Pantaði áttatíu hvíta kúlupenna frá Japan Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. september 2019 09:00 Nokkur verkanna eru unnin í stúdíóinu sem listamaðurinn Narfi rak með félögum sínum úti á Granda í Reykjavík. Þau eru unnin með kaffi og bleki. Klukkan fimm í dag opnar listamaðurinn og grafíski hönnuðurinn Narfi sýningu í Núllinu, sem er gallerí við Bankastræti. Í rýminu var á árum áður almenningssalerni. Narfi segir að sýningin sé nokkurs konar samtíningur af verkum hans, en áður stóð til að hann væri með gjörning í rýminu ásamt félaga sínum þessa helgi. „En svo þurfti hann að fara fyrir dóm vegna vangoldinna skólagjalda. Ég varð því bara að redda þessu sjálfur og vildi í þeirri viðleitni minni koma í veg fyrir að allt færi sömu leið og hjá félaga mínum. Þannig að verkin eru flest til sölu,“ segir hann. Narfi kallar sýninguna Eitthvað úr ísskápnum, sem er vísun í samtíningsyfirbragðið sem hún hefur. „Þetta er smá eins og þegar maður tekur eitthvað af handahófi úr ísskápnum og hendir í ommelettu. Það er fín leið til að lýsa sýningunni.“ Úr því að sýningin samanstendur af hinum og þessum verkum er ekki eitt eiginlegt þema á henni.„Þetta eru málverk, teikningar og prentverk,“ segir Narfi, en hann útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands 2013. „Það verða nokkur verk á sýningunni sem mér þykir alveg einstaklega vænt um, en ég gerði þau þegar ég var með stúdíó úti á Granda ásamt félögum mínum. Það var mjög áhugaverður og skemmtilegur tími. Verkin eru gerð með kaffi og bleki.“ Narfi heillast af óhefðbundnum aðferðum í listsköpun sinni. Í apríl hélt hann einkasýningu á verkum sem voru gerð með því að festa kúlupenna á borvél. „Nú er ég að leita að sýningarplássi fyrir framhaldið á þeirri sýningu. Hún verður nokkurs konar andstæða, því ég var að panta áttatíu hvíta kúlupenna frá Japan. Svo mun ég festa þá á borvélar og gera verk á svartan pappa. Það verður þó meira nákvæmar teikningar en á síðustu sýningu.“ Sýningin Eitthvað úr ísskápnum verður opnuð klukkan 17.00 í Núllinu galleríi í Bankastræti 0 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
Klukkan fimm í dag opnar listamaðurinn og grafíski hönnuðurinn Narfi sýningu í Núllinu, sem er gallerí við Bankastræti. Í rýminu var á árum áður almenningssalerni. Narfi segir að sýningin sé nokkurs konar samtíningur af verkum hans, en áður stóð til að hann væri með gjörning í rýminu ásamt félaga sínum þessa helgi. „En svo þurfti hann að fara fyrir dóm vegna vangoldinna skólagjalda. Ég varð því bara að redda þessu sjálfur og vildi í þeirri viðleitni minni koma í veg fyrir að allt færi sömu leið og hjá félaga mínum. Þannig að verkin eru flest til sölu,“ segir hann. Narfi kallar sýninguna Eitthvað úr ísskápnum, sem er vísun í samtíningsyfirbragðið sem hún hefur. „Þetta er smá eins og þegar maður tekur eitthvað af handahófi úr ísskápnum og hendir í ommelettu. Það er fín leið til að lýsa sýningunni.“ Úr því að sýningin samanstendur af hinum og þessum verkum er ekki eitt eiginlegt þema á henni.„Þetta eru málverk, teikningar og prentverk,“ segir Narfi, en hann útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands 2013. „Það verða nokkur verk á sýningunni sem mér þykir alveg einstaklega vænt um, en ég gerði þau þegar ég var með stúdíó úti á Granda ásamt félögum mínum. Það var mjög áhugaverður og skemmtilegur tími. Verkin eru gerð með kaffi og bleki.“ Narfi heillast af óhefðbundnum aðferðum í listsköpun sinni. Í apríl hélt hann einkasýningu á verkum sem voru gerð með því að festa kúlupenna á borvél. „Nú er ég að leita að sýningarplássi fyrir framhaldið á þeirri sýningu. Hún verður nokkurs konar andstæða, því ég var að panta áttatíu hvíta kúlupenna frá Japan. Svo mun ég festa þá á borvélar og gera verk á svartan pappa. Það verður þó meira nákvæmar teikningar en á síðustu sýningu.“ Sýningin Eitthvað úr ísskápnum verður opnuð klukkan 17.00 í Núllinu galleríi í Bankastræti 0 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira