Dagbók Bents: Það sem útlendingar meina þegar þeir segjast vilja heyra íslenska tónlist Ágúst Bent skrifar 7. nóvember 2019 14:00 Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á miðvikudagskvöldi. Þetta var byrjað áður en ég vissi af. Frid er að spila á Canopy/Geira Smart og hljómar eins og blanda af Norah Jones og The Weeknd. Viðeigandi fyrir stað sem er í raun Hilton Hótel en heitir eftir andkapitalískum textum Spilverks Þjóðanna (Sirkús Geira Smart). Hér er allt að vega salt. Það eru myndir af gamla Hjartagarðinum á veggnum eins og þetta sé Ground Zero í New York. Það er án djóks kona hér í ruggustól að rugga sér í takt við væbið. Maggi Legó labbar framhjá og fellir tár. En þetta er besti happy hour í bænum og ég er að fíla Frid. Frid var flott.Alexander Matukhno Ég ætlaði að kíkja á Nínu í Exódus og kaupa mér buxur sem passa á þrjá, en sá að þar hefur helsti pönkari Íslands, Ásgeir Kolbeins, opnað veitingastað. Punk. Íslenski hesturinn hefur aldrei verið jafn glæsilegur og þegar hann lá blóðugur á disknum mínum. Dauði margra hluta. Mjög góður matur. Á formlegri opnunarhátíð Iceland Airwaves voru byttur, snittur og Ísi með ræðu. Hann djókaði með að vinnan hans væri aðallega að neita fólki um aukamiða. Hann var sá eini sem flissaði enda salur fullur af fólki sem saknaði plús-einsins síns. Dagur B. hendir líka í ræðu og er kominn með einhvern John Cleese hreim, var hann ekki með amerískan í fyrra? Allavega, Kælan mikla er að byrja. Útlendingarnir voru agndofa þegar Kælan mikla steig á svið.Florian Trykowski Kælan mikla eru geggjaðar. Þær hljóma bæði ógeðslega nútímalega og passlega gamaldags, minna mig á Grýlurnar. Salurinn er troðfullur, ég held að þetta sé það sem útlendingar meina þegar þeir segjast vilja heyra íslenska tónlist. Þegar söngkonan talar á milli laga hljómar hún eins og blanda af Björk og píunni sem seldi baðvatnið sitt. Sorrí með mig. Hopp eða Zolo, almennt öryggi eða bremsur? Ég bruna með rafskútu á næsta stað, manni líður eins og töffara á þessum græjum þó maður viti að það er ekki satt. Hopp virka öruggari en Zolo eru með betri bremsur. Prófið þetta. Á Hard Rock er IamHelgi að spila. Hann er annar helmingur Úlfs Úlfs og djókar með að sakna Arnars en ég sé að hann meinar það. Miðað við músíkina reiknaði ég með því að hann væri dansandi eins og Chris Brown eða Júlí Heiðar á sviðinu, en þegar ég kem nær sé ég að hann er í skyrtu og með gítar í ól. Ég fæ kvíðakast og minnist þess að Valdimar var einu sinni hiphop líka. Rokk má ekki stela okkar bestu mönnum. Helgi mætti aftur á sviðið seinna um kvöldið og var þá með Arnar sér við hlið sem tvíeykið Úlfur Úlfur.Florian Trykowski Ég tel fimm svefnpurkur á Kex. Ceasetone er að spila tónlist sem ég kýs að kalla Mission Impossible músík, þannig að þær dreymir örugglega spennandi drauma. Þetta er náttúrulega hostel og á hostelum eru alltaf nokkrir hrjótandi í lobbíinu. Þessi hörkuspennandi tónlist er ekki að gera góða hluti fyrir kvíðann minn þannig að ég hleyp eins og Tom Cruise niður á Prik. Prikið er ekki formlegur Airwaves staður í ár en Countess Malaise hefði auðvitað átt að spila á hátíðinni. Þetta er nákvæmlega stöffið sem Airwaves er hannað fyrir; töff, sexí og lúmskt marketable. Neðri hæðin er stöppuð eins og kássa og það er greinilega komin helgi sama hvað dagatalið segir. Countess Malaise tikkar í öll Airwaves-boxin.Sticky Records Niðurstaða: Skrópaðu í vinnunni, fáðu þér sjúss, flúr og Airwaves-band. Því eins og útvarpsstöðin Mono 87,7 verður þetta búið áður en þú veist af. Keep it 3000 eins og Þröstur. Dagbók Bents Airwaves Menning Næturlíf Tónlist Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira
Þetta var byrjað áður en ég vissi af. Frid er að spila á Canopy/Geira Smart og hljómar eins og blanda af Norah Jones og The Weeknd. Viðeigandi fyrir stað sem er í raun Hilton Hótel en heitir eftir andkapitalískum textum Spilverks Þjóðanna (Sirkús Geira Smart). Hér er allt að vega salt. Það eru myndir af gamla Hjartagarðinum á veggnum eins og þetta sé Ground Zero í New York. Það er án djóks kona hér í ruggustól að rugga sér í takt við væbið. Maggi Legó labbar framhjá og fellir tár. En þetta er besti happy hour í bænum og ég er að fíla Frid. Frid var flott.Alexander Matukhno Ég ætlaði að kíkja á Nínu í Exódus og kaupa mér buxur sem passa á þrjá, en sá að þar hefur helsti pönkari Íslands, Ásgeir Kolbeins, opnað veitingastað. Punk. Íslenski hesturinn hefur aldrei verið jafn glæsilegur og þegar hann lá blóðugur á disknum mínum. Dauði margra hluta. Mjög góður matur. Á formlegri opnunarhátíð Iceland Airwaves voru byttur, snittur og Ísi með ræðu. Hann djókaði með að vinnan hans væri aðallega að neita fólki um aukamiða. Hann var sá eini sem flissaði enda salur fullur af fólki sem saknaði plús-einsins síns. Dagur B. hendir líka í ræðu og er kominn með einhvern John Cleese hreim, var hann ekki með amerískan í fyrra? Allavega, Kælan mikla er að byrja. Útlendingarnir voru agndofa þegar Kælan mikla steig á svið.Florian Trykowski Kælan mikla eru geggjaðar. Þær hljóma bæði ógeðslega nútímalega og passlega gamaldags, minna mig á Grýlurnar. Salurinn er troðfullur, ég held að þetta sé það sem útlendingar meina þegar þeir segjast vilja heyra íslenska tónlist. Þegar söngkonan talar á milli laga hljómar hún eins og blanda af Björk og píunni sem seldi baðvatnið sitt. Sorrí með mig. Hopp eða Zolo, almennt öryggi eða bremsur? Ég bruna með rafskútu á næsta stað, manni líður eins og töffara á þessum græjum þó maður viti að það er ekki satt. Hopp virka öruggari en Zolo eru með betri bremsur. Prófið þetta. Á Hard Rock er IamHelgi að spila. Hann er annar helmingur Úlfs Úlfs og djókar með að sakna Arnars en ég sé að hann meinar það. Miðað við músíkina reiknaði ég með því að hann væri dansandi eins og Chris Brown eða Júlí Heiðar á sviðinu, en þegar ég kem nær sé ég að hann er í skyrtu og með gítar í ól. Ég fæ kvíðakast og minnist þess að Valdimar var einu sinni hiphop líka. Rokk má ekki stela okkar bestu mönnum. Helgi mætti aftur á sviðið seinna um kvöldið og var þá með Arnar sér við hlið sem tvíeykið Úlfur Úlfur.Florian Trykowski Ég tel fimm svefnpurkur á Kex. Ceasetone er að spila tónlist sem ég kýs að kalla Mission Impossible músík, þannig að þær dreymir örugglega spennandi drauma. Þetta er náttúrulega hostel og á hostelum eru alltaf nokkrir hrjótandi í lobbíinu. Þessi hörkuspennandi tónlist er ekki að gera góða hluti fyrir kvíðann minn þannig að ég hleyp eins og Tom Cruise niður á Prik. Prikið er ekki formlegur Airwaves staður í ár en Countess Malaise hefði auðvitað átt að spila á hátíðinni. Þetta er nákvæmlega stöffið sem Airwaves er hannað fyrir; töff, sexí og lúmskt marketable. Neðri hæðin er stöppuð eins og kássa og það er greinilega komin helgi sama hvað dagatalið segir. Countess Malaise tikkar í öll Airwaves-boxin.Sticky Records Niðurstaða: Skrópaðu í vinnunni, fáðu þér sjúss, flúr og Airwaves-band. Því eins og útvarpsstöðin Mono 87,7 verður þetta búið áður en þú veist af. Keep it 3000 eins og Þröstur.
Dagbók Bents Airwaves Menning Næturlíf Tónlist Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira