Nicolas Pépé kom inn af bekknum og bjargaði Arsenal | Arnór Ingvi lék allan leikinn í sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2019 21:00 Leikmenn Arsenal fagna jöfnunarmarki Pépé í kvöld. Vísir/Getty Nicolas Pépé gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu á þeim fimmtán mínútum sem hann spilaði í kvöld. Bæði mörkin úr aukaspyrnum. Með því tryggði hann Arsenal 3-2 sigur á Vitória í F-riðli Evrópudeildarinnar. Þá lék Arnór Ingvi Traustason allan leikinn er Malmö vann FC Lugano á heimavelli. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan. Eflaust hefur Unai Emery andað léttar eftir seinna mark Pepe en staða Emery hefur versnað til muna með slöku gengi það sem af er leiktíð. Arsenal lenti tvisvar undir á heimavelli en Marcus Edwards, fyrrum unglingaliðsleikmaður Tottenham Hotspur, kom gestunum frá Portúgal yfir strax á 8. mínútu leiksins. Ungstirnið Gabriel Martinelli jafnaði metin eftir sendingu Hector Bellerín á 32. mínútu en heimamenn voru aftur lentir undir fjórum mínútum síðar. Bruno Duarte Da Silva skoraði þá fyrir Vitória og var portúgalska liðið yfir í hálfleik. Nicolas Pépé kom svo inn af varamannabekknum á 75. mínútu og fimm mínútum síðar hafði hann jafnaði metin fyrir Arsenal. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Pepe skoraði sigurmark Arsenal. Lokatölur 3-2 og Arsenal því enn með fullt hús stiga. Í hinum leik riðilsins mættust Eintracht Frankfurt og Standard Liége. Fór það svo að Frankfurt landaði 2-1 sigri þökk sé mörkum David Abraham og Martin Hinteregger á meðan Selim Amallah skoraði fyrir gestina frá Belgíu. Staðan í riðlinum er þannig að Arsenal er með níu stig á toppi riðilsins. Frankfurt koma þar á eftir með sex stig, Standard Liége eru með þrjú og Vitória eru enn án stiga. Arnór fékk gult í fyrsta sigri Malmö Í B-riðli náði Malmö í sinn fyrsta sigur með því að leggja FC Lugano af velli 2-1 á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Malmö og nældi sér í gult spjald á 89. mínútu leiksins. Malmö er sem stendur í 3. sæti B-riðils með fjögur stig en FC Köbenhavn eru á toppi riðilsins með fimm stig, líkt og Dinamo Kiev. Lugano reka svo lestina með núll stig.Önnur úrslit Qarabağ Agdam FK 2-2 APOEL Nicosia Sevilla 3-0 F91 Dudelange Getafe 0-1 Basel PSV Eindhoven 0-0 LASK Linz Sporting CP 1-0 Rosenborg Celtic 2-1 Lazio Stade Rennais 0-1 CFR ClujFree-kick Pépé 80 Pépé 90+3#UEL | @Arsenalpic.twitter.com/EXobNZDxQR — UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 24, 2019 Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30 Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Nicolas Pépé gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu á þeim fimmtán mínútum sem hann spilaði í kvöld. Bæði mörkin úr aukaspyrnum. Með því tryggði hann Arsenal 3-2 sigur á Vitória í F-riðli Evrópudeildarinnar. Þá lék Arnór Ingvi Traustason allan leikinn er Malmö vann FC Lugano á heimavelli. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan. Eflaust hefur Unai Emery andað léttar eftir seinna mark Pepe en staða Emery hefur versnað til muna með slöku gengi það sem af er leiktíð. Arsenal lenti tvisvar undir á heimavelli en Marcus Edwards, fyrrum unglingaliðsleikmaður Tottenham Hotspur, kom gestunum frá Portúgal yfir strax á 8. mínútu leiksins. Ungstirnið Gabriel Martinelli jafnaði metin eftir sendingu Hector Bellerín á 32. mínútu en heimamenn voru aftur lentir undir fjórum mínútum síðar. Bruno Duarte Da Silva skoraði þá fyrir Vitória og var portúgalska liðið yfir í hálfleik. Nicolas Pépé kom svo inn af varamannabekknum á 75. mínútu og fimm mínútum síðar hafði hann jafnaði metin fyrir Arsenal. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Pepe skoraði sigurmark Arsenal. Lokatölur 3-2 og Arsenal því enn með fullt hús stiga. Í hinum leik riðilsins mættust Eintracht Frankfurt og Standard Liége. Fór það svo að Frankfurt landaði 2-1 sigri þökk sé mörkum David Abraham og Martin Hinteregger á meðan Selim Amallah skoraði fyrir gestina frá Belgíu. Staðan í riðlinum er þannig að Arsenal er með níu stig á toppi riðilsins. Frankfurt koma þar á eftir með sex stig, Standard Liége eru með þrjú og Vitória eru enn án stiga. Arnór fékk gult í fyrsta sigri Malmö Í B-riðli náði Malmö í sinn fyrsta sigur með því að leggja FC Lugano af velli 2-1 á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Malmö og nældi sér í gult spjald á 89. mínútu leiksins. Malmö er sem stendur í 3. sæti B-riðils með fjögur stig en FC Köbenhavn eru á toppi riðilsins með fimm stig, líkt og Dinamo Kiev. Lugano reka svo lestina með núll stig.Önnur úrslit Qarabağ Agdam FK 2-2 APOEL Nicosia Sevilla 3-0 F91 Dudelange Getafe 0-1 Basel PSV Eindhoven 0-0 LASK Linz Sporting CP 1-0 Rosenborg Celtic 2-1 Lazio Stade Rennais 0-1 CFR ClujFree-kick Pépé 80 Pépé 90+3#UEL | @Arsenalpic.twitter.com/EXobNZDxQR — UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 24, 2019
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30 Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30
Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45