í viðtalinu koma Sölvi og Guðlaugur inn á það sem er að gerast í Bandaríkjunum í kringum George Floyd málið og Guðlaugur segir sögur af hlutum sem hann lenti í þegar hann var hörundsdökkt barn og unglingur á Íslandi: „Mikið í fótboltanum þegar ég var yngri, foreldrar á hliðarlínunni að segja alls konar hluti, það kom oft fyrir að það var öskrað inn á völlinn: „Stoppið þennan negra og svoleiðis“ frá foreldrum leikmanna í hinum liðunum,“ segir Guðlaugur Victor og bætir við: „Það var oft sem ég fór grátandi heim úr skólanum eftir að ég var kallaður einhverjum nöfnum og ég sagði oft við foreldra mína að mig langaði að vera hvítur.“ Guðlaugur er í mjög litlum samskiptum við pabba sinn, en fyrir ekki svo löngu hafði hann samband við hann og spurði hann hvernig það hefði verið að búa á Íslandi sem hörundsdökkur maður fyrir 25 árum síðan. „Það var „brutal” á þessum tíma sagði hann, sérstaklega til að byrja með.” Guðlaugur lenti nýverið í atviki sem hann segir að hafi snert sig mikið og staðfest fyrir sér að hlutirnir séu á leiðinni í rétta átt: „Ég var á Gömlu Smiðjunni í Lækjargötu að fá mér að borða með vinum mínum eftir að við höfðum verið úti að skemmta okkur og þá koma tveir gæjar og ryðjast fram fyrir röðina og ég bað þá um að fara aftur fyrir. Þá kom bara: „Fokkaðu þér negrinn þinn, drullaðu þér aftur heim til þín“ og eitthvað meira þannig. Ég stóð bara þarna og leyfði honum að tala við mig en síðan kemur stelpa upp úr engu og kýlir annan þeirra og það verður sena með dyravörðum og þeir fara að henda fólki út,” segir Guðlaugur, sem sá svo stelpuna nokkrum mínútum síðar þar sem hún var grátandi. „Hún er hágrátandi, þannig að ég stoppa bílinn og fer út og spyr hvort það sé allt í góðu og þá er hún ekki að gráta yfir því að hafa kýlt einhvern, heldur að gráta yfir því að það sé til fólk sem tali svona við aðra einstaklinga og þetta snerti mig mjög mikið. Þetta sýndi mér að það er mikið búið að gerast og mér fannst þetta bara stórt atvik.” Í viðtalinu fara hann og Sölvi um víðan völl og ræða um hæðirnar, lægðirnar, rasisma, drauminn um að fara á stórmót með Íslandi og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira