Íslendingar jákvæðastir þjóða gagnvart hinsegin fólki Heimsljós kynnir 25. nóvember 2019 16:15 Jasmin.Sessler Umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólk hefur aukist nánast í öllum heimshlutum á síðasta áratug, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt var í dag. Íslendingar eru jákvæðastir þjóða gagnvart hinsegin fólki en könnunin náði til 167 þjóða og var unnin af fræðastofnuninni Legatum Institute í Bretlandi. Tadsíkistan er í neðsta sæti listans. Niðurstöðurnar eru hluti af viðamikilli könnun um framfarir í heiminum – The Legatum Prosperity Index - þar sem mældir eru margvíslegir þættir sem tengjast velferð og vellíðan, allt frá umhverfi fjárfesta til einstaklingsfrelsis. Ísland hafnar í tíunda sæti listans í heild en Danir í efsta sæti. Umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum eykst meðal 111 þjóða af 167 á síðustu tíu árum hvarvetna í heiminum að Austur-Evrópuþjóðum og þjóðum sunnan Sahara í Afríku undanskildum. Eftir því var tekið hve mikið umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki hefur aukist, fyrir tíu árum var um fjórðungur jákvæður í garð þeirra en samkvæmt nýju könnunin tæplega þriðjungur. Þjóðirnar sem næstar Íslendingum koma eru Hollendingar og Norðmenn. Kanadamenn og Danir eru í fjórða og fimmta sæti. Meðal margra þjóðanna sem sýna minnst umburðarlyndi er samkynhneigð enn glæpsamleg og refsingar ná allt til dauðadóms fyrir karlmenn í Máritaníu og Sómalíu, en báðar þjóðirnar eru í einu af neðstu fimm sætum listans. Á það er hins vegar bent að þótt lögum hafi verið breytt og samkynhneigð verið afglæpavædd merki það ekki endilega ríkara umburðarlyndi í samfélaginu. Tadsíkistan er slíkt dæmi, þjóð sem mælist með minnst umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki en breytti lögum árið 1998 og afglæpavæddi samband samkynhneigðra. Ísland hefur á alþjóðavettvangi á sviði mannréttinda látið réttindi hinsegin fólks til sín taka, meðal annars í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og í starfi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE).Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Hinsegin Þróunarsamvinna Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent
Umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólk hefur aukist nánast í öllum heimshlutum á síðasta áratug, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt var í dag. Íslendingar eru jákvæðastir þjóða gagnvart hinsegin fólki en könnunin náði til 167 þjóða og var unnin af fræðastofnuninni Legatum Institute í Bretlandi. Tadsíkistan er í neðsta sæti listans. Niðurstöðurnar eru hluti af viðamikilli könnun um framfarir í heiminum – The Legatum Prosperity Index - þar sem mældir eru margvíslegir þættir sem tengjast velferð og vellíðan, allt frá umhverfi fjárfesta til einstaklingsfrelsis. Ísland hafnar í tíunda sæti listans í heild en Danir í efsta sæti. Umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum eykst meðal 111 þjóða af 167 á síðustu tíu árum hvarvetna í heiminum að Austur-Evrópuþjóðum og þjóðum sunnan Sahara í Afríku undanskildum. Eftir því var tekið hve mikið umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki hefur aukist, fyrir tíu árum var um fjórðungur jákvæður í garð þeirra en samkvæmt nýju könnunin tæplega þriðjungur. Þjóðirnar sem næstar Íslendingum koma eru Hollendingar og Norðmenn. Kanadamenn og Danir eru í fjórða og fimmta sæti. Meðal margra þjóðanna sem sýna minnst umburðarlyndi er samkynhneigð enn glæpsamleg og refsingar ná allt til dauðadóms fyrir karlmenn í Máritaníu og Sómalíu, en báðar þjóðirnar eru í einu af neðstu fimm sætum listans. Á það er hins vegar bent að þótt lögum hafi verið breytt og samkynhneigð verið afglæpavædd merki það ekki endilega ríkara umburðarlyndi í samfélaginu. Tadsíkistan er slíkt dæmi, þjóð sem mælist með minnst umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki en breytti lögum árið 1998 og afglæpavæddi samband samkynhneigðra. Ísland hefur á alþjóðavettvangi á sviði mannréttinda látið réttindi hinsegin fólks til sín taka, meðal annars í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og í starfi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE).Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Hinsegin Þróunarsamvinna Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent