RIFF hlýtur veglegan styrk Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júní 2020 13:30 Hátíðin hefst 24. september í haust. Kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin í 17. sinn í haust en forsvarsmenn hátíðarinnar fengu á dögunum Creative Europe - Media styrkinn. Styrkurinn er veittur til framúrskarandi kvikmyndahátíða í Evrópu og nemur nærri átta milljónum króna. Nýrra og spennandi leiða verður leitað til að sýna kvikmyndir á hátíðinni í ár eins og segir í tilkynningu frá RIFF. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin að vanda í haus.. Hátíðin fer fram dagana 24. september til 4. október næstkomandi. RIFF er ein af ríflega 30 kvikmyndahátíðum í Evrópu sem hlutu styrkinn en umsóknir voru um 100. Styrkurinn er lyftistöng fyrir hátíðina og ýmis ákvæði sem fylgja styrkveitingunni er varðar dagskrá og framkvæmd. „Það er góð viðurkenning á starfi okkar að fá Media styrkinn sem sýnir að við erum á réttri braut. RIFF er á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti, hún þykir hafa sérstöðu í evrópsku samhengi og fagaðilar fylgjast vel með því sem við erum að gera. Þessa dagana er unnið að því að móta dagskrá hátíðarinnar sem verður að einhverju leyti óhefðbundin í kjölfar ástandsins síðustu mánaða. Fólk vill örugglega geta farið í bíó eftir að hafa verið mikið heima fyrir en við ætlum líka að leita nýrra og spennandi leiða til að sýna myndirnar okkar,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt þegar líða tekur á sumarið. Hátíðin er einnig styrkt af ríki og borg og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. RIFF er einnig stofnmeðlimur nýrra, evrópskra hagsmunasamtaka kvikmyndahátíða er kallast Europa film festivals. Samtökin eru sett á fót í samvinnu við um tíu aðrar kvikmyndahátíðir m.a. írsku kvikmyndahátíðina Galway Film Fleadh, Geneva International Film Festival í Sviss, Festival de Films CINEMANIA í Kanada, Midnight Sun Film Festival, í Finnlandi, Filmfest Hamburg í Þýsklandi og hollensku hátíðina Noordelijk Film Festival. Megin tilgangur samtakanna er sá að til verði vettvangur fyrir forsvarsmenn evrópskra kvikmyndahátíða til að deila reynslu, hugmyndum og áætlunum. Einnig verður unnið að stefnumótun er varðar ákvarðanir um álitaefni og sameiginleg málefni og þróaðar leiðir til styðja við undirstöður kvikmyndageirans með ýmsu móti. Þannig skapist einstakt tækifæri til að ljá kvikmyndahátíðum um Evrópu alla sameinaða og sterkari rödd. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira
Kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin í 17. sinn í haust en forsvarsmenn hátíðarinnar fengu á dögunum Creative Europe - Media styrkinn. Styrkurinn er veittur til framúrskarandi kvikmyndahátíða í Evrópu og nemur nærri átta milljónum króna. Nýrra og spennandi leiða verður leitað til að sýna kvikmyndir á hátíðinni í ár eins og segir í tilkynningu frá RIFF. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin að vanda í haus.. Hátíðin fer fram dagana 24. september til 4. október næstkomandi. RIFF er ein af ríflega 30 kvikmyndahátíðum í Evrópu sem hlutu styrkinn en umsóknir voru um 100. Styrkurinn er lyftistöng fyrir hátíðina og ýmis ákvæði sem fylgja styrkveitingunni er varðar dagskrá og framkvæmd. „Það er góð viðurkenning á starfi okkar að fá Media styrkinn sem sýnir að við erum á réttri braut. RIFF er á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti, hún þykir hafa sérstöðu í evrópsku samhengi og fagaðilar fylgjast vel með því sem við erum að gera. Þessa dagana er unnið að því að móta dagskrá hátíðarinnar sem verður að einhverju leyti óhefðbundin í kjölfar ástandsins síðustu mánaða. Fólk vill örugglega geta farið í bíó eftir að hafa verið mikið heima fyrir en við ætlum líka að leita nýrra og spennandi leiða til að sýna myndirnar okkar,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt þegar líða tekur á sumarið. Hátíðin er einnig styrkt af ríki og borg og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. RIFF er einnig stofnmeðlimur nýrra, evrópskra hagsmunasamtaka kvikmyndahátíða er kallast Europa film festivals. Samtökin eru sett á fót í samvinnu við um tíu aðrar kvikmyndahátíðir m.a. írsku kvikmyndahátíðina Galway Film Fleadh, Geneva International Film Festival í Sviss, Festival de Films CINEMANIA í Kanada, Midnight Sun Film Festival, í Finnlandi, Filmfest Hamburg í Þýsklandi og hollensku hátíðina Noordelijk Film Festival. Megin tilgangur samtakanna er sá að til verði vettvangur fyrir forsvarsmenn evrópskra kvikmyndahátíða til að deila reynslu, hugmyndum og áætlunum. Einnig verður unnið að stefnumótun er varðar ákvarðanir um álitaefni og sameiginleg málefni og þróaðar leiðir til styðja við undirstöður kvikmyndageirans með ýmsu móti. Þannig skapist einstakt tækifæri til að ljá kvikmyndahátíðum um Evrópu alla sameinaða og sterkari rödd.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira