Gagnrýnendur hafa skemmt sér konunglega við að rífa í sig nýjustu mynd John Travolta og Fred Durst Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2019 20:52 John Travolta leikur aðalhlutverkið en frammistaða hans er sögð afar misheppnuð. IMDB Gagnrýnendur hafa skemmt sér konunglega við að rífa í sig nýjustu mynd stórleikarans John Travolta, The Fanatic. Leikstjóri myndarinnar er Fred Durst sem er án efa þekktari fyrir hæfileika sína á sviði tónlistar en hann er leiðtogi þungarokkshljómsveitarinnar Limp Bizkit. Travolta hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Síðasta mynd hans Gotti þótti afleit og þá hefur hann sjálfur fengið nokkra útreið fyrir klaufagang í sínu eigin lífi, sérstaklega þegar hann ruglaðist á draglistamanninum Jade Jolie og söngkonunni Taylor Swift á myndbandaverðlaunum MTV fyrir skemmstu.John Travolta og Fred Durst á frumsýningu myndarinnar.Vísir/GettyGagnrýnandinn Brian Tallerico ritar gagnrýninn á vefinn Rogerebert.com en hann gefur myndinni enga stjörnu, en það er í fyrsta skipti sem það gerist á þeim vef. „The Fanatic hatar aðdáendur. Hún hatar leikara, ferðamenn, verslunareigendur og þjóna. Hún hatar virkilega einhverfa og hún hatar þig. Þetta er mynd sem gengur út frá því að þú sér fáviti,“ skrifar Tallerico. Í myndinni leikur Travolta einhverfan mann að nafni Moose. Hann hefur þráhyggju fyrir hryllingsmyndum en sú þráhyggja leiðar hann á mikla ógæfubraut þar sem hann endar á að ofsækja uppáhaldsleikarann sinn. Bæði gagnrýnendur The Wrap og Variety segja persónu Travolta óskiljanlega í þessari mynd og að hún geri lítið úr einhverfum. Mynd sé svo illskiljanleg að útkoman sé nánast sprenghlægileg. Fred Durst er sem fyrr segir leikstjóri myndarinnar ásamt því að skrifa handritið og framleiða myndina. Á hann að baki myndina The Education of Charlie Banks frá árinu 2007 sem þótt ágæt. Saga þessarar myndar er sögð byggja á raunverulegu atburðum úr lífi Fred Durst. „Þessi mynd er svo vandræðalega ýkt að manni líður eins og Durst og Travolta hafi verið að fíflast yfir eina helgi og voru fyrir tilviljun með myndavél á sér,“ skrifar gagnrýnandi LA Times. Hollywood Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Gagnrýnendur hafa skemmt sér konunglega við að rífa í sig nýjustu mynd stórleikarans John Travolta, The Fanatic. Leikstjóri myndarinnar er Fred Durst sem er án efa þekktari fyrir hæfileika sína á sviði tónlistar en hann er leiðtogi þungarokkshljómsveitarinnar Limp Bizkit. Travolta hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Síðasta mynd hans Gotti þótti afleit og þá hefur hann sjálfur fengið nokkra útreið fyrir klaufagang í sínu eigin lífi, sérstaklega þegar hann ruglaðist á draglistamanninum Jade Jolie og söngkonunni Taylor Swift á myndbandaverðlaunum MTV fyrir skemmstu.John Travolta og Fred Durst á frumsýningu myndarinnar.Vísir/GettyGagnrýnandinn Brian Tallerico ritar gagnrýninn á vefinn Rogerebert.com en hann gefur myndinni enga stjörnu, en það er í fyrsta skipti sem það gerist á þeim vef. „The Fanatic hatar aðdáendur. Hún hatar leikara, ferðamenn, verslunareigendur og þjóna. Hún hatar virkilega einhverfa og hún hatar þig. Þetta er mynd sem gengur út frá því að þú sér fáviti,“ skrifar Tallerico. Í myndinni leikur Travolta einhverfan mann að nafni Moose. Hann hefur þráhyggju fyrir hryllingsmyndum en sú þráhyggja leiðar hann á mikla ógæfubraut þar sem hann endar á að ofsækja uppáhaldsleikarann sinn. Bæði gagnrýnendur The Wrap og Variety segja persónu Travolta óskiljanlega í þessari mynd og að hún geri lítið úr einhverfum. Mynd sé svo illskiljanleg að útkoman sé nánast sprenghlægileg. Fred Durst er sem fyrr segir leikstjóri myndarinnar ásamt því að skrifa handritið og framleiða myndina. Á hann að baki myndina The Education of Charlie Banks frá árinu 2007 sem þótt ágæt. Saga þessarar myndar er sögð byggja á raunverulegu atburðum úr lífi Fred Durst. „Þessi mynd er svo vandræðalega ýkt að manni líður eins og Durst og Travolta hafi verið að fíflast yfir eina helgi og voru fyrir tilviljun með myndavél á sér,“ skrifar gagnrýnandi LA Times.
Hollywood Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira