Hluti leikmanna neitar að mæta til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 20:00 Sergio Agüero hefur látið hafa eftir að sér að leikmenn séu hræddir við að snúa aftur til keppni, og ógna þannig öryggi fjölskyldna sinna. VÍSIR/EPA Hluti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta ætlar sér ekki að mæta til æfinga þegar opnað verður fyrir æfingar í litlum hópum næsta mánudag, eftir æfingabann vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Daily Mail sem fullyrðir að leikmennirnir hafi látið knattspyrnustjóra sína vita af alvarlegum áhyggjum sínum af því að eiga að mæta til æfinga strax. Vonir standa til að hægt verði að byrja keppni í úrvalsdeildinni að nýju í júní. Nokkur af félögunum í úrvalsdeildinni munu á næstu tveimur sólarhringum halda fjarfundi með leikmönnum til að útskýra fyrir þeim hvernig reynt verði að tryggja öryggi og heilsu þeirra á æfingum og í leikjum. Búast má við því að leikmennirnir láti í sér heyra á þessum fundum en á meðal leikmanna sem hafa lýst yfir efasemdum um að rétt sé að hefja æfingar á næstunni eru Sergio Agüero, Manuel Lanzini og Danny Rose. Samkvæmt Sky Sports verða leikmenn að skrifa undir sérstaka yfirlýsingu um að þeir samþykki þær öryggisráðstafanir sem félögin ætla að grípa til í viðleitni til að draga úr smithættu, áður en þeir mæta á æfingar. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir það óumflýjanlegt að einhverjir leikmenn muni ekki treysta sér til að snúa aftur að svo stöddu. „Það er stærsta hindrunin. Leikmennirnir. Úrvalsdeildin þarf að fá leikmennina í lið með sér. Þetta verður mjög erfitt ef það eru margir leikmenn sem vilja ekki byrja að spila aftur. Meirihluta þeirra leikmanna sem ég hef rætt við vill hins vegar snúa aftur. Það verða alltaf 3-4 í hverju liði sem líst ekki á blikuna, og maður verður að sýna því virðingu. Öryggi leikmanna er mikilvægast af öllu, ekki peningarnir eða það hvaða lið fara upp eða niður,“ sagði Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. 11. maí 2020 19:00 Enska úrvalsdeildin planar að fara af stað um sömu helgi og Pepsi Max Nú lítur út fyrir að Pepsi Max deild karla gæti lent í samkeppni við ensku úrvalsdeildina þegar hún fer af stað í júní. 11. maí 2020 12:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Hluti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta ætlar sér ekki að mæta til æfinga þegar opnað verður fyrir æfingar í litlum hópum næsta mánudag, eftir æfingabann vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Daily Mail sem fullyrðir að leikmennirnir hafi látið knattspyrnustjóra sína vita af alvarlegum áhyggjum sínum af því að eiga að mæta til æfinga strax. Vonir standa til að hægt verði að byrja keppni í úrvalsdeildinni að nýju í júní. Nokkur af félögunum í úrvalsdeildinni munu á næstu tveimur sólarhringum halda fjarfundi með leikmönnum til að útskýra fyrir þeim hvernig reynt verði að tryggja öryggi og heilsu þeirra á æfingum og í leikjum. Búast má við því að leikmennirnir láti í sér heyra á þessum fundum en á meðal leikmanna sem hafa lýst yfir efasemdum um að rétt sé að hefja æfingar á næstunni eru Sergio Agüero, Manuel Lanzini og Danny Rose. Samkvæmt Sky Sports verða leikmenn að skrifa undir sérstaka yfirlýsingu um að þeir samþykki þær öryggisráðstafanir sem félögin ætla að grípa til í viðleitni til að draga úr smithættu, áður en þeir mæta á æfingar. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir það óumflýjanlegt að einhverjir leikmenn muni ekki treysta sér til að snúa aftur að svo stöddu. „Það er stærsta hindrunin. Leikmennirnir. Úrvalsdeildin þarf að fá leikmennina í lið með sér. Þetta verður mjög erfitt ef það eru margir leikmenn sem vilja ekki byrja að spila aftur. Meirihluta þeirra leikmanna sem ég hef rætt við vill hins vegar snúa aftur. Það verða alltaf 3-4 í hverju liði sem líst ekki á blikuna, og maður verður að sýna því virðingu. Öryggi leikmanna er mikilvægast af öllu, ekki peningarnir eða það hvaða lið fara upp eða niður,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. 11. maí 2020 19:00 Enska úrvalsdeildin planar að fara af stað um sömu helgi og Pepsi Max Nú lítur út fyrir að Pepsi Max deild karla gæti lent í samkeppni við ensku úrvalsdeildina þegar hún fer af stað í júní. 11. maí 2020 12:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. 11. maí 2020 19:00
Enska úrvalsdeildin planar að fara af stað um sömu helgi og Pepsi Max Nú lítur út fyrir að Pepsi Max deild karla gæti lent í samkeppni við ensku úrvalsdeildina þegar hún fer af stað í júní. 11. maí 2020 12:30