Urriðafoss að detta í 400 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2020 08:53 Mynd: Stefán Sigurðsson Það er alveg klárt mál hvaða svæði stendur upp úr á fyrstu vikum þessa veiðisumars og það er Urriðafoss í Þjórsá en veiðin þar hefur verið mjög góð síðustu daga. Flestir veiðistaðir á svæðinu eru að gefa fisk og það er greinilegt að það er töluvert magn af laxi að ganga og veiðitölurnar endurspegla það ágætlega. Fyrir tveimur dögum síðan var talan 350 laxar og núna í í dag má reikna með að þetta magnaða veiðisvæði fari yfir 400 laxa og er lang aflahæsta svæðið enn sem komið er, bæði í heildarfjölda sem og auðvitað laxar per stöng. Það endurspeglast ágætlega hverjar væntingar veiðimanna eru til Urriðafoss enda komast færri að en vilja. Það má þess vegna benda þeim sem eru spenntir og vilja komast fljótlega í Þjórsá að efri svæðin fyrir ofan Urriðafoss eru ekki síður spennandi og þar hafa verið að veiðast laxar undanfarna daga. Þessi svæði hafa verið lítið stundum en allur sá lax sem ætlar upp í Þjórsá fer þarna í gegn og satt best að segja þá eru nokkrir veiðistaðir þarna eins og Kláfur, Sandvík og Sog frábærir staðir fyrir tvíhenduna. Stangveiði Mest lesið Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði
Það er alveg klárt mál hvaða svæði stendur upp úr á fyrstu vikum þessa veiðisumars og það er Urriðafoss í Þjórsá en veiðin þar hefur verið mjög góð síðustu daga. Flestir veiðistaðir á svæðinu eru að gefa fisk og það er greinilegt að það er töluvert magn af laxi að ganga og veiðitölurnar endurspegla það ágætlega. Fyrir tveimur dögum síðan var talan 350 laxar og núna í í dag má reikna með að þetta magnaða veiðisvæði fari yfir 400 laxa og er lang aflahæsta svæðið enn sem komið er, bæði í heildarfjölda sem og auðvitað laxar per stöng. Það endurspeglast ágætlega hverjar væntingar veiðimanna eru til Urriðafoss enda komast færri að en vilja. Það má þess vegna benda þeim sem eru spenntir og vilja komast fljótlega í Þjórsá að efri svæðin fyrir ofan Urriðafoss eru ekki síður spennandi og þar hafa verið að veiðast laxar undanfarna daga. Þessi svæði hafa verið lítið stundum en allur sá lax sem ætlar upp í Þjórsá fer þarna í gegn og satt best að segja þá eru nokkrir veiðistaðir þarna eins og Kláfur, Sandvík og Sog frábærir staðir fyrir tvíhenduna.
Stangveiði Mest lesið Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði