Úlfljótsvatn farið að gefa Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2020 09:52 Flott bleikja úr Úlfljótsvatni Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Það er oft ansi sérstakt að sjá fáa veiðimenn á góðum degi við Úlfljótsvatn en vatnið er þegar aðstæður eru réttar ekkert síðra gjöfult en Þingvallavatn. Veiðin í vatninu fer yfirleitt af stað á svipuðum tíma og þegar bleikjan fer að taka á Þingvöllum og er val á flugum fyrir þessi tvö vötn nokkurn veginn það sama nema hvað að það virðist sem minni flugur en sömu gerðar og eru notaðar á Þingvallavatni virki best. Bleikjan í vatninu er yfirleitt eitt til tvö pund en það veiðist engu að síður mikið af bleikju sem er þrjú til fjögur pund. Besta tæknin við veiðar í Úlfljótsvatni er sama og í flestum bleikjuvötnum. Það þarf að nota langann taum, eina og hálfa stangarlengd er það sem mælt er með. Bleikjan er taumstygg svo ekki nota mikið meira en átta punda taum. Það sem gefur oft bestu veiðina er að nota dropper og það þarf oft að veiða nokkuð djúpt. Kosturinn við Úlfljótsvatn er að það er mun minni fest í því svo ólíkt Þingvallavatni sem tekur af manni nokkrar flugur í hverri ferð er minna fyrir slíku að fara í Úlfljótsvatni. Það er á Veiðikortinu og klárlega vatn sem þú átt að prófa. Stangveiði Mest lesið Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði
Það er oft ansi sérstakt að sjá fáa veiðimenn á góðum degi við Úlfljótsvatn en vatnið er þegar aðstæður eru réttar ekkert síðra gjöfult en Þingvallavatn. Veiðin í vatninu fer yfirleitt af stað á svipuðum tíma og þegar bleikjan fer að taka á Þingvöllum og er val á flugum fyrir þessi tvö vötn nokkurn veginn það sama nema hvað að það virðist sem minni flugur en sömu gerðar og eru notaðar á Þingvallavatni virki best. Bleikjan í vatninu er yfirleitt eitt til tvö pund en það veiðist engu að síður mikið af bleikju sem er þrjú til fjögur pund. Besta tæknin við veiðar í Úlfljótsvatni er sama og í flestum bleikjuvötnum. Það þarf að nota langann taum, eina og hálfa stangarlengd er það sem mælt er með. Bleikjan er taumstygg svo ekki nota mikið meira en átta punda taum. Það sem gefur oft bestu veiðina er að nota dropper og það þarf oft að veiða nokkuð djúpt. Kosturinn við Úlfljótsvatn er að það er mun minni fest í því svo ólíkt Þingvallavatni sem tekur af manni nokkrar flugur í hverri ferð er minna fyrir slíku að fara í Úlfljótsvatni. Það er á Veiðikortinu og klárlega vatn sem þú átt að prófa.
Stangveiði Mest lesið Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði