Toblerone-jólaterta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 11:00 Toblerone jólaterta Mynd/Eva Laufey Nú styttist í hátíðarnar og er kökusnillingurinn Eva Laufey auðvitað byrjuð að gefa hugmyndir af girnilegum uppskriftum. Þessi terta er frábær á veisluborðið en einnig dásamlegur helgarbakstur svo það er algjör óþarfi að bíða fram að jólum með að prófa hana. Toblerone marengstertaFyrir 8 til 10Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Mynd/Eva Laufey Toblerone kremið góða 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð: Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í lokin fer smátt saxað súkkulaði út í rjómablönduna. Setjið kremið á milli botnanna og ofan á. Skreytið kökuna með ferskum berjum og nokkrum súkkulaðibitum. Fleiri uppskriftir frá Evu Laufey má finna á síðunni hennar og hér á Vísi. Eftirréttir Eva Laufey Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Tengdar fréttir Piparkökubollakökur með karamellukremi Mæðgurnar Eva Laufey og Ingibjörg Rósa bökuðu í Íslandi í dag. 21. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Nú styttist í hátíðarnar og er kökusnillingurinn Eva Laufey auðvitað byrjuð að gefa hugmyndir af girnilegum uppskriftum. Þessi terta er frábær á veisluborðið en einnig dásamlegur helgarbakstur svo það er algjör óþarfi að bíða fram að jólum með að prófa hana. Toblerone marengstertaFyrir 8 til 10Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Mynd/Eva Laufey Toblerone kremið góða 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð: Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í lokin fer smátt saxað súkkulaði út í rjómablönduna. Setjið kremið á milli botnanna og ofan á. Skreytið kökuna með ferskum berjum og nokkrum súkkulaðibitum. Fleiri uppskriftir frá Evu Laufey má finna á síðunni hennar og hér á Vísi.
Eftirréttir Eva Laufey Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Tengdar fréttir Piparkökubollakökur með karamellukremi Mæðgurnar Eva Laufey og Ingibjörg Rósa bökuðu í Íslandi í dag. 21. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Piparkökubollakökur með karamellukremi Mæðgurnar Eva Laufey og Ingibjörg Rósa bökuðu í Íslandi í dag. 21. nóvember 2019 09:00