Ronaldo heyrði í börnunum koma niður stigann og skipti um stöð Stöð 2 kynnir 21. október 2019 13:15 Ronaldo og Piers Morgan. Í gærkvöldi sýndi Stöð 2 heimildaþátt um einn vinsælasta íþróttamann heims, Cristiano Ronaldo. Piers Morgan hitti stjörnuna í Tórínó á Ítalíu. Portúgalski knattspyrnumaðurinn er með yfir 180 milljón fylgjendur á Instagram, spilar með ítalska liðinu Juventus er af mörgum talinn besti fótboltamaður allra tíma og er stöðugt í sviðsljósinu. Í þessu einstaka og nærgöngula viðtali sem tekið var upp í september síðastliðinn ræðir Piers við Ronaldo um fábrotin uppvaxtarár hans í Madeira í Portúgal. Ronaldo sýnir á sér afar viðkvæma hlið þegar hann sér áður óséð myndbrot af föður Ronaldos sem Piers hafði áskotnast. Raunar grét Ronaldo þegar hann sjá myndbrotið og sagðist aldrei áður hafa grátið í viðtali.Klippa: Ronaldo leitar að stúlkunum sem gáfu honum aukaborgara á McDonalds Hann ræðir um samkeppnina milli hans og Lionels Messi og hvað það þarf til að vera enn í sínu besta formi og meðal þeirra bestu í heiminum í sínu fagi kominn á fertugsaldurinn. Þá greindi hann Piers frá því að hjólhestaspyrnumarkið hans með Real Madrid gegn Juventus væri hans besta á ferlinum, án nokkurs vafa.Cristiano tjáir sig einnig um fjölskyldu sína og lýsir því þegar hann sat í sófanum heima hjá sér að fylgjast með fréttum og umfjöllunin beindist að honum og því máli. Á sama tíma heyrði hann börnin sín koma niður stigann og skipti um stöð í flýti. Málið var látið niður falla af hálfu stefnanda. Piers ræðir við hann um hvaða áhrif þessar alvarlegu ásakanir höfðu á hann og fjölskyldu hans. Þetta er í fyrsta skipti sem Ronaldo veitir viðtal af þessu tagi og leyfir áhorfendum að skyggnast inn í líf sitt á svona einlægan hátt.Þátturinn er nú aðgengilegur á Stöð 2 Frelsi og væntanlegur á Stöð 2 Maraþon. Hann verður síðan sýndu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 21:30.Klippa: Ronaldo á 17 flotta bíla en þeir eru ekki allir þægilegir Mest lesið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið Sjá meira
Í gærkvöldi sýndi Stöð 2 heimildaþátt um einn vinsælasta íþróttamann heims, Cristiano Ronaldo. Piers Morgan hitti stjörnuna í Tórínó á Ítalíu. Portúgalski knattspyrnumaðurinn er með yfir 180 milljón fylgjendur á Instagram, spilar með ítalska liðinu Juventus er af mörgum talinn besti fótboltamaður allra tíma og er stöðugt í sviðsljósinu. Í þessu einstaka og nærgöngula viðtali sem tekið var upp í september síðastliðinn ræðir Piers við Ronaldo um fábrotin uppvaxtarár hans í Madeira í Portúgal. Ronaldo sýnir á sér afar viðkvæma hlið þegar hann sér áður óséð myndbrot af föður Ronaldos sem Piers hafði áskotnast. Raunar grét Ronaldo þegar hann sjá myndbrotið og sagðist aldrei áður hafa grátið í viðtali.Klippa: Ronaldo leitar að stúlkunum sem gáfu honum aukaborgara á McDonalds Hann ræðir um samkeppnina milli hans og Lionels Messi og hvað það þarf til að vera enn í sínu besta formi og meðal þeirra bestu í heiminum í sínu fagi kominn á fertugsaldurinn. Þá greindi hann Piers frá því að hjólhestaspyrnumarkið hans með Real Madrid gegn Juventus væri hans besta á ferlinum, án nokkurs vafa.Cristiano tjáir sig einnig um fjölskyldu sína og lýsir því þegar hann sat í sófanum heima hjá sér að fylgjast með fréttum og umfjöllunin beindist að honum og því máli. Á sama tíma heyrði hann börnin sín koma niður stigann og skipti um stöð í flýti. Málið var látið niður falla af hálfu stefnanda. Piers ræðir við hann um hvaða áhrif þessar alvarlegu ásakanir höfðu á hann og fjölskyldu hans. Þetta er í fyrsta skipti sem Ronaldo veitir viðtal af þessu tagi og leyfir áhorfendum að skyggnast inn í líf sitt á svona einlægan hátt.Þátturinn er nú aðgengilegur á Stöð 2 Frelsi og væntanlegur á Stöð 2 Maraþon. Hann verður síðan sýndu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 21:30.Klippa: Ronaldo á 17 flotta bíla en þeir eru ekki allir þægilegir
Mest lesið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið Sjá meira