Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2019 08:42 Maðkveiði hófst í Ytri Rangá í gær. Maðkveiði hófst í Ytri Rangá í gær en áinn hefur frá opnun í sumar eingöngu verið veidd á flugu. Fyrstu fréttir af fyrstu vakt í þessu holli eru ágætar en ekki við öðru að búast en að veiðin taki kipp eins og venjulega í Ytri Rangá þegar maðkveiði byrjar. Hollið var komið með 44 laxa á fyrstu vakt á 18 stangir sem er ágæt veiði en ekki í samanburði við maðkopnanir undanfarin ár. Þetta sýnir eins og heildarveiðitölur að það er bara mun minna af laxi í ánni en síðustu ár. Mesta veiðin var á svæði þrjú enda hefur verið mikið af laxi þar í sumar en mun minna hefur verið að veiðast á þekktum stöðum eins og Djúpós og Stallmýrarfljóti svo dæmi séu tekin. Veiðin tekur alltaf þennan kipp þegar maðkurinn fer niður en það hægist síðan á henni aftur og hún heldur síðan yfirleitt nokkuð jafnri veiði út september en október getur oft verið nokkuð erfiður sérstaklega ef það er kalt. Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði
Maðkveiði hófst í Ytri Rangá í gær en áinn hefur frá opnun í sumar eingöngu verið veidd á flugu. Fyrstu fréttir af fyrstu vakt í þessu holli eru ágætar en ekki við öðru að búast en að veiðin taki kipp eins og venjulega í Ytri Rangá þegar maðkveiði byrjar. Hollið var komið með 44 laxa á fyrstu vakt á 18 stangir sem er ágæt veiði en ekki í samanburði við maðkopnanir undanfarin ár. Þetta sýnir eins og heildarveiðitölur að það er bara mun minna af laxi í ánni en síðustu ár. Mesta veiðin var á svæði þrjú enda hefur verið mikið af laxi þar í sumar en mun minna hefur verið að veiðast á þekktum stöðum eins og Djúpós og Stallmýrarfljóti svo dæmi séu tekin. Veiðin tekur alltaf þennan kipp þegar maðkurinn fer niður en það hægist síðan á henni aftur og hún heldur síðan yfirleitt nokkuð jafnri veiði út september en október getur oft verið nokkuð erfiður sérstaklega ef það er kalt.
Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði