Stóra Laxá að klára með stæl Karl Lúðvíksson skrifar 30. september 2019 11:00 Það eru stórir laxar í Stóru Laxá Mynd: Árni Baldursson FB Nú eru síðustu dagarnir í veiðinni að detta inn og flestar náttúrulegu laxveiðiárnar nú þegar lokaðar eða loka í dag. Ein af þeim ám sem er að eiga aldeilis góðann endasprett er Stóra Laxá en miðað við hvað hefur verið að veiðast í henni síðustu daga er útlit fyrir að hún teygi sig jafnvel að 600 löxum á þessu tímabili en eins og staðan var í sumar var alls ekki útlit fyrir þetta. Síðustu dagar hafa verið feyknagóðir í Stóru Laxá og sem dæmi um það þá var holl sem lauk veiðum á laugardaginn með 58 laxa af svæðum 1 og 2 en heildarveiðin á svæðinu var þá komin í 428 laxa. Seinni vaktin í gær var komin með 11 laxa af svæðinu og það er mikið af laxi á sumum stöðum og margir rígvænir þar innan um. Þetta er góðar fréttir af ánni en það höfðu margir áhyggjur af henni í vatnsleysinu en hún hefur sannað það enn og aftur að það eru fáar ár á landinu sem geta átt jafn magnaða endaspretti og hún. Lokatölur úr ánni eru væntanlegar á miðvikudaginn og við bíðum spennt eftir því að heyra hvernig þær líta út. Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði
Nú eru síðustu dagarnir í veiðinni að detta inn og flestar náttúrulegu laxveiðiárnar nú þegar lokaðar eða loka í dag. Ein af þeim ám sem er að eiga aldeilis góðann endasprett er Stóra Laxá en miðað við hvað hefur verið að veiðast í henni síðustu daga er útlit fyrir að hún teygi sig jafnvel að 600 löxum á þessu tímabili en eins og staðan var í sumar var alls ekki útlit fyrir þetta. Síðustu dagar hafa verið feyknagóðir í Stóru Laxá og sem dæmi um það þá var holl sem lauk veiðum á laugardaginn með 58 laxa af svæðum 1 og 2 en heildarveiðin á svæðinu var þá komin í 428 laxa. Seinni vaktin í gær var komin með 11 laxa af svæðinu og það er mikið af laxi á sumum stöðum og margir rígvænir þar innan um. Þetta er góðar fréttir af ánni en það höfðu margir áhyggjur af henni í vatnsleysinu en hún hefur sannað það enn og aftur að það eru fáar ár á landinu sem geta átt jafn magnaða endaspretti og hún. Lokatölur úr ánni eru væntanlegar á miðvikudaginn og við bíðum spennt eftir því að heyra hvernig þær líta út.
Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði