Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 15:00 Margrét Lára Viðarsdóttir hefur þrisvar sinnum skorað í fyrsta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM þar af fernu á móti Búlgaríu og sigurmark á móti Frökkum. Hér er Margrétu Láru fagnað af liðsfélögum sínum. Mynd/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót.Mótherjar kvöldsins koma frá Ungverjalandi en leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það þarf að fara tuttugu ár til baka til að vinna undankeppni EM þar sem íslenska kvennalandsliðið vann ekki sinn fyrsta heimaleik. Stelpurnar hafa byrjað síðustu fjórar undankeppnir á sigri á heimavelli og markatalan í þessum fjórum leikjum er 15-1. Sigurgangan hófst einmitt í fyrsta leik í undankeppni EM 2005 en sá leikur var einmitt á móti Ungverjum á Laugardalsvelli alveg eins og í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir kom þá inn á í sínum fyrsta landsleik og var búin að skora eftir aðeins fjórar mínútur. Margrét Lára skoraði líka í sigrinum í fyrsta leik í undankeppni EM 2009 (sigurmark á móti Frökkum) og EM 2013 (ferna á móti Búlgaríu). Hún lék líka fyrsta heimaleikinn í undankeppni EM 2017 en brenndi þá af vítaspyrnu í hundraðasta landsleiknum sínum. Síðast mistókst íslensku stelpunum að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í undankeppni EM í leik á móti Ítalíu 22. september 1999. Sex leikmenn í leikmannahópnum voru ekki fæddar þá og sú sjöunda, Agla María Albertsdóttir, var aðeins rúmlega mánaða gömul. Síðasta tap íslensku stelpnanna í fyrsta heimaleik í undankeppni var í undankeppni Evrópumótsins 1997. Íslenska liðið mætti þá Rússlandi á Laugardalsvellinum og tapaði 4-1 en leikurinn fór fram 17. september 1995. Á þessum degi haustið 1995 voru níu leikmenn íslenska landsliðshópsins í dag ekki fæddar. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins, var enn fremur aðeins 82 daga gömul þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði síðasta fyrsta heimaleik sínum í undankeppni EM.Fyrsti heimaleikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 1999-2019:EM 2017 - 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi (Mörkin skoruðu: Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir)EM 2013 - 6-0 sigur á Búlgaríu (Mörkin skoruðu: Margrét Lára Viðarsdóttir 4, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir)EM 2009 - 1-0 sigur á Frakklandi (Markið skoraði: Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2005 - 4-1 sigur á Ungverjalandi (Mörkin skoruðu: Erla Hendriksdóttir, Olga Færseth, Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2001 - 0-0 jafntefli á móti Ítalíu EM 2021 í Englandi Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót.Mótherjar kvöldsins koma frá Ungverjalandi en leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það þarf að fara tuttugu ár til baka til að vinna undankeppni EM þar sem íslenska kvennalandsliðið vann ekki sinn fyrsta heimaleik. Stelpurnar hafa byrjað síðustu fjórar undankeppnir á sigri á heimavelli og markatalan í þessum fjórum leikjum er 15-1. Sigurgangan hófst einmitt í fyrsta leik í undankeppni EM 2005 en sá leikur var einmitt á móti Ungverjum á Laugardalsvelli alveg eins og í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir kom þá inn á í sínum fyrsta landsleik og var búin að skora eftir aðeins fjórar mínútur. Margrét Lára skoraði líka í sigrinum í fyrsta leik í undankeppni EM 2009 (sigurmark á móti Frökkum) og EM 2013 (ferna á móti Búlgaríu). Hún lék líka fyrsta heimaleikinn í undankeppni EM 2017 en brenndi þá af vítaspyrnu í hundraðasta landsleiknum sínum. Síðast mistókst íslensku stelpunum að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í undankeppni EM í leik á móti Ítalíu 22. september 1999. Sex leikmenn í leikmannahópnum voru ekki fæddar þá og sú sjöunda, Agla María Albertsdóttir, var aðeins rúmlega mánaða gömul. Síðasta tap íslensku stelpnanna í fyrsta heimaleik í undankeppni var í undankeppni Evrópumótsins 1997. Íslenska liðið mætti þá Rússlandi á Laugardalsvellinum og tapaði 4-1 en leikurinn fór fram 17. september 1995. Á þessum degi haustið 1995 voru níu leikmenn íslenska landsliðshópsins í dag ekki fæddar. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins, var enn fremur aðeins 82 daga gömul þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði síðasta fyrsta heimaleik sínum í undankeppni EM.Fyrsti heimaleikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 1999-2019:EM 2017 - 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi (Mörkin skoruðu: Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir)EM 2013 - 6-0 sigur á Búlgaríu (Mörkin skoruðu: Margrét Lára Viðarsdóttir 4, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir)EM 2009 - 1-0 sigur á Frakklandi (Markið skoraði: Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2005 - 4-1 sigur á Ungverjalandi (Mörkin skoruðu: Erla Hendriksdóttir, Olga Færseth, Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2001 - 0-0 jafntefli á móti Ítalíu
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira