25 athyglisverðar staðreyndir um 25. James Bond myndina Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 13:30 Daniel Craig í síðasta sinn sem Bond. Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn No Time to Die. Daniel Craig mun í sjötta sinn fara með hlutverk James Bond en í myndinni verður hann þó sestur í helgan stein. Þetta er í síðasta sinn sem Daniel Craig fer með hlutverk James Bond. Í myndinni verður Bond skyndilega kallaður í verkefni eftir að vinur hans hjá CIA, Felix Leiter, biður hann um aðstoð. Snýr verkefnið að því að bjarga vísindamanni sem var rænt og verður verkefnið mun hættulegra en þótti í fyrstu. Í kjölfarið kemst Bond á snoðir um glæpamenn sem vopnaðir eru hátæknibúnaði. Leikkonan Lashana Lynch fer með hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 007, þar sem Bond sjálfur er ekki starfandi útsendari og hefur fram að verkefninu notið lífsins á Jamaíka. Fleiri leikarar sem koma fram í kvikmyndinni eru: Rami Malek, Ralph Fiennes, Christoph Waltz, Ana de Armas og Naomie Harris. Bandaríski leikstjórinn Cary Joji Fukunaga leikstýrir kvikmyndinni en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt True Detective þáttum og myndinni Beasts of No Nation. Í gær var fyrsta stiklan úr kvikmyndinni frumsýnd og fékk hún strax mikla athygli.YouTube-síðan Screen Rant hefur tekið saman 25 athyglisverðar staðreyndir um þessa 25. mynd um Bond. Staðreyndir sem ættu að gera aðdáendur Bond-myndanna spennta fyrir páskunum en kvikmyndin verður frumsýnd 8.apríl. Hér að neðan má lesa nokkrar vel valdar staðreyndir en þar að neðan má horfa á yfirferð um þær allar.- Það var nokkuð umdeilt þegar Cary Joji Fukunaga var ráðinn sem leikstjóri myndarinnar en hann hafur aldrei áður leikstýrt hasarþáttum eða kvikmyndum. Það hefur í gegnum tíðina verið algjört grundvallaratriði fyrir þá leikstjóra sem hafa tekið verkefnið að sér. Fukunaga er fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem leikstýrir Bond og sá fyrsti af asískum uppruna.- Upphaflega var leikstjórinn Danny Boyle ráðinn sem einnig er ekki þekktur fyrir hasarmyndir. Hann hætti störfum árið 2018 vegna listræns ágreinings við framleiðendur myndarinnar. Sögusagnir hafa einnig verið um að Daniel Craig sjálfur hafi ekki viljað starfa áfram með leikstjóranum og hafi ástæðan meðan annars verið sú að Boyle hafi viljað drepa James Bond í myndinni. Sam Mendes hafnaði boði um að leikstýra myndinni og Christopher Nolan og fleiri stórnöfn voru inni í myndinni.- Eins og áður segir verður James Bond ekki 007 í byrjun næstu myndar og hefur hann þá lagt byssuna á hilluna. Lashana Lynch fer með hlutverk útsendara bresku krúnunnar 007 í þessari mynd. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort hún sér í raun leikkonan sem tekur við hlutverkinu af Daniel Craig og því gæti í raun karakterinn sem Daniel Craig leikur fallið frá í næstu mynd, ef það er planið að fá leikkonu til að taka við hlutverki Bond.- Handritshöfundar næstu James Bond mynd eru nokkuð athyglisverðir og má þar helst nefna Phoebe Waller-Bridge. Hún hefur starfað við þætti á borð við Killing Eve og Fleabag. Aðdáendur James Bond virðast nokkuð spenntir fyrir hennar aðkomu að kvikmyndinni.- Leikarahópurinn í síðustu Bond-myndum hefur lítið breyst. Sami Q, sami M, sama Moneypenny og sami Bond.- Í komandi kvikmynd mun eftirminnileg bifreið koma með endurkomu. Aston Martin DB5 kom fyrst fram í Goldfinger 1964 og kemur hann með endurkomu eftir áramót. Daniel Craig kemur reyndar einnig fram í nýrri tegund af Aston Martin í næstu mynd.- No Time to Die var meðal annars tekin upp á Jamaíka, Noregi, Ítalíu, London og Skotlandi.- Daniel Craig er 51 árs og mun því áhættuleikari hans taka meira þátt í þessari mynd en þeim fyrri. Craig slasaðist við tökur á síðustu Bond myndinni Spectre og slasaðist einnig við tökur á þessari mynd, No Time To Die.- Næsta Bond mynd er tekin upp að stórum hluta upp á 35 mm filmu. Þetta er aftur á móti fyrsta Bond myndin sem er tekin upp á 65mm I-MAX Panovision myndvélum. Með þeim verða skotin oft á tíðum mjög víð. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn No Time to Die. Daniel Craig mun í sjötta sinn fara með hlutverk James Bond en í myndinni verður hann þó sestur í helgan stein. Þetta er í síðasta sinn sem Daniel Craig fer með hlutverk James Bond. Í myndinni verður Bond skyndilega kallaður í verkefni eftir að vinur hans hjá CIA, Felix Leiter, biður hann um aðstoð. Snýr verkefnið að því að bjarga vísindamanni sem var rænt og verður verkefnið mun hættulegra en þótti í fyrstu. Í kjölfarið kemst Bond á snoðir um glæpamenn sem vopnaðir eru hátæknibúnaði. Leikkonan Lashana Lynch fer með hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 007, þar sem Bond sjálfur er ekki starfandi útsendari og hefur fram að verkefninu notið lífsins á Jamaíka. Fleiri leikarar sem koma fram í kvikmyndinni eru: Rami Malek, Ralph Fiennes, Christoph Waltz, Ana de Armas og Naomie Harris. Bandaríski leikstjórinn Cary Joji Fukunaga leikstýrir kvikmyndinni en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt True Detective þáttum og myndinni Beasts of No Nation. Í gær var fyrsta stiklan úr kvikmyndinni frumsýnd og fékk hún strax mikla athygli.YouTube-síðan Screen Rant hefur tekið saman 25 athyglisverðar staðreyndir um þessa 25. mynd um Bond. Staðreyndir sem ættu að gera aðdáendur Bond-myndanna spennta fyrir páskunum en kvikmyndin verður frumsýnd 8.apríl. Hér að neðan má lesa nokkrar vel valdar staðreyndir en þar að neðan má horfa á yfirferð um þær allar.- Það var nokkuð umdeilt þegar Cary Joji Fukunaga var ráðinn sem leikstjóri myndarinnar en hann hafur aldrei áður leikstýrt hasarþáttum eða kvikmyndum. Það hefur í gegnum tíðina verið algjört grundvallaratriði fyrir þá leikstjóra sem hafa tekið verkefnið að sér. Fukunaga er fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem leikstýrir Bond og sá fyrsti af asískum uppruna.- Upphaflega var leikstjórinn Danny Boyle ráðinn sem einnig er ekki þekktur fyrir hasarmyndir. Hann hætti störfum árið 2018 vegna listræns ágreinings við framleiðendur myndarinnar. Sögusagnir hafa einnig verið um að Daniel Craig sjálfur hafi ekki viljað starfa áfram með leikstjóranum og hafi ástæðan meðan annars verið sú að Boyle hafi viljað drepa James Bond í myndinni. Sam Mendes hafnaði boði um að leikstýra myndinni og Christopher Nolan og fleiri stórnöfn voru inni í myndinni.- Eins og áður segir verður James Bond ekki 007 í byrjun næstu myndar og hefur hann þá lagt byssuna á hilluna. Lashana Lynch fer með hlutverk útsendara bresku krúnunnar 007 í þessari mynd. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort hún sér í raun leikkonan sem tekur við hlutverkinu af Daniel Craig og því gæti í raun karakterinn sem Daniel Craig leikur fallið frá í næstu mynd, ef það er planið að fá leikkonu til að taka við hlutverki Bond.- Handritshöfundar næstu James Bond mynd eru nokkuð athyglisverðir og má þar helst nefna Phoebe Waller-Bridge. Hún hefur starfað við þætti á borð við Killing Eve og Fleabag. Aðdáendur James Bond virðast nokkuð spenntir fyrir hennar aðkomu að kvikmyndinni.- Leikarahópurinn í síðustu Bond-myndum hefur lítið breyst. Sami Q, sami M, sama Moneypenny og sami Bond.- Í komandi kvikmynd mun eftirminnileg bifreið koma með endurkomu. Aston Martin DB5 kom fyrst fram í Goldfinger 1964 og kemur hann með endurkomu eftir áramót. Daniel Craig kemur reyndar einnig fram í nýrri tegund af Aston Martin í næstu mynd.- No Time to Die var meðal annars tekin upp á Jamaíka, Noregi, Ítalíu, London og Skotlandi.- Daniel Craig er 51 árs og mun því áhættuleikari hans taka meira þátt í þessari mynd en þeim fyrri. Craig slasaðist við tökur á síðustu Bond myndinni Spectre og slasaðist einnig við tökur á þessari mynd, No Time To Die.- Næsta Bond mynd er tekin upp að stórum hluta upp á 35 mm filmu. Þetta er aftur á móti fyrsta Bond myndin sem er tekin upp á 65mm I-MAX Panovision myndvélum. Með þeim verða skotin oft á tíðum mjög víð.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“