Aldrei fleiri horft á leik í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 17:45 Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Liverpool mennina Jordan Henderson og Alex Oxlade-Chamberlain í leiknum á Goodison Park í gær. Getty/Tony McArdle Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton náðu að taka stig á móti nágrönnum sínum og verðandi Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær en þrátt fyrir markaleysið þá fór leikurinn í sögubækurnar. Leikur Everton og Liverpool setti nýtt met í gær því aldrei hafa fleiri horft á sjónvarpsútsendingu frá leik í ensku úrvalsdeildinni. Alls horfðu 5,5 milljónir á leikinn hjá Sky Sports og Pick TV en mikill áhugi á leikjum helgarinnar varð til þess að gamla metið féll. Metið var orðið átta ára gamalt. Merseyside derby breaks viewing figures on Sky Sports as 5.5m people tune inhttps://t.co/W1hGrpEBHu pic.twitter.com/d89uaDUsc6— Mirror Football (@MirrorFootball) June 22, 2020 Fyrir þessa helgi höfðu mest 4,2 milljónir horft á einn leik í sjónvarpi í Bretlandi en það voru þeir sem horfðu á nágrannaslag Manchester City og Manchester United árið 2012. Vincent Kompany skoraði þá sigurmarkið fyrir Manchester City í 1-0 sigri. Auðvitað hjálpar til að leikur Everton og Liverpool var ekki aðeins sýndur á Sky Sports heldur einnig í opinni dagskrá hjá Pick TV. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir kórónuveirufaraldurinn og svo auðvitað mikill nágrannaslagur milli liða frá sömu borg. Stuðningsmenn félaganna og aðrir þyrstir í fótbolta og ekki gátu þeir mætt á Goodison Park þar sem engir áhorfendur voru leyfðir á leikvöngunum. Liverpool hefði með sigri í leiknum í gær getað séð til þess að liðið ætti möguleika á því að tryggja sér enska meistaratitilinn á Anfield á miðvikudagskvöldið. Eftir þetta jafntefli þá þurfa stuðningsmenn Liverpool þurfa nú að bíða aðeins lengur. Það er mikill áhugi á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að engir áhorfendur séu leyfðir á völlunum sjálfum. 4,5 milljónir horfðu þannig á leik Crystal Palace og Bournemouth á BBC One og iPlayer. Sá leikur fór fram á laugardaginn og var því í raun eigandi metsins í sólarhring eða þangað til að það svo féll með leik Liverpool og Everton. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton náðu að taka stig á móti nágrönnum sínum og verðandi Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær en þrátt fyrir markaleysið þá fór leikurinn í sögubækurnar. Leikur Everton og Liverpool setti nýtt met í gær því aldrei hafa fleiri horft á sjónvarpsútsendingu frá leik í ensku úrvalsdeildinni. Alls horfðu 5,5 milljónir á leikinn hjá Sky Sports og Pick TV en mikill áhugi á leikjum helgarinnar varð til þess að gamla metið féll. Metið var orðið átta ára gamalt. Merseyside derby breaks viewing figures on Sky Sports as 5.5m people tune inhttps://t.co/W1hGrpEBHu pic.twitter.com/d89uaDUsc6— Mirror Football (@MirrorFootball) June 22, 2020 Fyrir þessa helgi höfðu mest 4,2 milljónir horft á einn leik í sjónvarpi í Bretlandi en það voru þeir sem horfðu á nágrannaslag Manchester City og Manchester United árið 2012. Vincent Kompany skoraði þá sigurmarkið fyrir Manchester City í 1-0 sigri. Auðvitað hjálpar til að leikur Everton og Liverpool var ekki aðeins sýndur á Sky Sports heldur einnig í opinni dagskrá hjá Pick TV. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir kórónuveirufaraldurinn og svo auðvitað mikill nágrannaslagur milli liða frá sömu borg. Stuðningsmenn félaganna og aðrir þyrstir í fótbolta og ekki gátu þeir mætt á Goodison Park þar sem engir áhorfendur voru leyfðir á leikvöngunum. Liverpool hefði með sigri í leiknum í gær getað séð til þess að liðið ætti möguleika á því að tryggja sér enska meistaratitilinn á Anfield á miðvikudagskvöldið. Eftir þetta jafntefli þá þurfa stuðningsmenn Liverpool þurfa nú að bíða aðeins lengur. Það er mikill áhugi á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að engir áhorfendur séu leyfðir á völlunum sjálfum. 4,5 milljónir horfðu þannig á leik Crystal Palace og Bournemouth á BBC One og iPlayer. Sá leikur fór fram á laugardaginn og var því í raun eigandi metsins í sólarhring eða þangað til að það svo féll með leik Liverpool og Everton.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira