Hamren: Við verðum með okkar besta lið Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 12:00 Erik Hamren með Frey Alexanderssyni rétt fyrir leikinn á móti Tyrkjum. Getty/Salih Zeki Fazlioglu Erik Hamren veit ekki alveg við hverju hann á að búast þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2002. Ástæða er að nýr þjálfari Moldóva breytti miklu í sínum fyrsta leik og þar stóðu hans menn mjög vel og stríddu heimsmeisturum Frakka. „Ég hef talað við alla leikmenn sem voru að spila á móti Tyrkjum og þeir eru tilbúnir í leikinn og vilja enda undankeppnina vel sem er að vinna leikinn,“ sagði Erik Hamren. „Það var erfið áskorun fyrir okkur að mæta Tyrkjum og þetta verður líka erfiður leikur en á öðruvísi hátt. Ég býðst við því að við verðum mun meira með boltann en Moldóva. Við munu reyna að sækja meira en á móti Tyrklandi,“ sagði Erik „Þeir eru með nýjan þjálfara sem var að stýra þeim í fyrsta skiptið á móti Frökkum þar sem þeir spiluðu vel og voru nálægt því að ná í stig. Það var eftirtektarvert,“ sagði Erik „Við vitum ekki alveg hvernig hann mun spila en við höldum að hann eigi eftir að spila eins og á móti Frökkum. Þegar við mættum þeim í Reykjavík þá spiluðu þeir 4-4-2 /4-3-3 en á móti Frökkum voru þeir í leikkerfinu 5-3-2. Hann kom líka með fimm nýja leikmenn inn í liðið. Við verðum því að sjá til því erum ekki öruggir með hvernig þeir ætla að spila,“ sagði Erik en munu yngri og óreyndari menn liðsins fá tækifærið í kvöld. „Ég hef verið að hugsa um hvað sé best að gera. Þeir leikmenn sem hafa ekki spilað mikið eiga líka skilið að fá að spila því þeir hafa hjálpað liðinu mjög mikið þótt þeir hafa ekki verið mikið inn á vellinum,“ sagði Erik og bætti við: „Þetta er hins vegar keppnisleikur og við erum að berjast um stig og úrslitin hafa áhrif á stöðu liðsins á FIFA-listanum. Allt slíkt skiptir miklu máli eins og við sáum þegar við vorum í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Það er síðan líklegast að fara að skila okkur inn í umspilið. Styrkleikaröðunin skiptir miklu máli sem og að bera virðingu fyrir mótherjanum,“ sagði Erik. „Við ætlum að tefla fram okkar besta liði og bestu mönnunum í þetta verkefni. Það verða einhverjar breytingar og Alfreð er sem dæmi úr leik. Við verðum með okkar besta lið,“ sagði Erik Hamren. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Erik Hamren veit ekki alveg við hverju hann á að búast þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2002. Ástæða er að nýr þjálfari Moldóva breytti miklu í sínum fyrsta leik og þar stóðu hans menn mjög vel og stríddu heimsmeisturum Frakka. „Ég hef talað við alla leikmenn sem voru að spila á móti Tyrkjum og þeir eru tilbúnir í leikinn og vilja enda undankeppnina vel sem er að vinna leikinn,“ sagði Erik Hamren. „Það var erfið áskorun fyrir okkur að mæta Tyrkjum og þetta verður líka erfiður leikur en á öðruvísi hátt. Ég býðst við því að við verðum mun meira með boltann en Moldóva. Við munu reyna að sækja meira en á móti Tyrklandi,“ sagði Erik „Þeir eru með nýjan þjálfara sem var að stýra þeim í fyrsta skiptið á móti Frökkum þar sem þeir spiluðu vel og voru nálægt því að ná í stig. Það var eftirtektarvert,“ sagði Erik „Við vitum ekki alveg hvernig hann mun spila en við höldum að hann eigi eftir að spila eins og á móti Frökkum. Þegar við mættum þeim í Reykjavík þá spiluðu þeir 4-4-2 /4-3-3 en á móti Frökkum voru þeir í leikkerfinu 5-3-2. Hann kom líka með fimm nýja leikmenn inn í liðið. Við verðum því að sjá til því erum ekki öruggir með hvernig þeir ætla að spila,“ sagði Erik en munu yngri og óreyndari menn liðsins fá tækifærið í kvöld. „Ég hef verið að hugsa um hvað sé best að gera. Þeir leikmenn sem hafa ekki spilað mikið eiga líka skilið að fá að spila því þeir hafa hjálpað liðinu mjög mikið þótt þeir hafa ekki verið mikið inn á vellinum,“ sagði Erik og bætti við: „Þetta er hins vegar keppnisleikur og við erum að berjast um stig og úrslitin hafa áhrif á stöðu liðsins á FIFA-listanum. Allt slíkt skiptir miklu máli eins og við sáum þegar við vorum í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Það er síðan líklegast að fara að skila okkur inn í umspilið. Styrkleikaröðunin skiptir miklu máli sem og að bera virðingu fyrir mótherjanum,“ sagði Erik. „Við ætlum að tefla fram okkar besta liði og bestu mönnunum í þetta verkefni. Það verða einhverjar breytingar og Alfreð er sem dæmi úr leik. Við verðum með okkar besta lið,“ sagði Erik Hamren. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira