Hírðist í tjaldi á Íslandi og hnuplaði mat Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. nóvember 2019 08:00 McCann náði að borga bókasafnsskuldir sínar á Íslandi. Vísir/getty Skoski leikarinn Rory McCann, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Hundurinn“, Sandor Clegane, í þáttunum um Krúnuleikana, bjó í tjaldi á Íslandi og stal sér til matar. McCann var nýlega í viðtali í tengslum við þættina og ræddi þar veru sína hér. „Ég bjó í tjaldi, bókstaflega í tjaldi, og stal mér til matar endrum og sinnum,“ sagði McCann í þættinum Game of Thrones Reunion Special, þar sem margir leikarar úr þáttaröðinni vinsælu voru í viðtali hjá spjallþáttarstjórnandanum Conan O’Brian. Þetta var árið 2006, en McCann kom þá um haustið, ásamt stórleikaranum Gerard Butler, til að vera viðstaddur frumsýningu á kvikmynd byggðri á Bjólfskviðu. McCann lék lítið hlutverk í þeirri mynd og var ekki stórt nafn í skemmtanabransanum yfir höfuð. Flæktist hann um heiminn og tók að sér hlutverk hér og þar. Hann frestaði heimferð í sífellu og ákvað loksins að setjast hér að. „Ég fékk engin hlutverk á þessum tíma þannig að ég bað umboðsmann minn að hringja ef eitthvað myndi gerast, en það gerðist ekkert þannig að ég var áfram á Íslandi.“ Hann kunni vel við land, þjóð, rokið og rigninguna. Hentaði það grófum persónuleika hans einkar vel. Endaði hann á að búa hérna í tæpt ár en var atvinnulaus og blásnauður. Hann missti loks húsnæðið. „Það var að koma vetur og heimamenn sögðu mér að ég væri sá eini á allri eyjunni sem byggi í tjaldi. Þeir hjálpuðu mér svo að finna annað húsnæði og ég fékk vinnu sem smiður,“ sagði McCann. „Að lokum fékk ég aftur vinnu sem leikari og náði að koma mér aftur á strik,“ sagði McCann. „Allt í einu er verið að keyra mig um í drossíu og ég kominn í bestu þáttaröð heims. Þetta sýnir hvernig örlögin geta breyst. Ótrúlegt.“ Eins og flestir vita voru mörg atriði þáttanna tekin upp á Íslandi, á Þingvöllum, Snæfellsjökli, við Mývatn, Jökulsárlón, Reynisfjöru og víðar. „Ég náði að fara aftur til Íslands og borga bókasafnsskuldirnar mínar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Íslandsvinir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Skoski leikarinn Rory McCann, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Hundurinn“, Sandor Clegane, í þáttunum um Krúnuleikana, bjó í tjaldi á Íslandi og stal sér til matar. McCann var nýlega í viðtali í tengslum við þættina og ræddi þar veru sína hér. „Ég bjó í tjaldi, bókstaflega í tjaldi, og stal mér til matar endrum og sinnum,“ sagði McCann í þættinum Game of Thrones Reunion Special, þar sem margir leikarar úr þáttaröðinni vinsælu voru í viðtali hjá spjallþáttarstjórnandanum Conan O’Brian. Þetta var árið 2006, en McCann kom þá um haustið, ásamt stórleikaranum Gerard Butler, til að vera viðstaddur frumsýningu á kvikmynd byggðri á Bjólfskviðu. McCann lék lítið hlutverk í þeirri mynd og var ekki stórt nafn í skemmtanabransanum yfir höfuð. Flæktist hann um heiminn og tók að sér hlutverk hér og þar. Hann frestaði heimferð í sífellu og ákvað loksins að setjast hér að. „Ég fékk engin hlutverk á þessum tíma þannig að ég bað umboðsmann minn að hringja ef eitthvað myndi gerast, en það gerðist ekkert þannig að ég var áfram á Íslandi.“ Hann kunni vel við land, þjóð, rokið og rigninguna. Hentaði það grófum persónuleika hans einkar vel. Endaði hann á að búa hérna í tæpt ár en var atvinnulaus og blásnauður. Hann missti loks húsnæðið. „Það var að koma vetur og heimamenn sögðu mér að ég væri sá eini á allri eyjunni sem byggi í tjaldi. Þeir hjálpuðu mér svo að finna annað húsnæði og ég fékk vinnu sem smiður,“ sagði McCann. „Að lokum fékk ég aftur vinnu sem leikari og náði að koma mér aftur á strik,“ sagði McCann. „Allt í einu er verið að keyra mig um í drossíu og ég kominn í bestu þáttaröð heims. Þetta sýnir hvernig örlögin geta breyst. Ótrúlegt.“ Eins og flestir vita voru mörg atriði þáttanna tekin upp á Íslandi, á Þingvöllum, Snæfellsjökli, við Mývatn, Jökulsárlón, Reynisfjöru og víðar. „Ég náði að fara aftur til Íslands og borga bókasafnsskuldirnar mínar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Íslandsvinir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira