Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. júní 2020 09:37 Hönnun: Anita Hirlekar (t.v) og Sif Benedicta (t.h). Myndaþátturinn var í listrænni stjórnun Ellenar Loftsdóttur og ljósmyndarans Marsý Hildar Þórsdóttur. Myndir/Marsý Hild Þórsdóttir Í dag var formlega sett af stað verkefnið #íslenskflík sem er framlag Fatahönnunarfélags Íslands til HönnunarMars í ár og er í formi vefsíðu, innsetningar og vitundarvakningar á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #íslenskflík. Vefsíðan www.islenskflik.is er heimastöð verkefnisins og fór hún í loftið rétt í þessu. „Við erum að minna á íslenska fatahönnun með þessu samfélagsmiðlaátaki,“ segir Erla Björk Baldursdóttir ein talskona verkefnisins í samtali við Vísi. #íslenskflík miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. „Staldraðu við og skoðaðu íslenska fatahönnun næst þegar þú fjárfestir í flík.“ Hönnun: EYGLOMynd/Marsý Hild Þórsdóttir Á vefsíðunni getur fólk sótt sér upplýsingar um verkefnið sjálft, fræðiefni um íslenska fatahönnun ásamt lista yfir íslenska fatahönnuði og fatamerki. Markmiðið er að sýna breiddina og úrvalið í íslenskri fatahönnun. Sérstakur myndaþáttur var unnin fyrir átakið en þar er íslenska flíkin í forgrunni. Myndaþátturinn var í listrænni stjórnun Ellenar Loftsdóttur og ljósmyndarans Marsý Hildar Þórsdóttur. Ljósmyndaverkin verða aðgengileg gestum og gangandi á HönnunarMars, sem hefst formlega í dag. Verkin verða í formi innsetningar í gluggum við Skólavörðustíg 20, Laugaveg 30A og Hverfisgötu 94-96. „Við hvetjum fólk til að kíkja í skápinn sinn og sjá hvaða íslensku hönnun það á og deila mynd af því á samfélagsmiðlum með merkinu #íslenskflík,“ segir Erla Björk. View this post on Instagram Day off #i slenskfli k #minnho nnunarmars A post shared by Eli sabet Gunnars (@elgunnars) on Jun 23, 2020 at 2:02pm PDT Einn mikilvægasti liður verkefnisins er virkjun, notkun og dreifing myllumerkisins #íslenskflík. Myllumerkið er hugsað sem hvatning fyrir alla þá sem vilja taka þátt í verkefninu með okkur. Flíkin getur verið hönnuð, þróuð eða framleidd á Íslandi, eftir því sem við á. Með átakinu vill Fatahönnunarfélag Íslands hvetja Íslendinga til að staldra við og skoða íslenskan fatnað næst þegar þeir fjárfesta í flík. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hönnunarmars hefst í dag Hátíðin í ár verður með breyttu sniði. Áhersla verður lögð á smærri sýningar og hönnuðina sjálfa en stórir viðburðir á borð við opnunarhóf og málstofur fara fram á næsta ári. 24. júní 2020 08:14 Greina tonn frá Rauða krossinum til að sýna neyslumenningu Íslendinga Í dag opnaði sýningin FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og er „ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop.“ Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga 23. júní 2020 14:00 HönnunarMars miðlað með nýjum hætti til að veita innsýn í hugarheim hönnuða á óvissutímum HönnunarMars kynnir Studio 2020. Dagskrá Studio 2020 samanstendur af fjölbreyttum viðtölum, beinum útsendingum og streymi, gjörningum og hlaðvarpi. 22. júní 2020 21:03 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Í dag var formlega sett af stað verkefnið #íslenskflík sem er framlag Fatahönnunarfélags Íslands til HönnunarMars í ár og er í formi vefsíðu, innsetningar og vitundarvakningar á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #íslenskflík. Vefsíðan www.islenskflik.is er heimastöð verkefnisins og fór hún í loftið rétt í þessu. „Við erum að minna á íslenska fatahönnun með þessu samfélagsmiðlaátaki,“ segir Erla Björk Baldursdóttir ein talskona verkefnisins í samtali við Vísi. #íslenskflík miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. „Staldraðu við og skoðaðu íslenska fatahönnun næst þegar þú fjárfestir í flík.“ Hönnun: EYGLOMynd/Marsý Hild Þórsdóttir Á vefsíðunni getur fólk sótt sér upplýsingar um verkefnið sjálft, fræðiefni um íslenska fatahönnun ásamt lista yfir íslenska fatahönnuði og fatamerki. Markmiðið er að sýna breiddina og úrvalið í íslenskri fatahönnun. Sérstakur myndaþáttur var unnin fyrir átakið en þar er íslenska flíkin í forgrunni. Myndaþátturinn var í listrænni stjórnun Ellenar Loftsdóttur og ljósmyndarans Marsý Hildar Þórsdóttur. Ljósmyndaverkin verða aðgengileg gestum og gangandi á HönnunarMars, sem hefst formlega í dag. Verkin verða í formi innsetningar í gluggum við Skólavörðustíg 20, Laugaveg 30A og Hverfisgötu 94-96. „Við hvetjum fólk til að kíkja í skápinn sinn og sjá hvaða íslensku hönnun það á og deila mynd af því á samfélagsmiðlum með merkinu #íslenskflík,“ segir Erla Björk. View this post on Instagram Day off #i slenskfli k #minnho nnunarmars A post shared by Eli sabet Gunnars (@elgunnars) on Jun 23, 2020 at 2:02pm PDT Einn mikilvægasti liður verkefnisins er virkjun, notkun og dreifing myllumerkisins #íslenskflík. Myllumerkið er hugsað sem hvatning fyrir alla þá sem vilja taka þátt í verkefninu með okkur. Flíkin getur verið hönnuð, þróuð eða framleidd á Íslandi, eftir því sem við á. Með átakinu vill Fatahönnunarfélag Íslands hvetja Íslendinga til að staldra við og skoða íslenskan fatnað næst þegar þeir fjárfesta í flík. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hönnunarmars hefst í dag Hátíðin í ár verður með breyttu sniði. Áhersla verður lögð á smærri sýningar og hönnuðina sjálfa en stórir viðburðir á borð við opnunarhóf og málstofur fara fram á næsta ári. 24. júní 2020 08:14 Greina tonn frá Rauða krossinum til að sýna neyslumenningu Íslendinga Í dag opnaði sýningin FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og er „ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop.“ Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga 23. júní 2020 14:00 HönnunarMars miðlað með nýjum hætti til að veita innsýn í hugarheim hönnuða á óvissutímum HönnunarMars kynnir Studio 2020. Dagskrá Studio 2020 samanstendur af fjölbreyttum viðtölum, beinum útsendingum og streymi, gjörningum og hlaðvarpi. 22. júní 2020 21:03 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Hönnunarmars hefst í dag Hátíðin í ár verður með breyttu sniði. Áhersla verður lögð á smærri sýningar og hönnuðina sjálfa en stórir viðburðir á borð við opnunarhóf og málstofur fara fram á næsta ári. 24. júní 2020 08:14
Greina tonn frá Rauða krossinum til að sýna neyslumenningu Íslendinga Í dag opnaði sýningin FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og er „ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop.“ Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga 23. júní 2020 14:00
HönnunarMars miðlað með nýjum hætti til að veita innsýn í hugarheim hönnuða á óvissutímum HönnunarMars kynnir Studio 2020. Dagskrá Studio 2020 samanstendur af fjölbreyttum viðtölum, beinum útsendingum og streymi, gjörningum og hlaðvarpi. 22. júní 2020 21:03