Birgitta Haukdal og Moses Hightower í eina sæng Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. júní 2020 11:30 Birgitta segir undirbúninginn á fullu þessa dagana og að allir séu með höfuðið í bleyti. Hún segir að mikið verði lagt í æfingar og framkomu til þessa að gera útkomuna sem besta. Vísir/Vilhelm „Ég hef aldrei áður tekið þátt í Innipúkanum en hlakka ofsalega til að gera gott gigg með Moses Hightower“, segir Birgitta Haukdal í samtali við Vísi. Nýlega tilkynntu skipuleggjendur Innipúkans að hljómsveitin Moses Hightower og Birgitta Haukdal muni leiða saman hesta sína í fyrsta skipti á Innipúkanum. Innipúkinn verður haldinn í 19. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina og er miðasala hafin í forsölu. „Birgitta er náttúrulega fagmaður fram í fingurgóma, sem vilja snerta þessa mjúku sál, og það verður gaman að heyra hana spreyta sig á okkar allra vinsælustu ballsmellum auk síns eðalkatalógs“, segir Andri Ólafsson, bassaleikari Moses Higtower þegar hann er spurður um þetta óvænta samstarf. Hljómsveitin Moses Hightower. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir hefð hafa verið fyrir því á Innipúkanum að fá goðsögn til að koma fram með yngri hljómsveit og að skipuleggjendur Innipúkans hafi í mörg ár reynt að fá Birgittu til liðs við sig. „Núna loksins, loksins gekk allt upp“, segir Steinþór Helgi um samstarfið. Birgitta segir undirbúninginn á fullu þessa dagana og að allir séu með höfuðið í bleyti. Hún segir að mikið verði lagt í æfingar og framkomu til þess að gera útkomuna sem besta. „Við höfum aldrei unnið saman áður og því verður þetta virkilega spennandi“, segir Birgitta en þetta er í fyrsta skipti sem hún sækir hátíðina. „Þetta verður ferskt tvist fyrir bæði böndin en virkilega spennandi. Við munum koma fram á föstudagskvöldinu í Gamla bíói sem er bara geggjað. Innipúkinn er alltaf svo sjúklega flott hátíð svo að þetta verður klikkað“, segir Birgitta. Sjálf segist Birgitta ekki vera að koma mikið fram þessa dagana og eyði því miklu púðri í að hugsa vel út hverja tónleika fyrir sig. „Þetta er uppákoma sem að ég vil ekki missa af í ár“ segir Birgitta, en nýlega var tilkynnt að hátíðin flytur af Grandanum yfir í Gamla Bíó, og á efri hæð Röntgen og hluta af Ingólfsstræti. Steinþór segir dagskránna í ár vera sérstaklega glæsilega og fjölbreytta og að tilkynnt verði um fleiri listamenn á næstu dögum og vikum. Innipúkinn Tónlist Tengdar fréttir Vinsælustu tónlistarmenn landsins á Innipúkanum Innipúkinn verður haldinn í 19. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina. Miðasala hefst með forsölu í Sambandsappinu á fimmtudag - og skipuleggjendur hátíðarhaldanna tilkynntu í dag fyrstu listamennina og hljómsveitirnar sem koma fram á hátíðinni í ár. 23. júní 2020 15:00 Innipúkinn stendur keikur eftir erfiðan vetur og færir sig í Gamla bíó Innipúkinn færir sig um set í ár og ætlar að létta lund Reykvíkinga um verslunarmannahelgina. 4. júní 2020 10:56 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Ég hef aldrei áður tekið þátt í Innipúkanum en hlakka ofsalega til að gera gott gigg með Moses Hightower“, segir Birgitta Haukdal í samtali við Vísi. Nýlega tilkynntu skipuleggjendur Innipúkans að hljómsveitin Moses Hightower og Birgitta Haukdal muni leiða saman hesta sína í fyrsta skipti á Innipúkanum. Innipúkinn verður haldinn í 19. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina og er miðasala hafin í forsölu. „Birgitta er náttúrulega fagmaður fram í fingurgóma, sem vilja snerta þessa mjúku sál, og það verður gaman að heyra hana spreyta sig á okkar allra vinsælustu ballsmellum auk síns eðalkatalógs“, segir Andri Ólafsson, bassaleikari Moses Higtower þegar hann er spurður um þetta óvænta samstarf. Hljómsveitin Moses Hightower. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir hefð hafa verið fyrir því á Innipúkanum að fá goðsögn til að koma fram með yngri hljómsveit og að skipuleggjendur Innipúkans hafi í mörg ár reynt að fá Birgittu til liðs við sig. „Núna loksins, loksins gekk allt upp“, segir Steinþór Helgi um samstarfið. Birgitta segir undirbúninginn á fullu þessa dagana og að allir séu með höfuðið í bleyti. Hún segir að mikið verði lagt í æfingar og framkomu til þess að gera útkomuna sem besta. „Við höfum aldrei unnið saman áður og því verður þetta virkilega spennandi“, segir Birgitta en þetta er í fyrsta skipti sem hún sækir hátíðina. „Þetta verður ferskt tvist fyrir bæði böndin en virkilega spennandi. Við munum koma fram á föstudagskvöldinu í Gamla bíói sem er bara geggjað. Innipúkinn er alltaf svo sjúklega flott hátíð svo að þetta verður klikkað“, segir Birgitta. Sjálf segist Birgitta ekki vera að koma mikið fram þessa dagana og eyði því miklu púðri í að hugsa vel út hverja tónleika fyrir sig. „Þetta er uppákoma sem að ég vil ekki missa af í ár“ segir Birgitta, en nýlega var tilkynnt að hátíðin flytur af Grandanum yfir í Gamla Bíó, og á efri hæð Röntgen og hluta af Ingólfsstræti. Steinþór segir dagskránna í ár vera sérstaklega glæsilega og fjölbreytta og að tilkynnt verði um fleiri listamenn á næstu dögum og vikum.
Innipúkinn Tónlist Tengdar fréttir Vinsælustu tónlistarmenn landsins á Innipúkanum Innipúkinn verður haldinn í 19. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina. Miðasala hefst með forsölu í Sambandsappinu á fimmtudag - og skipuleggjendur hátíðarhaldanna tilkynntu í dag fyrstu listamennina og hljómsveitirnar sem koma fram á hátíðinni í ár. 23. júní 2020 15:00 Innipúkinn stendur keikur eftir erfiðan vetur og færir sig í Gamla bíó Innipúkinn færir sig um set í ár og ætlar að létta lund Reykvíkinga um verslunarmannahelgina. 4. júní 2020 10:56 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Vinsælustu tónlistarmenn landsins á Innipúkanum Innipúkinn verður haldinn í 19. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina. Miðasala hefst með forsölu í Sambandsappinu á fimmtudag - og skipuleggjendur hátíðarhaldanna tilkynntu í dag fyrstu listamennina og hljómsveitirnar sem koma fram á hátíðinni í ár. 23. júní 2020 15:00
Innipúkinn stendur keikur eftir erfiðan vetur og færir sig í Gamla bíó Innipúkinn færir sig um set í ár og ætlar að létta lund Reykvíkinga um verslunarmannahelgina. 4. júní 2020 10:56