Góð rjúpnaveiði víðast hvar Karl Lúðvíksson skrifar 14. nóvember 2019 10:53 Rjúpnaveiðitímabilið er rétt hálfnað og nú þegar hafa margir náð því sem þeir þurfa í jólamatinn og leggja byssunum yfir veturinn. Önnur helgin var greinilega mörgum skyttum góð því Veiðivísir hefur verið að hlera sitt nærumhverfi og af þeim rúmlega tuttugu skyttum sem rætt hefur verið við eru flestir komnir með jólamatinn. Menn hafa farið víða en eins og allra venja er þá er ekki verið að segja kannski nákvæmlega hvar besta veiðin hefur verið en nokkuð gróflega virðist veiðast vel á vesturlandi og á norðurlandi. Þeir sem hafa verið minnst eða ekkert segja að það sé mun minni rjúpa t.d. á suðurlandi en í fyrra og einn af viðmælendum Veiðivísis sagðist sjaldan hafa gengið jafn mikið á suðurlandi og fengið jafn lítið. Aftur á móti virðist sem heiðarnar milli Hofsjökuls á Langjökuls vera mjög gjöfular og almennt finnst mönnum mun meira af fugli þar en í fyrra. Sömu söju er að segja úr Okinu síðustu helgi en fyrstu hegina sáust afar fáir fuglar en þeir sem gengu þar um síðustu helgi sáu mikið og veiddu vel. Dalirnir virðast að sama skapi hafa verið skyttum góðir sem og allt veiðisvæðið austan og vestan megin í Húnaflóa. Samkvæmt veðurspánni stefnir í að frá laugardegi fram til þriðjudags sé afbragðs veður til rjúpnaveiða og það verður spennandi að heyra hvernig skyttum landsins gengur. Við viljum að sama skapi hvetja menn til að gæta hófs við veiðar, fara varlega og muna að njóta. Skotveiði Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Gott skot í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði
Rjúpnaveiðitímabilið er rétt hálfnað og nú þegar hafa margir náð því sem þeir þurfa í jólamatinn og leggja byssunum yfir veturinn. Önnur helgin var greinilega mörgum skyttum góð því Veiðivísir hefur verið að hlera sitt nærumhverfi og af þeim rúmlega tuttugu skyttum sem rætt hefur verið við eru flestir komnir með jólamatinn. Menn hafa farið víða en eins og allra venja er þá er ekki verið að segja kannski nákvæmlega hvar besta veiðin hefur verið en nokkuð gróflega virðist veiðast vel á vesturlandi og á norðurlandi. Þeir sem hafa verið minnst eða ekkert segja að það sé mun minni rjúpa t.d. á suðurlandi en í fyrra og einn af viðmælendum Veiðivísis sagðist sjaldan hafa gengið jafn mikið á suðurlandi og fengið jafn lítið. Aftur á móti virðist sem heiðarnar milli Hofsjökuls á Langjökuls vera mjög gjöfular og almennt finnst mönnum mun meira af fugli þar en í fyrra. Sömu söju er að segja úr Okinu síðustu helgi en fyrstu hegina sáust afar fáir fuglar en þeir sem gengu þar um síðustu helgi sáu mikið og veiddu vel. Dalirnir virðast að sama skapi hafa verið skyttum góðir sem og allt veiðisvæðið austan og vestan megin í Húnaflóa. Samkvæmt veðurspánni stefnir í að frá laugardegi fram til þriðjudags sé afbragðs veður til rjúpnaveiða og það verður spennandi að heyra hvernig skyttum landsins gengur. Við viljum að sama skapi hvetja menn til að gæta hófs við veiðar, fara varlega og muna að njóta.
Skotveiði Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Gott skot í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði