Neyslan er oft svo falin Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 3. september 2019 07:15 Þau Eyþór Gunnlaugsson, Kristján Ernir Björgvinsson og Sólrún Freyja Sen framleiða þættina. Fréttablaðið/Ernir Þáttaröðin Óminni hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Kristján sagði Fréttablaðinu stuttlega frá þáttunum og reynslu hans af þessum heimi.Kornið sem fyllti mælinn „Þetta eru í raun heimildaþættir sem eru byggðir á nafnlausum viðtölum við 36 einstaklinga. Sumir þeirra voru í neyslu, aðrir orðnir edrú og enn aðrir höfðu bara verið að fikta. Við vorum aðallega að tala við ungt fólk. Ég er sjálfur óvirkur alkóhólisti og fíkill en er búinn að vera edrú í tvö ár og þrjá mánuði. Þannig að ég vissi að þetta væri gríðarlegt vandamál hérna heima. Í maí í fyrra missti ég annan vin minn á stuttum tíma og það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég vissi áður að staðan í eiturlyfjaheiminum var grafalvarleg en þetta gerði útslagið.“ Hann segir mikla breytingu hafa átt sér stað í neysluvenjum ungra eiturlyfjaneytenda árið 2016. „Þá er þá sem þessi róandi lyf verða vinsælli meðal ungmenna. Það er þá sem ég byrja allavega að taka meira eftir því. Margir vinir mínir fóru frá því að hittast og reykja gras og drekka yfir í að hittast og taka pillur. Þetta var svo ótrúlega hröð þróun, enda eru þessar töflur rosalega ávanabindandi,“ segir Kristján. Hann segir þessi lyf vera nokkurs konar kæruleysislyf og fólk gerir alls konar skandala þegar þeirra er neytt. „Mér finnst við vera að finna fyrir afleiðingum þessarar miklu sprengingar í aukinni notkun róandi lyfja núna. Við vissum öll þrjú framleiðendur þáttanna að þetta væri mikið vandamál og höfðum skrifað um það í öðrum miðlum. Við Sólrún skrifuðum fyrir ungmennamiðilinn Babl sem var með starfsemi í vinnurými í Skútuvogi. Þar kynntumst við Sólrún Eyþóri sem vildi ólmur vera með í gerð þáttanna, enda hafði hann persónulega reynslu af vandamálinu.“Flestir með svipaða sögu Hann segir að þau hafi lagt mikið upp úr því að hafa þetta fjölbreyttan hóp, fólk hvaðanæva af landinu og í ólíkri neyslu. Hann segir þau einnig hafa leitast við að fá innsýn í neysluheim fólks með ólíkan félagslegan bakgrunn. „Við ræddum við fólk sem hafði verið afreksfólk í íþróttum og svo aðra sem kannski flosnuðu upp úr grunnskóla. Upprunalega ætluðum við að fjalla sérstaklega um efnin sjálf en það breyttist eftir að við tókum eftir því að sama hvernig neyslu fólk hafði verið í, þá var saga þess alltaf svakalega lík. Sama hver bakgrunnur einstaklinganna var, þegar fólk byrjaði að tala um neysluna, þá var saga þeirra alltaf mjög svipuð.“ Hann segir þetta hafa komið þeim mikið á óvart, þau væru því ekki að fást við efnin sjálf heldur sjúkdóm. „Það er það sem við lærðum og upplifðum, að fíknin sé sjúkdómur. Við tölum líka við alls konar frábæra sérfræðinga og unnum þættina í góðu samstarfi við Landlæknisembættið til að allar upplýsingar væru réttar.“Ljótur og ofbeldisfullur heimur Kristján segir margt hafa komið honum á óvart við gerð þáttanna. „Þrátt fyrir að þekkja þennan heim af eigin reynslu þá kom það mér á óvart að heyra allar þessar sögur, hve ógeðslega ljótur og ofbeldisfullur fíkniefnaheimurinn er hérna á Íslandi. Svo mikið um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hve alvarlegt ástandið er orðið, sérstaklega fullorðið fólk.“ Hann segir þættina fullkomna fyrir foreldra til að fræðast meira um vandann. „Fólk í neyslu getur virkað funkerandi. Sumir foreldrar komast fyrst að því að barnið þeirra hafi verið í neyslu þegar það deyr. Þannig er því miður ástandið í dag. Stundum eru engin varúðarmerki og foreldrar hafa ekki hugmynd um ástandið.“ Þættirnir Óminni hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Óminni Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
