Mok á Zelduna í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2020 10:16 Zelda Það er mikil veiði í Eystri Rangá og það er ekkert lát á göngum í ánna en sumir veiðistaðir eru hreinlega stíflaðir af laxi. "Ég er ekki frá því að það séu nokkur hundruð laxa á Bátsvaðinu núna og það er bara algjört mok á þeim veiðistað" sagði Þorsteinn Hafþórsson leiðsögumaður við Eystri Rangá í samtali við Veiðivísi í morgunsárið. "Ég var með veiðimann í gærmorgun við Bátsvaðið og hann var búinn að vera með Sunray en gallinn við hana er að þegar þú ert kominn með þessa fjóra laxa sem þú mátt hirða og vilt fara að sleppa, getur það bara verið vesen því laxinn gleypir Sunray oft alveg niður í kok. Ég lét hann þess vegna nota eitthvað minna og setti Zeldu undir. Hann tók 26 laxa í beit á hana í sama veiðistaðnum" bætti Þorsteinn við. Að sögn Þorsteins bað veiðimaðurinn um að fá fleiri Zeldur svo það var haft samband við Kjartan Antonson og 30 Zeldur pantaðar með snarhasti. Það er mokveiði á svæðum eitt, þrjú og fimm og mikið af laxi á öðrum svæðum. Það er helst að Rangárvaðið sé að gefa minna en önnur svæði þar sem laxinn virðist ekki liggja á vaðinu sjálfu heldur ofan við tjörnina. Þá er mikið af vænum laxi við Lóutún og Langhyl. Ekkert lát er á göngum í ánna og laxinn er ennþá að dreifa sér. Það er alveg farið að tala um 10.000 laxa sumar ef aðstæður halda áfram að vera góðar. Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Það er mikil veiði í Eystri Rangá og það er ekkert lát á göngum í ánna en sumir veiðistaðir eru hreinlega stíflaðir af laxi. "Ég er ekki frá því að það séu nokkur hundruð laxa á Bátsvaðinu núna og það er bara algjört mok á þeim veiðistað" sagði Þorsteinn Hafþórsson leiðsögumaður við Eystri Rangá í samtali við Veiðivísi í morgunsárið. "Ég var með veiðimann í gærmorgun við Bátsvaðið og hann var búinn að vera með Sunray en gallinn við hana er að þegar þú ert kominn með þessa fjóra laxa sem þú mátt hirða og vilt fara að sleppa, getur það bara verið vesen því laxinn gleypir Sunray oft alveg niður í kok. Ég lét hann þess vegna nota eitthvað minna og setti Zeldu undir. Hann tók 26 laxa í beit á hana í sama veiðistaðnum" bætti Þorsteinn við. Að sögn Þorsteins bað veiðimaðurinn um að fá fleiri Zeldur svo það var haft samband við Kjartan Antonson og 30 Zeldur pantaðar með snarhasti. Það er mokveiði á svæðum eitt, þrjú og fimm og mikið af laxi á öðrum svæðum. Það er helst að Rangárvaðið sé að gefa minna en önnur svæði þar sem laxinn virðist ekki liggja á vaðinu sjálfu heldur ofan við tjörnina. Þá er mikið af vænum laxi við Lóutún og Langhyl. Ekkert lát er á göngum í ánna og laxinn er ennþá að dreifa sér. Það er alveg farið að tala um 10.000 laxa sumar ef aðstæður halda áfram að vera góðar.
Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði