Veiðin að lagast í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 29. ágúst 2019 10:00 Það hefur lifnað yfir veiðinni í Langá síðustu daga. Mynd: KL Langá á Mýrum var ein af þeim ám sem fór mjög illa út úr þurrkunum í sumar en rigning síðustu daga hefur heldur betur lagað ástandið í ánni. Langá er núna komin í gullfallegt haustvatn og það sem meira er, laxinn er farinn að dreifa sér og taka mun betur. Fyrstu þrjár vaktirnar eftir úrhellið voru að vísu erfiðar þar sem áin fór í gráma og það var mikið slýrek sem gerði veiðimönnum lífið leitt. Það kláraðist sem betur fer í fyrrakvöld og strax í gærmorgun var greinilegt að það lifnaði vel yfir tökunni. Gærdagurinn gaf 23 laxa og var morgunveiðin þar af 17 laxar. Laxinn er farinn að dreifa sér betur um ánna en eins og þeir sem hafa heimsótt Langá í sumar muna lá mikið af laxi í tveimur veiðistöðum sem hafa samanlagt gefið um þriðjung af veiðinni í sumar. Núna er lax farinn að sjást í flestum hefðbundnum veiðistöðum í ánni miðað við árstíma og það er ennþá góð von um að veiðitölur eigi eftir að lagast mikið ef aðstæður restina af tímabilinu haldast góðar. Það hefur að sama skapi vakið athygli að sjá nokkuð af nýgengnum og björtum laxi í ánni í bland við legna fiska. Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Úr ýmsum áttum: Dunká þokkaleg og fín bleikjuveiði í Fljótaá Veiði
Langá á Mýrum var ein af þeim ám sem fór mjög illa út úr þurrkunum í sumar en rigning síðustu daga hefur heldur betur lagað ástandið í ánni. Langá er núna komin í gullfallegt haustvatn og það sem meira er, laxinn er farinn að dreifa sér og taka mun betur. Fyrstu þrjár vaktirnar eftir úrhellið voru að vísu erfiðar þar sem áin fór í gráma og það var mikið slýrek sem gerði veiðimönnum lífið leitt. Það kláraðist sem betur fer í fyrrakvöld og strax í gærmorgun var greinilegt að það lifnaði vel yfir tökunni. Gærdagurinn gaf 23 laxa og var morgunveiðin þar af 17 laxar. Laxinn er farinn að dreifa sér betur um ánna en eins og þeir sem hafa heimsótt Langá í sumar muna lá mikið af laxi í tveimur veiðistöðum sem hafa samanlagt gefið um þriðjung af veiðinni í sumar. Núna er lax farinn að sjást í flestum hefðbundnum veiðistöðum í ánni miðað við árstíma og það er ennþá góð von um að veiðitölur eigi eftir að lagast mikið ef aðstæður restina af tímabilinu haldast góðar. Það hefur að sama skapi vakið athygli að sjá nokkuð af nýgengnum og björtum laxi í ánni í bland við legna fiska.
Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Úr ýmsum áttum: Dunká þokkaleg og fín bleikjuveiði í Fljótaá Veiði