Þáttaröðin Óminni hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Kristján sagði Fréttablaðinu stuttlega frá þáttunum og reynslu hans af þessum heimi.Kornið sem fyllti mælinn „Þetta eru í raun heimildaþættir sem eru byggðir á nafnlausum viðtölum við 36 einstaklinga. Sumir þeirra voru í neyslu, aðrir orðnir edrú og enn aðrir höfðu bara verið að fikta. Við vorum aðallega að tala við ungt fólk. Ég er sjálfur óvirkur alkóhólisti og fíkill en er búinn að vera edrú í tvö ár og þrjá mánuði. Þannig að ég vissi að þetta væri gríðarlegt vandamál hérna heima. Í maí í fyrra missti ég annan vin minn á stuttum tíma og það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég vissi áður að staðan í eiturlyfjaheiminum var grafalvarleg en þetta gerði útslagið.“ Hann segir mikla breytingu hafa átt sér stað í neysluvenjum ungra eiturlyfjaneytenda árið 2016. „Þá er þá sem þessi róandi lyf verða vinsælli meðal ungmenna. Það er þá sem ég byrja allavega að taka meira eftir því. Margir vinir mínir fóru frá því að hittast og reykja gras og drekka yfir í að hittast og taka pillur. Þetta var svo ótrúlega hröð þróun, enda eru þessar töflur rosalega ávanabindandi,“ segir Kristján. Hann segir þessi lyf vera nokkurs konar kæruleysislyf og fólk gerir alls konar skandala þegar þeirra er neytt. „Mér finnst við vera að finna fyrir afleiðingum þessarar miklu sprengingar í aukinni notkun róandi lyfja núna. Við vissum öll þrjú framleiðendur þáttanna að þetta væri mikið vandamál og höfðum skrifað um það í öðrum miðlum. Við Sólrún skrifuðum fyrir ungmennamiðilinn Babl sem var með starfsemi í vinnurými í Skútuvogi. Þar kynntumst við Sólrún Eyþóri sem vildi ólmur vera með í gerð þáttanna, enda hafði hann persónulega reynslu af vandamálinu.“Flestir með svipaða sögu Hann segir að þau hafi lagt mikið upp úr því að hafa þetta fjölbreyttan hóp, fólk hvaðanæva af landinu og í ólíkri neyslu. Hann segir þau einnig hafa leitast við að fá innsýn í neysluheim fólks með ólíkan félagslegan bakgrunn. „Við ræddum við fólk sem hafði verið afreksfólk í íþróttum og svo aðra sem kannski flosnuðu upp úr grunnskóla. Upprunalega ætluðum við að fjalla sérstaklega um efnin sjálf en það breyttist eftir að við tókum eftir því að sama hvernig neyslu fólk hafði verið í, þá var saga þess alltaf svakalega lík. Sama hver bakgrunnur einstaklinganna var, þegar fólk byrjaði að tala um neysluna, þá var saga þeirra alltaf mjög svipuð.“ Hann segir þetta hafa komið þeim mikið á óvart, þau væru því ekki að fást við efnin sjálf heldur sjúkdóm. „Það er það sem við lærðum og upplifðum, að fíknin sé sjúkdómur. Við tölum líka við alls konar frábæra sérfræðinga og unnum þættina í góðu samstarfi við Landlæknisembættið til að allar upplýsingar væru réttar.“Ljótur og ofbeldisfullur heimur Kristján segir margt hafa komið honum á óvart við gerð þáttanna. „Þrátt fyrir að þekkja þennan heim af eigin reynslu þá kom það mér á óvart að heyra allar þessar sögur, hve ógeðslega ljótur og ofbeldisfullur fíkniefnaheimurinn er hérna á Íslandi. Svo mikið um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hve alvarlegt ástandið er orðið, sérstaklega fullorðið fólk.“ Hann segir þættina fullkomna fyrir foreldra til að fræðast meira um vandann. „Fólk í neyslu getur virkað funkerandi. Sumir foreldrar komast fyrst að því að barnið þeirra hafi verið í neyslu þegar það deyr. Þannig er því miður ástandið í dag. Stundum eru engin varúðarmerki og foreldrar hafa ekki hugmynd um ástandið.“ Þættirnir Óminni hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Óminni Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira