Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2019 13:02 Það hafa margir veiðimenn komist í hann krappann við að vaða of langt og því miður hafa slys á mönnum orðið við veiðar. Það eru nokkur svæði sem eru varasamri en önnur og eitt af þeim er Þingvallavatn. Það gerist á hverju sumri að veiðimenn verði hætt komnir þegar vaðið er langt út á vatnið og veður breytist hratt og veiðimenn eiga þá oft í vandræðum með að finna réttu leiðina til baka. Á svæðum Fish Partner hefur verið tekið til aðgerða eins og segir frá í fréttatilkynningu frá þeim sem er hér að neðan."Stjórn Fish Partner tók ákvörðun síðastliðið sumar um að útvega öllum veiðimönnum sem veiða á svæðum félagsins á Þingvöllum og Úlfljótsvatni björgunarvesti. Einnig munum við bæta við björgunarhringjum og kastlínum á svæðum okkar. Þetta er liður í áætlun okkar um bætt öryggi veiðimanna. Björgunarvestin eru upplásin og eru ekki fyrirferðamil þannig að allir ættu að geta smellt þeim á sig án þess að þau flækist fyrir við veiðarnar. Vestin eru viðurkennd og uppfylla alla nýjustu staðla og eru framleidd í Bretlandi. Þau verða staðsett í kössum á veiðisvæðum okkar þannig vel aðgengileg fyrir veiðimenn sem veiða á svæðum okkar." Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði
Það hafa margir veiðimenn komist í hann krappann við að vaða of langt og því miður hafa slys á mönnum orðið við veiðar. Það eru nokkur svæði sem eru varasamri en önnur og eitt af þeim er Þingvallavatn. Það gerist á hverju sumri að veiðimenn verði hætt komnir þegar vaðið er langt út á vatnið og veður breytist hratt og veiðimenn eiga þá oft í vandræðum með að finna réttu leiðina til baka. Á svæðum Fish Partner hefur verið tekið til aðgerða eins og segir frá í fréttatilkynningu frá þeim sem er hér að neðan."Stjórn Fish Partner tók ákvörðun síðastliðið sumar um að útvega öllum veiðimönnum sem veiða á svæðum félagsins á Þingvöllum og Úlfljótsvatni björgunarvesti. Einnig munum við bæta við björgunarhringjum og kastlínum á svæðum okkar. Þetta er liður í áætlun okkar um bætt öryggi veiðimanna. Björgunarvestin eru upplásin og eru ekki fyrirferðamil þannig að allir ættu að geta smellt þeim á sig án þess að þau flækist fyrir við veiðarnar. Vestin eru viðurkennd og uppfylla alla nýjustu staðla og eru framleidd í Bretlandi. Þau verða staðsett í kössum á veiðisvæðum okkar þannig vel aðgengileg fyrir veiðimenn sem veiða á svæðum okkar."
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði