Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2019 15:30 Kolfinna mætti í Brennsluna í morgun. „Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi valdi Kolfinnu en þær eru frænkur. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Kolfinna tók einnig þátt í Miss Universe Iceland í lok ágúst. „Þú færð að vera úti í heimi á risasviði sem fulltrúi landsins þíns. Þetta verður bara geðveikt og ég er mjög spennt.“ Eins og áður segir fer keppnin fram í London. „Þetta hefur verið áður í Kína og á rosalega framandi stöðum en ég er búin að fara til London svona fimm hundruð sinnum en ég elska London,“ segir Kolfinna og bætir við að það sé gott að tímamismunurinn sé lítill og að fjölskyldan geti nokkuð auðveldlega komið út og stutt við bakið á henni. „Það eru miklu fleiri af mínum vinum og fjölskyldu að íhuga að koma. Miss World er þannig keppni að það er lögð mest áhersla á góðgerðarverkefni og það þurfa allar stelpurnar að koma fram með einhver góðgerðaverkefni. Ég er búin að vinna í mínu í næstum því ár núna og það heitir Now Not Later. Það er til að hjálpa aðstandendum krabbameinssjúklinga en kærastinn minn er með heilaæxli og það var þannig sem það kom til.“ Magnús kærasti Kolfinnu þurfti að fara í heilaskurðaðgerð og síðan í 12 mánaða lyfjameðferð og því stendur málefnið henni nærri.Getur vonandi komið út í nokkra daga „Hann langar að koma með mér út nokkrum dögum fyrr og vera aðeins með mér fyrir keppni. Svo þegar allar stelpurnar tékka sig inn á hótelið þá erum við bara eign Miss World og eru alveg á þeirra ábyrgð. Því er ekkert vinsælt að maður fái margar heimsóknir.“ „Hún er sú sem er að undirbúa mig fyrir þetta og ég fæ að spyrja hana um hvað sem er. Hún var klukkan fjögur í nótt í Kanada að senda mér fullt fyrir viðtal,“ segir Kolfinna um frænku sína Lindu P sem vann þessa keppni eftirminnilega á sínum tíma. Hún segist finna fyrir pressu. „Við eigum þrjá sigurvegara í þessari keppni svo það er töluverð pressa. Við erum held ég númer þrjú í heiminum yfir þeir þjóðir sem hafa unnið þetta oftast. Svo þarf ég að tala á sviði sem mér finnst ekkert mega þægilegt enn þá,“ segir Kolfinna sem þarf einnig að taka þátt í hæfileikakeppni en hún mun þá taka upp gítarinn og spila fyrir salinn og sjónvarpsáhorfendur. Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Brennslan Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Fer eiginlega aldrei hjá sér Kolfinna Austfjörð tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Kolfinna er frá Akureyri og er nýlega flutt heim frá Noregi þar sem hún hefur búið undanfarin ár. 15. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi valdi Kolfinnu en þær eru frænkur. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Kolfinna tók einnig þátt í Miss Universe Iceland í lok ágúst. „Þú færð að vera úti í heimi á risasviði sem fulltrúi landsins þíns. Þetta verður bara geðveikt og ég er mjög spennt.“ Eins og áður segir fer keppnin fram í London. „Þetta hefur verið áður í Kína og á rosalega framandi stöðum en ég er búin að fara til London svona fimm hundruð sinnum en ég elska London,“ segir Kolfinna og bætir við að það sé gott að tímamismunurinn sé lítill og að fjölskyldan geti nokkuð auðveldlega komið út og stutt við bakið á henni. „Það eru miklu fleiri af mínum vinum og fjölskyldu að íhuga að koma. Miss World er þannig keppni að það er lögð mest áhersla á góðgerðarverkefni og það þurfa allar stelpurnar að koma fram með einhver góðgerðaverkefni. Ég er búin að vinna í mínu í næstum því ár núna og það heitir Now Not Later. Það er til að hjálpa aðstandendum krabbameinssjúklinga en kærastinn minn er með heilaæxli og það var þannig sem það kom til.“ Magnús kærasti Kolfinnu þurfti að fara í heilaskurðaðgerð og síðan í 12 mánaða lyfjameðferð og því stendur málefnið henni nærri.Getur vonandi komið út í nokkra daga „Hann langar að koma með mér út nokkrum dögum fyrr og vera aðeins með mér fyrir keppni. Svo þegar allar stelpurnar tékka sig inn á hótelið þá erum við bara eign Miss World og eru alveg á þeirra ábyrgð. Því er ekkert vinsælt að maður fái margar heimsóknir.“ „Hún er sú sem er að undirbúa mig fyrir þetta og ég fæ að spyrja hana um hvað sem er. Hún var klukkan fjögur í nótt í Kanada að senda mér fullt fyrir viðtal,“ segir Kolfinna um frænku sína Lindu P sem vann þessa keppni eftirminnilega á sínum tíma. Hún segist finna fyrir pressu. „Við eigum þrjá sigurvegara í þessari keppni svo það er töluverð pressa. Við erum held ég númer þrjú í heiminum yfir þeir þjóðir sem hafa unnið þetta oftast. Svo þarf ég að tala á sviði sem mér finnst ekkert mega þægilegt enn þá,“ segir Kolfinna sem þarf einnig að taka þátt í hæfileikakeppni en hún mun þá taka upp gítarinn og spila fyrir salinn og sjónvarpsáhorfendur. Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Brennslan Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Fer eiginlega aldrei hjá sér Kolfinna Austfjörð tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Kolfinna er frá Akureyri og er nýlega flutt heim frá Noregi þar sem hún hefur búið undanfarin ár. 15. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13
Fer eiginlega aldrei hjá sér Kolfinna Austfjörð tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Kolfinna er frá Akureyri og er nýlega flutt heim frá Noregi þar sem hún hefur búið undanfarin ár. 15. ágúst 2019 13:30