Menntun flóttabarna í miklum ólestri Heimsljós kynnir 2. september 2019 15:00 Meirihluti flóttabarna er utan skóla. gunnisal „Við verðum að fjárfesta í menntun flóttafólks eða greiða ella það gjald sem fylgir því að heilli kynslóð hefur verið meinað að vaxa úr grasi og verða sjálfstæðir einstaklingar, sem finna sér störf og leggja til samfélagsins,“ sagði Filippo Grandi, framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, þegar hann kynnti nýja skýrslu stofnunarinnar um skólamál flóttabarna. Innan við helmingur barna á skólaaldri sem er á flótta fær formlega menntun, segir í skýrslunni: Stepping Up, Refugees Education in Crisis.Tæplega 26 milljónir flóttamanna eru einstaklingar yngri en átján ára. Það þýðir að annar hver flóttamaður í heiminum er barn. Samkvæmt skýrslunni eru 3,7 milljónir barna á flótta utan skóla, af 7,1 milljón ungmenna sem telst vera á flótta. Hlutfallið er langhæst meðal háskólanema þar sem einungis 3% ungs fólks á flótta hefur tækifæri til að sækja sér háskólamenntun. Í framhaldsskólum eru aðeins 24% unglinga á flótta á skólabekk en í grunnskólum fer hlutfallið upp í 63%. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hvetur ríkisstjórnir og framlagsríki til að taka frumkvæði og byggja skóla, mennta kennara og greiða skólagjöld ungmenna á flótta. Með því að grípa ekki til aðgerða sé flóttabörnum neitað um tækifæri til að byggja upp hæfni fyrir framtíðina auk þess sem líkurnar á því að þau snúi á óheillabraut verði meiri. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember verður stuðningur við eflingu menntunar flóttabarna á gagnfræða- og menntaskólaaldri helsta umræðuefniö. Grandi segir skóla vera helstu von flóttamanna um annað tækifæri í heiminum. Ísland er öflugur bakhjarl Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þriggja ára samningur um föst framlög utanríkisráðuneytisins til hennar er í gildi en hann var undirritaður árið 2017. Einnig hafa verið veitt framlög þegar alvarleg áföll dynja á eða aðstæður versna verulega á tilteknum svæðum, líkt og gerðist á síðasta ári í Venesúela, svo dæmi sé tekið.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent
„Við verðum að fjárfesta í menntun flóttafólks eða greiða ella það gjald sem fylgir því að heilli kynslóð hefur verið meinað að vaxa úr grasi og verða sjálfstæðir einstaklingar, sem finna sér störf og leggja til samfélagsins,“ sagði Filippo Grandi, framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, þegar hann kynnti nýja skýrslu stofnunarinnar um skólamál flóttabarna. Innan við helmingur barna á skólaaldri sem er á flótta fær formlega menntun, segir í skýrslunni: Stepping Up, Refugees Education in Crisis.Tæplega 26 milljónir flóttamanna eru einstaklingar yngri en átján ára. Það þýðir að annar hver flóttamaður í heiminum er barn. Samkvæmt skýrslunni eru 3,7 milljónir barna á flótta utan skóla, af 7,1 milljón ungmenna sem telst vera á flótta. Hlutfallið er langhæst meðal háskólanema þar sem einungis 3% ungs fólks á flótta hefur tækifæri til að sækja sér háskólamenntun. Í framhaldsskólum eru aðeins 24% unglinga á flótta á skólabekk en í grunnskólum fer hlutfallið upp í 63%. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hvetur ríkisstjórnir og framlagsríki til að taka frumkvæði og byggja skóla, mennta kennara og greiða skólagjöld ungmenna á flótta. Með því að grípa ekki til aðgerða sé flóttabörnum neitað um tækifæri til að byggja upp hæfni fyrir framtíðina auk þess sem líkurnar á því að þau snúi á óheillabraut verði meiri. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember verður stuðningur við eflingu menntunar flóttabarna á gagnfræða- og menntaskólaaldri helsta umræðuefniö. Grandi segir skóla vera helstu von flóttamanna um annað tækifæri í heiminum. Ísland er öflugur bakhjarl Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þriggja ára samningur um föst framlög utanríkisráðuneytisins til hennar er í gildi en hann var undirritaður árið 2017. Einnig hafa verið veitt framlög þegar alvarleg áföll dynja á eða aðstæður versna verulega á tilteknum svæðum, líkt og gerðist á síðasta ári í Venesúela, svo dæmi sé tekið.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent