Tékklistinn fyrir rjúpnaveiðina Karl Lúðvíksson skrifar 29. október 2019 08:33 Rjúpnaskyttur landsins eiga örugglega erfitt með svefn þessana dagana enda hefst veiðitímabilið næsta föstudag. Það er margs að gæta þegar haldið er til veiða og það eru nokkur atriði sem er betra að hafa í lagi áður en gengið er á fjöll. Það er vissara að gæta þess að allt sé í lagi, eins og gps tæki, hafa meðferðis aukabatterí, vera með hausljós eða vasaljós, fullhlaðinn síma og fullhlaðnar talstöðvar ef þær eru til taks. Veiðimenn þurfa að sama skapi gæta þess að vera vel klæddir og í raun við ýmsu búnir því eins og við þekkjum vel á þessu landi getur veður breyst hratt svo það er að sama skapi nauðsynlegt að vera búinn að kynna sér veðurspánna. Ísland er stórt og spennandi veiðisvæði en það þarf að gæta að því að veiðar séu stundaðar með leyfi landeiganda þar sem það á við og það er betra að kynna sér landamörk og svæðið sem stendur til að ganga á áður en haldið er af stað. Það margborgar sig að skoða svæðið vel á korti og vera kunnugur staðháttum og helstu leiðum áður en haldið er af stað. Ekki gleyma að þrífa byssuna vel, vera með byssuolíu meðferðis og eins mundu eftir því að hafa aukaþrengingu. Það getur borgað sig til dæmis að ganga með modified en vera með full choke í vasanum ef færin verða löng. Það þarf auðvitað ekki að segja neinum að vera vel nestaður. Er ég að gleyma einhverju? Skotveiði Mest lesið Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Myndband sem sýnir hvert laxinn fer í sjónum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Fluguveiði ekki bara karlasport Veiði Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Vatnaveiðin farin af stað Veiði
Rjúpnaskyttur landsins eiga örugglega erfitt með svefn þessana dagana enda hefst veiðitímabilið næsta föstudag. Það er margs að gæta þegar haldið er til veiða og það eru nokkur atriði sem er betra að hafa í lagi áður en gengið er á fjöll. Það er vissara að gæta þess að allt sé í lagi, eins og gps tæki, hafa meðferðis aukabatterí, vera með hausljós eða vasaljós, fullhlaðinn síma og fullhlaðnar talstöðvar ef þær eru til taks. Veiðimenn þurfa að sama skapi gæta þess að vera vel klæddir og í raun við ýmsu búnir því eins og við þekkjum vel á þessu landi getur veður breyst hratt svo það er að sama skapi nauðsynlegt að vera búinn að kynna sér veðurspánna. Ísland er stórt og spennandi veiðisvæði en það þarf að gæta að því að veiðar séu stundaðar með leyfi landeiganda þar sem það á við og það er betra að kynna sér landamörk og svæðið sem stendur til að ganga á áður en haldið er af stað. Það margborgar sig að skoða svæðið vel á korti og vera kunnugur staðháttum og helstu leiðum áður en haldið er af stað. Ekki gleyma að þrífa byssuna vel, vera með byssuolíu meðferðis og eins mundu eftir því að hafa aukaþrengingu. Það getur borgað sig til dæmis að ganga með modified en vera með full choke í vasanum ef færin verða löng. Það þarf auðvitað ekki að segja neinum að vera vel nestaður. Er ég að gleyma einhverju?
Skotveiði Mest lesið Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Myndband sem sýnir hvert laxinn fer í sjónum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Fluguveiði ekki bara karlasport Veiði Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Vatnaveiðin farin af stað Veiði