Breyttir tímar á Eiðistorgi: Turninn sýnir réttan tíma Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 16:22 Hér sýndi klukkan á Eiðistorgi 23:45 þegar réttur tími var 17:45. Aðsend Tímamót hafa orðið í sögu Seltirninga en klukkunni á Eiðistorgi, sem í áraraðir hefur sýnt kolvitlausan tíma, hefur verið breytt og geta nú Seltirningar treyst því sem þeir sjá á toppi turnsins. Þrátt fyrir að hafa látið klukkuna ergja sig um tíma segir Seltirningurinn Konráð Jónsson í samtali við Vísi að ekki sé laust fyrir tómleikatilfinningu þegar klukkan er orðin rétt á torginu. „Hún hefur verið röng frá því að ég flutti á Nesið árið 2017. Ég hef verið að ergja mig á þessu en svo fór ég að taka þetta ergelsi mitt í sátt og á einhverju stigi var ég farinn að njóta þess að ergja mig á þessu,“ segir Konráð og bætir við að með klukkunni hefði maður geta talið sér trú um að Seltjarnarnes væri á öðru tímabelti. Konráð vakti athygli eitt sinn á því á Facebookhóp Seltirninga að klukkan á Eiðistorgi fylgdi nú staðartíma í Nur-sultan, höfuðborg Mið-Asíuríkisins Kasakstan. Mynd af turninum sem hann birti af því tilefni má sjá efst í fréttinni. „Við vorum á tíma 7-8 klukkustundum á undan þannig að við gátum fagnað nýja árinu á undan og svona,“ segir Konráð. Umræður spunnust upp um turninn á dögunum og eins og hendi væri veifað hafði klukkan, sem hafði verið röng í áraraðir, verið leiðrétt. „Maður er eiginlega bara leiður, finnur fyrir ákveðnum tómleika yfir því að skuli vera búið að laga þetta. París hefur Eiffel-turninn og Seltjarnarnes er með þennan klukkuturn sem hefur ekki lengur neina sérstöðu því klukkan er orðin hárrétt í honum,“ segir Konráð en bætir við að hann skilji þó að klukkan hafi verið löguð. Konráð segist vona að viðgerð klukkunnar sé fyrsta skrefið í endurbótum á Eiðistorgi í heild sinni. „Eiðistorg er, með fullri virðingu, búið að drabbast svolítið niður. Þegar maður fer þarna inn þá er þetta dálítið tímaferðalag til níunda áratugarins. Ég hugsa að þessi vanræksla á klukkuturninum hafi verið svolítill hluti af því,“ sagði Konráð. „Vonandi eru þessar endurbætur á klukkuturninum upphaf að einhverjum stærri endurbótum á Eiðistorgi.“ Seltjarnarnes Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Tímamót hafa orðið í sögu Seltirninga en klukkunni á Eiðistorgi, sem í áraraðir hefur sýnt kolvitlausan tíma, hefur verið breytt og geta nú Seltirningar treyst því sem þeir sjá á toppi turnsins. Þrátt fyrir að hafa látið klukkuna ergja sig um tíma segir Seltirningurinn Konráð Jónsson í samtali við Vísi að ekki sé laust fyrir tómleikatilfinningu þegar klukkan er orðin rétt á torginu. „Hún hefur verið röng frá því að ég flutti á Nesið árið 2017. Ég hef verið að ergja mig á þessu en svo fór ég að taka þetta ergelsi mitt í sátt og á einhverju stigi var ég farinn að njóta þess að ergja mig á þessu,“ segir Konráð og bætir við að með klukkunni hefði maður geta talið sér trú um að Seltjarnarnes væri á öðru tímabelti. Konráð vakti athygli eitt sinn á því á Facebookhóp Seltirninga að klukkan á Eiðistorgi fylgdi nú staðartíma í Nur-sultan, höfuðborg Mið-Asíuríkisins Kasakstan. Mynd af turninum sem hann birti af því tilefni má sjá efst í fréttinni. „Við vorum á tíma 7-8 klukkustundum á undan þannig að við gátum fagnað nýja árinu á undan og svona,“ segir Konráð. Umræður spunnust upp um turninn á dögunum og eins og hendi væri veifað hafði klukkan, sem hafði verið röng í áraraðir, verið leiðrétt. „Maður er eiginlega bara leiður, finnur fyrir ákveðnum tómleika yfir því að skuli vera búið að laga þetta. París hefur Eiffel-turninn og Seltjarnarnes er með þennan klukkuturn sem hefur ekki lengur neina sérstöðu því klukkan er orðin hárrétt í honum,“ segir Konráð en bætir við að hann skilji þó að klukkan hafi verið löguð. Konráð segist vona að viðgerð klukkunnar sé fyrsta skrefið í endurbótum á Eiðistorgi í heild sinni. „Eiðistorg er, með fullri virðingu, búið að drabbast svolítið niður. Þegar maður fer þarna inn þá er þetta dálítið tímaferðalag til níunda áratugarins. Ég hugsa að þessi vanræksla á klukkuturninum hafi verið svolítill hluti af því,“ sagði Konráð. „Vonandi eru þessar endurbætur á klukkuturninum upphaf að einhverjum stærri endurbótum á Eiðistorgi.“
Seltjarnarnes Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira