Vilborg og Daði Freyr send heim í jólaþætti Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2019 22:15 Vilborg og Daði stóðu sig vel þrátt fyrir stuttan undirbúning. Vísir/M. Flóvent Pólfarinn Vilborg Arna og Daði Freyr voru send heim í jólaþætti Allir geta dansað í kvöld. Þau eru þriðja parið sem sent er heim og því einungis sjö pör eftir. Jólastemning var ríkjandi í kvöld og ómuðu jólalög undir öllum dönsunum. Haffi Haff og Sophie voru eitt af tveimur neðstu pörunum. Þau voru því í hættu á að vera send heim ásamt þeim Vilborgu og Daða. Daði var einnig sendur heim síðastliðinn föstudag þegar hann dansaði með Sollu Eiríks. Hann var fenginn til að dansa við Vilborgu í stað Javi og fékk því einn séns í viðbót. Þau fengu ekki langan tíma til undirbúnings. Ákveðið var að Daði myndi taka við einungis fjórum dögum fyrir þáttinn. Mikilvægt var að nýta tímann vel og æfðu þau að minnsta kosti fjór tíma á hverjum degi! Vilborg og Daði fengu samtals 14 í einkunn frá dómurunum en símakosningin gildir alltaf helming á móti dómurum. Vilborg og Daði eru komin í jólafríVísr/M.Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann til Hjálpræðishersins í Reykjavík. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar m.a jaðarsetta einstaklinga með matarkortum árið um kring ásamt því að bjóða upp á heita máltíð fyrir þann hóp tvisvar í viku. Á aðfangadag eru um 250 einstaklingar skráðir í jólamat þar sem allir eru leystir út með gjöfum. Jólapotturinn safnar peningum í þetta velferðarstarf Hersins. Dómaratríóið Selma, Jóhann og KarenVísir/M.Flóvent Dómararnir höfðu sitt að segja um úrslit kvöldsins og munu þau sakna Vilborgar og Daða. Jóhann hafði þetta að segja eftir að úrslitin voru ljós: „Maður á alltaf eftir að sakna þeirra, þau fengu erfiðan dans og gerðu þetta vel á fjórum dögum." Nú er að hitna í kolunum og við erum að fá meiri töfra eins og Selma orðaði þetta. Það verður því gaman að sjá hvernig dansararnir koma undan jólafríinu. Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Pólfarinn Vilborg Arna og Daði Freyr voru send heim í jólaþætti Allir geta dansað í kvöld. Þau eru þriðja parið sem sent er heim og því einungis sjö pör eftir. Jólastemning var ríkjandi í kvöld og ómuðu jólalög undir öllum dönsunum. Haffi Haff og Sophie voru eitt af tveimur neðstu pörunum. Þau voru því í hættu á að vera send heim ásamt þeim Vilborgu og Daða. Daði var einnig sendur heim síðastliðinn föstudag þegar hann dansaði með Sollu Eiríks. Hann var fenginn til að dansa við Vilborgu í stað Javi og fékk því einn séns í viðbót. Þau fengu ekki langan tíma til undirbúnings. Ákveðið var að Daði myndi taka við einungis fjórum dögum fyrir þáttinn. Mikilvægt var að nýta tímann vel og æfðu þau að minnsta kosti fjór tíma á hverjum degi! Vilborg og Daði fengu samtals 14 í einkunn frá dómurunum en símakosningin gildir alltaf helming á móti dómurum. Vilborg og Daði eru komin í jólafríVísr/M.Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann til Hjálpræðishersins í Reykjavík. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar m.a jaðarsetta einstaklinga með matarkortum árið um kring ásamt því að bjóða upp á heita máltíð fyrir þann hóp tvisvar í viku. Á aðfangadag eru um 250 einstaklingar skráðir í jólamat þar sem allir eru leystir út með gjöfum. Jólapotturinn safnar peningum í þetta velferðarstarf Hersins. Dómaratríóið Selma, Jóhann og KarenVísir/M.Flóvent Dómararnir höfðu sitt að segja um úrslit kvöldsins og munu þau sakna Vilborgar og Daða. Jóhann hafði þetta að segja eftir að úrslitin voru ljós: „Maður á alltaf eftir að sakna þeirra, þau fengu erfiðan dans og gerðu þetta vel á fjórum dögum." Nú er að hitna í kolunum og við erum að fá meiri töfra eins og Selma orðaði þetta. Það verður því gaman að sjá hvernig dansararnir koma undan jólafríinu. Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Javi hættir í Allir geta dansað Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño hafa verið danspar síðustu vikur í Allir geta dansað en framleiðendur þáttanna hafa ákveðið að skipta Javi út fyrir Daða Frey vegna óviðráðanlegra aðstæðna. 16. desember 2019 14:30 Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Solla og Daði Freyr voru annað parið til að vera sent heim í Allir geta dansað. 13. desember 2019 22:15 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Javi hættir í Allir geta dansað Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño hafa verið danspar síðustu vikur í Allir geta dansað en framleiðendur þáttanna hafa ákveðið að skipta Javi út fyrir Daða Frey vegna óviðráðanlegra aðstæðna. 16. desember 2019 14:30
Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Solla og Daði Freyr voru annað parið til að vera sent heim í Allir geta dansað. 13. desember 2019 22:15