64 sm bleikja úr Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2020 10:00 Reynir Friðriksson FB Í gær var Hlíðarvatnsdagurinn haldinn við Hlíðarvatn en þá bjóða veiðifélögin öllum sem áhuga hafa á kynningu á vatninu sem og að gefa þeim sem mæta tækifæri til að veiða í vatninu. Mætingin var góð í gær og veiðin var ágæt líka en það sem líklega stendur upp úr er rígvæn bleikja sem Reynir Friðriksson landaði en hún var mæld 64 sm og 2,6 kíló að þyngd. Bleikjan tók Black Zulu númer #12 sem er ein af þessum gömlu góðu flugum sem því miður of fáir nota þessi síðustu ár, sem er synd því hún er oft ansi gjöful. Þetta er ein af stærstu bleikjunum sem við höfum heyrt af úr vatninu í sumar en nokkrar 50-60 sm hafa verið að veiðast þar frá opnun og hafa þeir sem þekkja vatnið vel haft á orði að sjaldan hafi sést jafn mikið af vænni bleikju í vatninu og þetta sumarið. Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði
Í gær var Hlíðarvatnsdagurinn haldinn við Hlíðarvatn en þá bjóða veiðifélögin öllum sem áhuga hafa á kynningu á vatninu sem og að gefa þeim sem mæta tækifæri til að veiða í vatninu. Mætingin var góð í gær og veiðin var ágæt líka en það sem líklega stendur upp úr er rígvæn bleikja sem Reynir Friðriksson landaði en hún var mæld 64 sm og 2,6 kíló að þyngd. Bleikjan tók Black Zulu númer #12 sem er ein af þessum gömlu góðu flugum sem því miður of fáir nota þessi síðustu ár, sem er synd því hún er oft ansi gjöful. Þetta er ein af stærstu bleikjunum sem við höfum heyrt af úr vatninu í sumar en nokkrar 50-60 sm hafa verið að veiðast þar frá opnun og hafa þeir sem þekkja vatnið vel haft á orði að sjaldan hafi sést jafn mikið af vænni bleikju í vatninu og þetta sumarið.
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði