Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2020 09:53 Vorið var frekar kalt á landinu og það hafði þau áhrif að bleikjan við Þingvallavatn hefur verið heldur seinna á ferðinni en veiðimenn eiga að venjast. Yfirleitt er veiðin farin af stað fyrir lok maí og stundum fyrr en þetta hefur bara verið kropp hingað til. Með hlýjum og sólríkum dögum hitnar vatnið og bleikjan fer að taka betur en þetta hefur klárlega verið málið síðustu dagana. Þeir veiðimenn sem við höfum heyrt í og hafa verið duglegir að kíkja á helstu veiðistaðina við þjóðgarðinn núna í júní segja að loksins sé komið líf við bakkann. Í stað þess að fá kannski eina eða tvær bleikjur, stundum ekkert, eru þeir vönustu að ná kannski fimm til átta fínum bleikjum á hálfum degi. Bleikjan er að taka þessar helstu flugur sem allir ættu að vera farnir að þekkja. Peacock, Killer, Pheasant Tail, Alma Rún, Krókurinn, Mobuto, Caddis, Frisco og Langskeggur bara svo nokkrar séu nefndar. Málið er að þegar bleikjan við Þingvallavatn er gráðug er hún ekkert rosalega vandfýsin á flugur að því undanskildu að þær mega ekki vera mikið stærri en #12. Bestu stærðirnar eru, að mönnum finnst, yfirleitt 14-16# en það fer auðvitað aðeins eftir því hvaða flugu þú ert þá að nota. Eins viljum við hvetja ykkur til að prófa þurrflugu ef þið verðið vör við yfirborðstökur. Það er fátt eins gaman og að fá flotta töku á þurrflugu. Fyrir ykkur sem eruð ekki viss um hvað leynist undir yfirborðinu við Þingvallavatn langar mig að deila þessum þætti af Veitt með Vinum með ykkur en hann var tekinn við Þingvallavatn 2006 og í neðanvatnsmyndum í þættinum má sjá hversu mikið af bleikju getur verið á grynningum án þess að maður sjái þær vel og eins hversu stórar þær geta orðið. watch on YouTube Stangveiði Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði
Vorið var frekar kalt á landinu og það hafði þau áhrif að bleikjan við Þingvallavatn hefur verið heldur seinna á ferðinni en veiðimenn eiga að venjast. Yfirleitt er veiðin farin af stað fyrir lok maí og stundum fyrr en þetta hefur bara verið kropp hingað til. Með hlýjum og sólríkum dögum hitnar vatnið og bleikjan fer að taka betur en þetta hefur klárlega verið málið síðustu dagana. Þeir veiðimenn sem við höfum heyrt í og hafa verið duglegir að kíkja á helstu veiðistaðina við þjóðgarðinn núna í júní segja að loksins sé komið líf við bakkann. Í stað þess að fá kannski eina eða tvær bleikjur, stundum ekkert, eru þeir vönustu að ná kannski fimm til átta fínum bleikjum á hálfum degi. Bleikjan er að taka þessar helstu flugur sem allir ættu að vera farnir að þekkja. Peacock, Killer, Pheasant Tail, Alma Rún, Krókurinn, Mobuto, Caddis, Frisco og Langskeggur bara svo nokkrar séu nefndar. Málið er að þegar bleikjan við Þingvallavatn er gráðug er hún ekkert rosalega vandfýsin á flugur að því undanskildu að þær mega ekki vera mikið stærri en #12. Bestu stærðirnar eru, að mönnum finnst, yfirleitt 14-16# en það fer auðvitað aðeins eftir því hvaða flugu þú ert þá að nota. Eins viljum við hvetja ykkur til að prófa þurrflugu ef þið verðið vör við yfirborðstökur. Það er fátt eins gaman og að fá flotta töku á þurrflugu. Fyrir ykkur sem eruð ekki viss um hvað leynist undir yfirborðinu við Þingvallavatn langar mig að deila þessum þætti af Veitt með Vinum með ykkur en hann var tekinn við Þingvallavatn 2006 og í neðanvatnsmyndum í þættinum má sjá hversu mikið af bleikju getur verið á grynningum án þess að maður sjái þær vel og eins hversu stórar þær geta orðið. watch on YouTube
Stangveiði Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði