Kórónuveiran í brennidepli í nýrri seríu Grey's Anatomy Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 21:01 Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey's Anatomy, Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey‘s Anatomy að sögn aðalframleiðanda þáttanna. Undirbúningur seríunnar er þegar hafinn og verður fjallað um raunir og afrek heilbrigðisstarfsfólks á þessum erfiðu tímum í þáttunum. Krista Vernoff, aðalframleiðandi þáttanna, greindi frá þessu í pallborðsumræðum um sjónvarpsþáttagerð á vegum Entertainment Weekly. „Það er ekki séns að framleiða svona læknaþætti og ekki fjalla um helstu „heilbrigðissögu“ okkar tíma,“ sagði Krista. Fyrir gerð hverrar þáttaseríu setjast höfundar þáttanna niður með læknum til að heyra reynslusögur þeirra og oft eru sögurnar skrítnar og skemmtilegar. Krista segir hins vegar að fundir þessa árs hafi verið krefjandi þar sem fjöldinn allur af heilbrigðisstarfsfólki sagði frá upplifun sinni og reynslu af faraldrinum. „Læknarnir koma á fund okkar og við erum fyrstu einstaklingarnir sem þeir tala um þessa reynslu við. Þeir eru bókstaflega titrandi og halda aftur tárum, þeir eru fölir og tala um þetta eins og þetta sé stríð – stríð sem þeir voru ekki þjálfaðir til að heyja,“ sagði Krista. „Mér líður eins og þátturinn okkar hafi tækifæri og skyldu til að segja þessar sögur,“ bætti hún við. Tökur þáttanna eru enn ekki hafnar en höfundar þeirra vinna nú hörðum höndum að því að yfirfæra kórónuveirusögurnar yfir á sjúkrahúsið Grey Sloan, sögusvið þáttanna, og á sama tíma reyna að halda inni húmornum og rómantíkinni sem þættirnir eru þekktir fyrir að sögn Kristu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey‘s Anatomy að sögn aðalframleiðanda þáttanna. Undirbúningur seríunnar er þegar hafinn og verður fjallað um raunir og afrek heilbrigðisstarfsfólks á þessum erfiðu tímum í þáttunum. Krista Vernoff, aðalframleiðandi þáttanna, greindi frá þessu í pallborðsumræðum um sjónvarpsþáttagerð á vegum Entertainment Weekly. „Það er ekki séns að framleiða svona læknaþætti og ekki fjalla um helstu „heilbrigðissögu“ okkar tíma,“ sagði Krista. Fyrir gerð hverrar þáttaseríu setjast höfundar þáttanna niður með læknum til að heyra reynslusögur þeirra og oft eru sögurnar skrítnar og skemmtilegar. Krista segir hins vegar að fundir þessa árs hafi verið krefjandi þar sem fjöldinn allur af heilbrigðisstarfsfólki sagði frá upplifun sinni og reynslu af faraldrinum. „Læknarnir koma á fund okkar og við erum fyrstu einstaklingarnir sem þeir tala um þessa reynslu við. Þeir eru bókstaflega titrandi og halda aftur tárum, þeir eru fölir og tala um þetta eins og þetta sé stríð – stríð sem þeir voru ekki þjálfaðir til að heyja,“ sagði Krista. „Mér líður eins og þátturinn okkar hafi tækifæri og skyldu til að segja þessar sögur,“ bætti hún við. Tökur þáttanna eru enn ekki hafnar en höfundar þeirra vinna nú hörðum höndum að því að yfirfæra kórónuveirusögurnar yfir á sjúkrahúsið Grey Sloan, sögusvið þáttanna, og á sama tíma reyna að halda inni húmornum og rómantíkinni sem þættirnir eru þekktir fyrir að sögn Kristu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira