Rúrik: Borga sér arð þegar vel gengur, en taka af starfsfólki þegar illa gengur Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júlí 2020 11:30 Rúrik hefur staðið í ströngu síðastliðna mánuði og lært margt og mikið. Mynd/instagram-síða Rúriks. Rúrik Gíslason segir í viðtali við Sölva Tryggvason að Covid tímabilið hafi verið eitt það undarlegasta og lærdómsríkasta í lífi hans. Rúrik er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva, þar sem þeir ræða um heimsfrægðina eftir HM, álit annarra, tímamót Rúriks og móðurmissinn. Rúrik lenti upp á kant við félag sitt, Sandhausen, þar sem hann vildi frekar gefa fyrirhugaða launalækkun sína í góðgerðarmál en til moldríkra eigenda félagsins. „Það eru tvær hliðar á öllum málum. Það eru ríkir eigendur á bakvið liðin og þau eru rekin eins og fyrirtæki og það eru eigendur á bakvið liðin sem eiga fúlgur fjár. Mér finnst skrýtið að þegar illa gengur þá tekur þú pening af starfsfólkinu þínu, en þegar vel gengur þá borgar þú þér út arð og starfsfólkið fær ekki að njóta góðs af því,” segir Rúrik meðal annars og segir að sér hafi fundist það taktlaust af eigendunum að lækka laun illa launaðra starfsmanna félagsins samhliða leikmönnum. Eftir þetta var Rúrik í raun gerður brottrækur eftir að hann sneri til baka til Þýskalands. Eftir að móðir hans veiktist mjög illilega af krabbameini og hrakaði hratt fór Rúrik heim til Íslands til að vera við hlið hennar í dauðastríðinu. „Þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að ég væri ekki „fit”, af því að ég hafi ekkert æft á Íslandi, en þegar ég var á Íslandi í þessar þrjár vikur æfði ég upp á hvern einasta dag. Ég var á daginn og kvöldin bara uppi á líknadeild og svo á milli þess sem ég var á líknadeildinni, þá skaust ég á æfingar,” segir Rúrik í viðtalinu. „Svo lætur mamma lífið 16. apríl og ég fór í kistulagningu, en ákvað sem sagt til að þóknast klúbbnum, af því að það var komin gríðarleg pressa frá þeim að koma að æfa að þá ákvað ég að sleppa jarðarförinni til að sýna mitt „commintment” gagnvart klúbbnum, en fékk ekki meiri verðlaun en það að ég var bara sendur heim,” segir Rúrik, sem fékk ekki að mæta á eina einustu æfingu eftir þetta. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Rúrik Gíslason segir í viðtali við Sölva Tryggvason að Covid tímabilið hafi verið eitt það undarlegasta og lærdómsríkasta í lífi hans. Rúrik er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva, þar sem þeir ræða um heimsfrægðina eftir HM, álit annarra, tímamót Rúriks og móðurmissinn. Rúrik lenti upp á kant við félag sitt, Sandhausen, þar sem hann vildi frekar gefa fyrirhugaða launalækkun sína í góðgerðarmál en til moldríkra eigenda félagsins. „Það eru tvær hliðar á öllum málum. Það eru ríkir eigendur á bakvið liðin og þau eru rekin eins og fyrirtæki og það eru eigendur á bakvið liðin sem eiga fúlgur fjár. Mér finnst skrýtið að þegar illa gengur þá tekur þú pening af starfsfólkinu þínu, en þegar vel gengur þá borgar þú þér út arð og starfsfólkið fær ekki að njóta góðs af því,” segir Rúrik meðal annars og segir að sér hafi fundist það taktlaust af eigendunum að lækka laun illa launaðra starfsmanna félagsins samhliða leikmönnum. Eftir þetta var Rúrik í raun gerður brottrækur eftir að hann sneri til baka til Þýskalands. Eftir að móðir hans veiktist mjög illilega af krabbameini og hrakaði hratt fór Rúrik heim til Íslands til að vera við hlið hennar í dauðastríðinu. „Þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að ég væri ekki „fit”, af því að ég hafi ekkert æft á Íslandi, en þegar ég var á Íslandi í þessar þrjár vikur æfði ég upp á hvern einasta dag. Ég var á daginn og kvöldin bara uppi á líknadeild og svo á milli þess sem ég var á líknadeildinni, þá skaust ég á æfingar,” segir Rúrik í viðtalinu. „Svo lætur mamma lífið 16. apríl og ég fór í kistulagningu, en ákvað sem sagt til að þóknast klúbbnum, af því að það var komin gríðarleg pressa frá þeim að koma að æfa að þá ákvað ég að sleppa jarðarförinni til að sýna mitt „commintment” gagnvart klúbbnum, en fékk ekki meiri verðlaun en það að ég var bara sendur heim,” segir Rúrik, sem fékk ekki að mæta á eina einustu æfingu eftir þetta. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira