Matip rifjaði upp áhrifaríka ræðu Klopp fyrir leikinn gegn Barcelona Anton Ingi Leifsson skrifar 6. maí 2020 08:30 Klopp og Matip fallast í faðma eftir sigurinn á Börsungum. vísir/getty Það voru fæstir sem bjuggust við því að Liverpool myndi komast áfram úr undanúrslitaeinvíginu gegn Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0. Joel Matip, varnarmaður Liverpool, rifjaði upp ræðu Jurgen Klopp fyrir leikinn. Ótrúleg endurkoma Liverpool verður lengi í minnum höfð en Liverpool vann síðari leikinn 4-0 og komst í úrslitaleikinn þar sem liðið hafði betur gegn Tottenham. Matip segir að sá þýski Klopp hafi barið sjálfstrausti í sína menn. „Hann sagði okkur að við ættum raunverulegan möguleika og að við gætum skapað eitthvað sem við gætum sagt börnunum okkar frá í framtíðinni. Við trúðum þessu og andrúmsloftið var magnað þegar við komum á völlinn þrátt fyrir að allir hafi vitað hvernig fyrri leikurinn fór og hverjum við vorum að spila á móti,“ sagði Matip. „Andinn var góður og varð bara betri og betri. Þetta var rosalegt. Þetta var eins og stór maskína sem vann saman; leikmennirnir og stuðningsmennirnir.“ Joel Matip recalls Jurgen Klopp's inspirational speech ahead of Barcelona victory | @MaddockMirrorhttps://t.co/71FjIIOKPW pic.twitter.com/0zmz0mr6cN— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2020 „Við vorum að ná meiri og meiri hraða í leikinn og með hverju marki urðu allir gráðugri. Allir á pöllunum, leikmennirnir á vellinum og á bekknum. Allir urðu sneggri og gerðu allt betur. Það var mikill hávaði og þú þurftir að kalla hærra inni á vellinum en á svona stundum var það ekki það versta.“ Liverpool komst yfir strax á sjöundu mínútu er Divock Origi skoraði en staðan var 1-0 í hálfleik. Gini Wijnaldum skoraði svo á 54. mínútu og aftur tveimur mínútum síðar áður en Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool ellefu mínútum fyrir leikslok. „Öll mörkin voru mikilvæg en að skora snemma gaf okkur meiri trú. Ef þeir hefðu haldið hreinu lengi þá hefði það drepið okkur en við fengum trúna á að við gætum gert eitthvað. Við hugsuðum um að við ætlum að vinna leikinn en við gátum aldrei hugsað að þetta myndi enda svona.“ „Ég hugsaði eftir markið hjá Gini að við værum að fara vinna þennan leik því við spiluðum vel en eftir seinna markið hugsaði ég að við gætum gert þetta. Þegar Divock skoraði þá trúði ég því ekki. Ég vissi ekki hvað gerðist því Trent lét bara boltann niður og svo var hann í netinu.“ „Ég varð smá ringlaður en þegar allir voru að fagna þá kom ég bara hlaupandi. Ég trúði þessu ekki. Ég myndi líklega segja að þetta væri besta augnablikið á mínum ferli því þetta var svo sérstakt,“ sagði Matip. It was crazy. It was like a whole machine working together. An interview with Joel Matip ahead of this week's one-year anniversary of that night against Barcelona at Anfield.Including details of his view of that quickly-taken corner...https://t.co/7EfIIMvunk pic.twitter.com/8EPczRg9L6— James Carroll (@James_Carroll84) May 5, 2020 Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Sjá meira
Það voru fæstir sem bjuggust við því að Liverpool myndi komast áfram úr undanúrslitaeinvíginu gegn Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0. Joel Matip, varnarmaður Liverpool, rifjaði upp ræðu Jurgen Klopp fyrir leikinn. Ótrúleg endurkoma Liverpool verður lengi í minnum höfð en Liverpool vann síðari leikinn 4-0 og komst í úrslitaleikinn þar sem liðið hafði betur gegn Tottenham. Matip segir að sá þýski Klopp hafi barið sjálfstrausti í sína menn. „Hann sagði okkur að við ættum raunverulegan möguleika og að við gætum skapað eitthvað sem við gætum sagt börnunum okkar frá í framtíðinni. Við trúðum þessu og andrúmsloftið var magnað þegar við komum á völlinn þrátt fyrir að allir hafi vitað hvernig fyrri leikurinn fór og hverjum við vorum að spila á móti,“ sagði Matip. „Andinn var góður og varð bara betri og betri. Þetta var rosalegt. Þetta var eins og stór maskína sem vann saman; leikmennirnir og stuðningsmennirnir.“ Joel Matip recalls Jurgen Klopp's inspirational speech ahead of Barcelona victory | @MaddockMirrorhttps://t.co/71FjIIOKPW pic.twitter.com/0zmz0mr6cN— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2020 „Við vorum að ná meiri og meiri hraða í leikinn og með hverju marki urðu allir gráðugri. Allir á pöllunum, leikmennirnir á vellinum og á bekknum. Allir urðu sneggri og gerðu allt betur. Það var mikill hávaði og þú þurftir að kalla hærra inni á vellinum en á svona stundum var það ekki það versta.“ Liverpool komst yfir strax á sjöundu mínútu er Divock Origi skoraði en staðan var 1-0 í hálfleik. Gini Wijnaldum skoraði svo á 54. mínútu og aftur tveimur mínútum síðar áður en Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool ellefu mínútum fyrir leikslok. „Öll mörkin voru mikilvæg en að skora snemma gaf okkur meiri trú. Ef þeir hefðu haldið hreinu lengi þá hefði það drepið okkur en við fengum trúna á að við gætum gert eitthvað. Við hugsuðum um að við ætlum að vinna leikinn en við gátum aldrei hugsað að þetta myndi enda svona.“ „Ég hugsaði eftir markið hjá Gini að við værum að fara vinna þennan leik því við spiluðum vel en eftir seinna markið hugsaði ég að við gætum gert þetta. Þegar Divock skoraði þá trúði ég því ekki. Ég vissi ekki hvað gerðist því Trent lét bara boltann niður og svo var hann í netinu.“ „Ég varð smá ringlaður en þegar allir voru að fagna þá kom ég bara hlaupandi. Ég trúði þessu ekki. Ég myndi líklega segja að þetta væri besta augnablikið á mínum ferli því þetta var svo sérstakt,“ sagði Matip. It was crazy. It was like a whole machine working together. An interview with Joel Matip ahead of this week's one-year anniversary of that night against Barcelona at Anfield.Including details of his view of that quickly-taken corner...https://t.co/7EfIIMvunk pic.twitter.com/8EPczRg9L6— James Carroll (@James_Carroll84) May 5, 2020
Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Sjá meira