Hugleikur grínast með að þurfa að samþykkja kærasta sinnar fyrrverandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 16:12 Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru Dúnu hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. FBL/Ernir Eyjólfsson „Við hittumst fyrst í partíi. Hún gaf sig á tal við mig, ég man bara að hún rambaði beint inn í partíið og beint til mín og spurði: Heitir þú ekki Curver?“ Svona lýsir skopmyndateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson fyrstu kynnum hans og Ágústu Heru Harðardóttur, fyrrverandi kærustu hans til tveggja ára. Hugleikur og Hera, sem eitt sinn voru par, tóku þátt í áhugaverðu ljósmyndaverkefni sem ber yfirskriftina „Manstu þegar þú elskaðir mig“. Listamaðurinn sem stendur að sýningunni í ljósmyndaskólanum á Granda heitir Dóra Dúna en hún fékk fyrst hugmyndina að verkefninu þegar hún heyrði lagið Green Grass með Tom Waits en í laginu er setningin Remember When You Loved Me ákveðið þrástef. Sjá nánar: Manstu þegar þú elskaðir mig?Á ljósmyndunum hennar Dóru eru fyrrverandi pör sem eitt sinn elskuðu hvort annað en hættu saman. Á myndunum eru bæði fyrrverandi kærustupör og fyrrverandi hjón. Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. En hvernig kynntust þau og urðu ástfangin og hvernig er staðan hjá þeim í dag? Og hvernig er svo að hitta fyrrverandi kærasta eða kærustu? Er augnablikið þrungið spennu? Reyndist þetta vandræðalegt eða jafnvel bara notalegt? Á þessa leið spurði Vala Matthíasdóttir í Íslandi í dag nokkur fyrrverandi pör sem létu mynda sig saman. Það virtist fara vel á með Hugleik og Heru en Hugleikur rifjaði upp þegar þau kynntust fyrst. Hann segist vera þakklátur listamanninum Curver Thoroddsen því hann telur afar ólíklegt að þau Hera hefðu byrjað saman ef hún hefði ekki farið mannavillt. „Síðan var það kannski viku síðar, viku eða tveimur vikum síðar, sem hún hafði samband í gegnum Facebook og ég var nýkominn á Facebook þá eftir að hafa verið á móti Facebook frá stofnun Facebook og þá þakkaði ég nú fyrir að Facebook væri til. Það datt mjög fljótlega í samband sem varði í tvö ár, myndi ég segja.“ Í dag er Hera komin í annað samband en Hugleikur er einhleypur. „Já, hann er bara mjög fínn. Ég tjékkaði á honum og gef honum mitt samþykki. Flottur gaur,“ segir Hugleikur sem grínaðist með að þurfa að samþykkja þá karlmenn sem gera sig líklega til að verða kærastar Heru. „Þeir þurfa að fylla út svona eyðublað hjá mér.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
„Við hittumst fyrst í partíi. Hún gaf sig á tal við mig, ég man bara að hún rambaði beint inn í partíið og beint til mín og spurði: Heitir þú ekki Curver?“ Svona lýsir skopmyndateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson fyrstu kynnum hans og Ágústu Heru Harðardóttur, fyrrverandi kærustu hans til tveggja ára. Hugleikur og Hera, sem eitt sinn voru par, tóku þátt í áhugaverðu ljósmyndaverkefni sem ber yfirskriftina „Manstu þegar þú elskaðir mig“. Listamaðurinn sem stendur að sýningunni í ljósmyndaskólanum á Granda heitir Dóra Dúna en hún fékk fyrst hugmyndina að verkefninu þegar hún heyrði lagið Green Grass með Tom Waits en í laginu er setningin Remember When You Loved Me ákveðið þrástef. Sjá nánar: Manstu þegar þú elskaðir mig?Á ljósmyndunum hennar Dóru eru fyrrverandi pör sem eitt sinn elskuðu hvort annað en hættu saman. Á myndunum eru bæði fyrrverandi kærustupör og fyrrverandi hjón. Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. En hvernig kynntust þau og urðu ástfangin og hvernig er staðan hjá þeim í dag? Og hvernig er svo að hitta fyrrverandi kærasta eða kærustu? Er augnablikið þrungið spennu? Reyndist þetta vandræðalegt eða jafnvel bara notalegt? Á þessa leið spurði Vala Matthíasdóttir í Íslandi í dag nokkur fyrrverandi pör sem létu mynda sig saman. Það virtist fara vel á með Hugleik og Heru en Hugleikur rifjaði upp þegar þau kynntust fyrst. Hann segist vera þakklátur listamanninum Curver Thoroddsen því hann telur afar ólíklegt að þau Hera hefðu byrjað saman ef hún hefði ekki farið mannavillt. „Síðan var það kannski viku síðar, viku eða tveimur vikum síðar, sem hún hafði samband í gegnum Facebook og ég var nýkominn á Facebook þá eftir að hafa verið á móti Facebook frá stofnun Facebook og þá þakkaði ég nú fyrir að Facebook væri til. Það datt mjög fljótlega í samband sem varði í tvö ár, myndi ég segja.“ Í dag er Hera komin í annað samband en Hugleikur er einhleypur. „Já, hann er bara mjög fínn. Ég tjékkaði á honum og gef honum mitt samþykki. Flottur gaur,“ segir Hugleikur sem grínaðist með að þurfa að samþykkja þá karlmenn sem gera sig líklega til að verða kærastar Heru. „Þeir þurfa að fylla út svona eyðublað hjá mér.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00