Ellefu marka ljúfmenni úr Hafnarfirði Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 13. nóvember 2019 16:00 Tjörvi skoraði 11 mörk gegn Íslandsmeisturum Selfoss. Hann segir að stemningin í hópnum sé frábær enda er liðið á toppnum. vísir/bára Tjörvi Þorgeirsson var frábær í sjö marka sigri Hauka á Íslandsmeisturum Selfoss á mánudag. Fyrir utan að skora ellefu mörk stýrði hann sóknarleik heimamanna af mikilli festu og fékk hrós víða fyrir leik sinn. Tjörvi vinnur í Vinakoti þar sem hann hefur verið í fimm ár. „Vinakot er úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda. Ég er búinn að vera hér í fimm ár og hef lært inn á þetta en á eftir að læra í kringum starfið, hvort sem það verður félagsfræði eða hvað. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf.“ Tjörvi segir að leikurinn á mánudag gegn Selfossi hafi verið heilt yfir nokkuð góður hjá sér. „Boltinn var svolítið inni. Þeir voru svolítið flatir á mig, hvort sem það var uppleggið eða ekki veit ég ekki en það var ágætt. Mér finnst flæðið í sóknarleiknum okkar mjög gott en ég held að Selfoss hafi alveg spilað betri vörn og fengið betri markvörslu en við nýttum það sem við fengum og að skora 36 mörk er nokkuð gott.“ Á toppnum og taplausirHaukar eru á toppi deildarinnar eftir níu umferðir og hafa ekki ennþá tapað leik. Hafa gert tvö jafntefli, annars vegar við FH og hins vegar ÍBV. Tjörva finnst fleiri lið sterkari en í fyrra. „Mér finnst deildin mjög sterk. Við erum á toppnum en mér finnst við eiga smá inni. Við höfum verið að seiglast í gegnum nokkra leiki. Hvort sem það er reynslan skal ég ekki segja en við erum að njóta okkar betur og það er meira gaman hjá okkur en í fyrra.“ Í Haukaliðinu eru reynsluboltar með langan atvinnumannaferil og töluverðan landsleikjafjölda að baki eins og Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem Tjörvi ber vel söguna „Ég bjóst ekki alveg við því að við yrðum taplausir eftir níu leiki, ef ég á að segja satt, en miðað við hvernig þetta hefur verið að spilast finnst mér við hafa átt að vinna FH og ÍBV og vera með fullt hús stiga. Það eru fleiri lið sem geta sprungið út í úrslitakeppninni. Þar verða átta lið og ég sé þetta þannig að allar viðureignirnar verði hörkuslagir. Það eru alveg lið sem eru langt frá en mér finnst fleiri góð lið. Valur hefur verið að vinna eða tapa með einu marki og oft er þetta spurning um lokakaflann þar sem við höfum verið góðir.“ Hnéð í lagiTjörvi er uppalinn í Haukum og þar hefur honum liðið vel. Er ekkert að fara neitt annað. „Ég hef verið þarna alla mína hunds- og kattartíð. Það heillaði alveg að fara eitthvað út og það voru alveg smá þreifingar en svo sleit ég krossbandið og var mjög lengi að ná mér. Hnéð er orðið fínt í dag – eða eins gott og það getur orðið. Það verður aldrei gott. Ég er laus við margt eins og vökva og annað. Ég er orðinn fljótur að ná mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Tjörvi Þorgeirsson var frábær í sjö marka sigri Hauka á Íslandsmeisturum Selfoss á mánudag. Fyrir utan að skora ellefu mörk stýrði hann sóknarleik heimamanna af mikilli festu og fékk hrós víða fyrir leik sinn. Tjörvi vinnur í Vinakoti þar sem hann hefur verið í fimm ár. „Vinakot er úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda. Ég er búinn að vera hér í fimm ár og hef lært inn á þetta en á eftir að læra í kringum starfið, hvort sem það verður félagsfræði eða hvað. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf.“ Tjörvi segir að leikurinn á mánudag gegn Selfossi hafi verið heilt yfir nokkuð góður hjá sér. „Boltinn var svolítið inni. Þeir voru svolítið flatir á mig, hvort sem það var uppleggið eða ekki veit ég ekki en það var ágætt. Mér finnst flæðið í sóknarleiknum okkar mjög gott en ég held að Selfoss hafi alveg spilað betri vörn og fengið betri markvörslu en við nýttum það sem við fengum og að skora 36 mörk er nokkuð gott.“ Á toppnum og taplausirHaukar eru á toppi deildarinnar eftir níu umferðir og hafa ekki ennþá tapað leik. Hafa gert tvö jafntefli, annars vegar við FH og hins vegar ÍBV. Tjörva finnst fleiri lið sterkari en í fyrra. „Mér finnst deildin mjög sterk. Við erum á toppnum en mér finnst við eiga smá inni. Við höfum verið að seiglast í gegnum nokkra leiki. Hvort sem það er reynslan skal ég ekki segja en við erum að njóta okkar betur og það er meira gaman hjá okkur en í fyrra.“ Í Haukaliðinu eru reynsluboltar með langan atvinnumannaferil og töluverðan landsleikjafjölda að baki eins og Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem Tjörvi ber vel söguna „Ég bjóst ekki alveg við því að við yrðum taplausir eftir níu leiki, ef ég á að segja satt, en miðað við hvernig þetta hefur verið að spilast finnst mér við hafa átt að vinna FH og ÍBV og vera með fullt hús stiga. Það eru fleiri lið sem geta sprungið út í úrslitakeppninni. Þar verða átta lið og ég sé þetta þannig að allar viðureignirnar verði hörkuslagir. Það eru alveg lið sem eru langt frá en mér finnst fleiri góð lið. Valur hefur verið að vinna eða tapa með einu marki og oft er þetta spurning um lokakaflann þar sem við höfum verið góðir.“ Hnéð í lagiTjörvi er uppalinn í Haukum og þar hefur honum liðið vel. Er ekkert að fara neitt annað. „Ég hef verið þarna alla mína hunds- og kattartíð. Það heillaði alveg að fara eitthvað út og það voru alveg smá þreifingar en svo sleit ég krossbandið og var mjög lengi að ná mér. Hnéð er orðið fínt í dag – eða eins gott og það getur orðið. Það verður aldrei gott. Ég er laus við margt eins og vökva og annað. Ég er orðinn fljótur að ná mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira