Burnley síðasta liðið til að spila en kálfinn stoppar Jóhann Berg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 15:30 Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley liðinu. Vísir/Getty Aðeins eitt lið í allri ensku úrvalsdeildinni hefur ekki spilað leik eftir að deildin fór aftur af stað eftir kórónuveirufaraldurinn. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley spila í kvöld sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í þrjá og hálfan mánuð þegar liðið heimsækir Manchester City. The wait is over, we're back this evening! pic.twitter.com/PokWY1m1YE— Burnley FC (@BurnleyOfficial) June 22, 2020 Mótherjarnir í Manchester City höfðu spilað frestaðan leik fyrir helgi og öll hin liðin sem voru ekki búin að spila áttu leiki um helgina. Síðasti leikur Burnley var á móti Tottenham á heimavelli 7. mars síðastliðinn og endaði með 1-1 jafntefli. Síðan eru liðnir 107 dagar. Jóhann Berg Guðmundsson missti af leiknum á móti Tottenham vegna meiðsla sem og síðustu átta deildarleikjum liðsins fyrir að öllum leikjum var frestað vegna COVID-19. Hann verður ekki heldur með í kvöld þar sem kálfameiðsli hans tóku sig upp. Sean Dyche confirms that Ashley Barnes, Chris Wood and Johann Berg Gudmundsson will all be unavailable for the Clarets trip to the Etihad on Monday.— Burnley FC (@BurnleyOfficial) June 18, 2020 Síðasti leikur Jóhanns Berg Guðmundssonar í ensku úrvalsdeildinni var á móti Aston Villa á Nýársdag. Jóhann Berg kom þá inn á sem varamaður í hálfleik. Þremur dögum síðar var hann í byrjunarliðinu í bikarleik á móti Peterborough en fór þá meiddur af velli í hálfleik. Þetta þýðir að Jóhann Berg hefur beðið í 170 daga eftir að spila með Burnley liðinu eða síðan frá þessum bikarleik 4. janúar síðastliðnum. Sú bið mun lengjast enn frekar en vonandi styttist í endurkomuna hjá okkar manni. Eftir leikinn í kvöld verða öll liðin í ensku úrvalsdeildinni búin að spila 30 leiki sem þýðir jafnframt að þau eiga öll eftir átta leiki. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Aðeins eitt lið í allri ensku úrvalsdeildinni hefur ekki spilað leik eftir að deildin fór aftur af stað eftir kórónuveirufaraldurinn. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley spila í kvöld sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í þrjá og hálfan mánuð þegar liðið heimsækir Manchester City. The wait is over, we're back this evening! pic.twitter.com/PokWY1m1YE— Burnley FC (@BurnleyOfficial) June 22, 2020 Mótherjarnir í Manchester City höfðu spilað frestaðan leik fyrir helgi og öll hin liðin sem voru ekki búin að spila áttu leiki um helgina. Síðasti leikur Burnley var á móti Tottenham á heimavelli 7. mars síðastliðinn og endaði með 1-1 jafntefli. Síðan eru liðnir 107 dagar. Jóhann Berg Guðmundsson missti af leiknum á móti Tottenham vegna meiðsla sem og síðustu átta deildarleikjum liðsins fyrir að öllum leikjum var frestað vegna COVID-19. Hann verður ekki heldur með í kvöld þar sem kálfameiðsli hans tóku sig upp. Sean Dyche confirms that Ashley Barnes, Chris Wood and Johann Berg Gudmundsson will all be unavailable for the Clarets trip to the Etihad on Monday.— Burnley FC (@BurnleyOfficial) June 18, 2020 Síðasti leikur Jóhanns Berg Guðmundssonar í ensku úrvalsdeildinni var á móti Aston Villa á Nýársdag. Jóhann Berg kom þá inn á sem varamaður í hálfleik. Þremur dögum síðar var hann í byrjunarliðinu í bikarleik á móti Peterborough en fór þá meiddur af velli í hálfleik. Þetta þýðir að Jóhann Berg hefur beðið í 170 daga eftir að spila með Burnley liðinu eða síðan frá þessum bikarleik 4. janúar síðastliðnum. Sú bið mun lengjast enn frekar en vonandi styttist í endurkomuna hjá okkar manni. Eftir leikinn í kvöld verða öll liðin í ensku úrvalsdeildinni búin að spila 30 leiki sem þýðir jafnframt að þau eiga öll eftir átta leiki.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira