Hollensk Eurovision-stjarna flutti Husavik af innlifun Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 18:59 Edsilia Rombley tók þátt í Eurovision fyrir hönd Hollands árið 2007. Skjáskot/Youtube Hollenska Eurovision-stjarnan Edsilia Rombley flutti á dögunum lagið Husavik úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells á sviði í Rotterdam. Hluti lagsins er á íslensku og fór framburðurinn Rombley nokkuð vel úr hendi. Lagið Husavik hefur notið mikilla vinsælda eftir að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. Lagið er ástaróður til Húsavíkur og er þar meðal annars sungið á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. Flytjendur lagsins í myndinni eru aðalleikarinn Will Ferrell og hin sænska Molly Sandén, sem ljær karakter Rachel McAdams söngrödd sína. YouTube-rás Netflix í Hollandi og Belgíu birti í dag myndband af laginu í flutningi Edsiliu Rombley, hollenskrar söngkonu sem tók þátt í Eurovision fyrir hönd þjóðar sinnar árið 2007. Rombley þessi átti jafnframt að vera kynnir keppninnar í Rotterdam nú í maí. Ekkert varð úr kynnastörfunum, að minnsta kosti í bili, þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirunnar, líkt og Íslendingum er flestum kunnugt. Framlag Rombley í Eurovision á sínum tíma má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Rombley flytur Husavik af mikilli innlifun á sviðinu í Rotterdam og á ekki í miklum erfiðleikum með íslenska hreiminn, sem hefur hingað til vafist fyrir mörgum sem spreyta sig á laginu. Nokkuð vantar þó upp á framburð hennar á „Skjálfanda“ en í meðförum Rombley verður hann að því sem útleggst gæti sem „Skjaldarna“. Kröftugan flutning Rombley á laginu Husavik má hlýða á í spilaranum hér að neðan. Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Holland Tengdar fréttir Vill kynna íslensku 12 stigin frá Húsavík Húsvíkingar verða varir við mikla athygli frá erlendum sem innlendum ferðamönnum vegna Eurovision myndar Will Ferrels og félaga. 12. júlí 2020 16:03 Lagahöfundur í Eurovision-myndinni vill senda lag í Söngvakeppnina Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. 9. júlí 2020 11:42 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Hollenska Eurovision-stjarnan Edsilia Rombley flutti á dögunum lagið Husavik úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells á sviði í Rotterdam. Hluti lagsins er á íslensku og fór framburðurinn Rombley nokkuð vel úr hendi. Lagið Husavik hefur notið mikilla vinsælda eftir að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. Lagið er ástaróður til Húsavíkur og er þar meðal annars sungið á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. Flytjendur lagsins í myndinni eru aðalleikarinn Will Ferrell og hin sænska Molly Sandén, sem ljær karakter Rachel McAdams söngrödd sína. YouTube-rás Netflix í Hollandi og Belgíu birti í dag myndband af laginu í flutningi Edsiliu Rombley, hollenskrar söngkonu sem tók þátt í Eurovision fyrir hönd þjóðar sinnar árið 2007. Rombley þessi átti jafnframt að vera kynnir keppninnar í Rotterdam nú í maí. Ekkert varð úr kynnastörfunum, að minnsta kosti í bili, þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirunnar, líkt og Íslendingum er flestum kunnugt. Framlag Rombley í Eurovision á sínum tíma má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Rombley flytur Husavik af mikilli innlifun á sviðinu í Rotterdam og á ekki í miklum erfiðleikum með íslenska hreiminn, sem hefur hingað til vafist fyrir mörgum sem spreyta sig á laginu. Nokkuð vantar þó upp á framburð hennar á „Skjálfanda“ en í meðförum Rombley verður hann að því sem útleggst gæti sem „Skjaldarna“. Kröftugan flutning Rombley á laginu Husavik má hlýða á í spilaranum hér að neðan.
Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Holland Tengdar fréttir Vill kynna íslensku 12 stigin frá Húsavík Húsvíkingar verða varir við mikla athygli frá erlendum sem innlendum ferðamönnum vegna Eurovision myndar Will Ferrels og félaga. 12. júlí 2020 16:03 Lagahöfundur í Eurovision-myndinni vill senda lag í Söngvakeppnina Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. 9. júlí 2020 11:42 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Vill kynna íslensku 12 stigin frá Húsavík Húsvíkingar verða varir við mikla athygli frá erlendum sem innlendum ferðamönnum vegna Eurovision myndar Will Ferrels og félaga. 12. júlí 2020 16:03
Lagahöfundur í Eurovision-myndinni vill senda lag í Söngvakeppnina Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. 9. júlí 2020 11:42
Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22