53 laxar úr Eystri Rangá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2020 09:32 Georg Andersen með 81 sm hrygnu úr Moldarhyl Mynd: KL Það er greinilegt að það hefur verið hörkuganga af laxi í Eystri Rangá síðustu tvo daga en veiðitölur gærdagsins bera þess klárlega merki. Gærdagurinn var hreint út sagt frábær í ánni og þeir veiðimenn sem við höfum heyrt frá segja að það hafi verið mikið líf á öllum svæðum. Alls var landað 53 löxum í gær og mikið sem fór af færinu. Eins og venjulega á þessum árstíma var mikið af stórlaxi og þar af 95 sm, 92 sm og 80-90 sm fiskar voru bara algengir. Laxinn er kominn upp um alla á en sum efri svæðin eru hreinlega kominn í gír sem maður á ekki að venjast fyrr en upp úr miðjum júlí. Það er óhætt að segja að svo lengi sem áin verður ekki skoluð eiga þeir sem eiga daga þarna á næstunni von á veislu í ánni. Ertu að missa laxa? Varðandi það þegar menn missa fisk er hægt að gefa eitt gott ráð. Prófaðu þegar þú ert að láta fluguna reka og finnur að það er líklega lax kominn í hana að gera ekkert í 2-3 sekúndur og síðan á ekki að bregðast hratt við heldur lyfta stönginni upp að bringu á þeim hraða þannig að þú nærð að segja "lengi lifi laxinn" á meðan. Þarna nær laxinn að taka fluguna, snúa sér við og festa sig betur. En ef takan er einhver algjör negla þá á þetta kannski ekki við nema það að bregðast engu að síður rólega við þegar stönginni er lyft upp. Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði
Það er greinilegt að það hefur verið hörkuganga af laxi í Eystri Rangá síðustu tvo daga en veiðitölur gærdagsins bera þess klárlega merki. Gærdagurinn var hreint út sagt frábær í ánni og þeir veiðimenn sem við höfum heyrt frá segja að það hafi verið mikið líf á öllum svæðum. Alls var landað 53 löxum í gær og mikið sem fór af færinu. Eins og venjulega á þessum árstíma var mikið af stórlaxi og þar af 95 sm, 92 sm og 80-90 sm fiskar voru bara algengir. Laxinn er kominn upp um alla á en sum efri svæðin eru hreinlega kominn í gír sem maður á ekki að venjast fyrr en upp úr miðjum júlí. Það er óhætt að segja að svo lengi sem áin verður ekki skoluð eiga þeir sem eiga daga þarna á næstunni von á veislu í ánni. Ertu að missa laxa? Varðandi það þegar menn missa fisk er hægt að gefa eitt gott ráð. Prófaðu þegar þú ert að láta fluguna reka og finnur að það er líklega lax kominn í hana að gera ekkert í 2-3 sekúndur og síðan á ekki að bregðast hratt við heldur lyfta stönginni upp að bringu á þeim hraða þannig að þú nærð að segja "lengi lifi laxinn" á meðan. Þarna nær laxinn að taka fluguna, snúa sér við og festa sig betur. En ef takan er einhver algjör negla þá á þetta kannski ekki við nema það að bregðast engu að síður rólega við þegar stönginni er lyft upp.
Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði