Fyrsta sýnishornið frá ferð Rikka um Ameríku Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2019 11:37 Frá ferð félaganna um Bandaríkin. Instagram Þann 11. ágúst verða þættirnir Rikki fer til Ameríku frumsýndir á Stöð 2. Um er að ræða sex þátta seríu þar sem dagskrárgerðarmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, heimsækir áfangastaði Icelandair í Bandaríkjunum ásamt Auðunni Blöndal, sem er Íslendingum vel kunnugur. Borgirnar sex eru Denver, Seattle, Portland, Orlando, Chicago og New York og má því segja að Rikki hafi verið að upplifa nýjan heim á skömmum tíma, enda hafði hann aldrei farið til Bandaríkjanna og hingað til haldið sig við Köben og Tenerife. Auddi segist hafa gengið með hugmyndina í þó nokkurn tíma eftir að hafa ferðast með Rikka áður. „Ég hef ferðast tvisvar með Rikka áður til útlanda og ég hugsaði allan tímann að það þyrfti eiginlega að gera sjónvarpsþátt um þetta því að ferðast með honum er algjör veisla. Honum finnst allt svo spennandi og það er allt svo stórt.“ Auddi segist vera ánægður með útkomuna og er sannfærður að Íslendingar muni taka vel í Rikka, enda sé hann einn sá einlægasti og skemmtilegasti í bransanum.Fékk forsmekkinn að föðurhlutverkinu í ferðalaginu Auddi segir ferðalagið hafa gengið vel. Rikki sé góður ferðafélagi og þyki allt svo spennandi og skemmtilegt. Hann sé í rauninni til í að gera allt sem er í boði. „Þetta var smá eins og að ferðast með spenntum krakka, sem var fín þjálfun fyrir mig fyrst ég er nú að verða pabbi og svona. Það var fínt að fá að ferðast með svona eldri krakka,“ segir Auddi sem á einmitt von á sínu fyrsta barni. „Hann kallar alltaf: „VÁ, sjáðu hvað eru stórir bjórar hérna“ þó svo að það séu bara venjulegir bjórar. Hann miklar allt svo fyrir sér.“ View this post on InstagramSnillingurinn @rikkig10 að fara til Bandaríkjanna í fyrsta sinn! Hann var nógu peppaður fyrir en fór á hliðina þegar að hann fattaði að @icelandair hefði upgrade-að strákana A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jun 21, 2019 at 10:16am PDT Fyrsta borg félaganna var Denver í Coloradoríki og segir Auddi væntingastjórnun Rikka hafa farið út um þúfur strax í fyrstu borg. „Hver borg var skemmtilegasta borg sem hann hafði farið til á ævi sinni. Hann var svo hræddur um að öll ferðalög með fjölskyldunni eftir hana yrðu „piece of shit“ og hann gaf henni 9,5 og svo fór þetta alltaf hækkandi því hver borg var alltaf besta borgin,“ segir Auddi. „Hann trúði því ekki að það væri mini-bar á hótelinu með áfengi í, hann hafði aldrei séð það áður af því þeir voru alltaf tómir á Tenerife.“ Líkt og áður kom fram verða þættirnir frumsýndir þann 11. ágúst á Stöð 2. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þættina. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Rikki fer til Ameríku Tengdar fréttir Sjáðu þegar Rikki G var steggjaður í listflugi Útvarps og Sjónvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason gekk í það heilaga seint á síðasta ári. Nú fyrr á árinu tóku félagar Ríkharðs upp á því að steggja vin sinn þrátt fyrir að brúðkaupið væri löngu liðið. 17. júní 2019 15:53 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Þann 11. ágúst verða þættirnir Rikki fer til Ameríku frumsýndir á Stöð 2. Um er að ræða sex þátta seríu þar sem dagskrárgerðarmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, heimsækir áfangastaði Icelandair í Bandaríkjunum ásamt Auðunni Blöndal, sem er Íslendingum vel kunnugur. Borgirnar sex eru Denver, Seattle, Portland, Orlando, Chicago og New York og má því segja að Rikki hafi verið að upplifa nýjan heim á skömmum tíma, enda hafði hann aldrei farið til Bandaríkjanna og hingað til haldið sig við Köben og Tenerife. Auddi segist hafa gengið með hugmyndina í þó nokkurn tíma eftir að hafa ferðast með Rikka áður. „Ég hef ferðast tvisvar með Rikka áður til útlanda og ég hugsaði allan tímann að það þyrfti eiginlega að gera sjónvarpsþátt um þetta því að ferðast með honum er algjör veisla. Honum finnst allt svo spennandi og það er allt svo stórt.“ Auddi segist vera ánægður með útkomuna og er sannfærður að Íslendingar muni taka vel í Rikka, enda sé hann einn sá einlægasti og skemmtilegasti í bransanum.Fékk forsmekkinn að föðurhlutverkinu í ferðalaginu Auddi segir ferðalagið hafa gengið vel. Rikki sé góður ferðafélagi og þyki allt svo spennandi og skemmtilegt. Hann sé í rauninni til í að gera allt sem er í boði. „Þetta var smá eins og að ferðast með spenntum krakka, sem var fín þjálfun fyrir mig fyrst ég er nú að verða pabbi og svona. Það var fínt að fá að ferðast með svona eldri krakka,“ segir Auddi sem á einmitt von á sínu fyrsta barni. „Hann kallar alltaf: „VÁ, sjáðu hvað eru stórir bjórar hérna“ þó svo að það séu bara venjulegir bjórar. Hann miklar allt svo fyrir sér.“ View this post on InstagramSnillingurinn @rikkig10 að fara til Bandaríkjanna í fyrsta sinn! Hann var nógu peppaður fyrir en fór á hliðina þegar að hann fattaði að @icelandair hefði upgrade-að strákana A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jun 21, 2019 at 10:16am PDT Fyrsta borg félaganna var Denver í Coloradoríki og segir Auddi væntingastjórnun Rikka hafa farið út um þúfur strax í fyrstu borg. „Hver borg var skemmtilegasta borg sem hann hafði farið til á ævi sinni. Hann var svo hræddur um að öll ferðalög með fjölskyldunni eftir hana yrðu „piece of shit“ og hann gaf henni 9,5 og svo fór þetta alltaf hækkandi því hver borg var alltaf besta borgin,“ segir Auddi. „Hann trúði því ekki að það væri mini-bar á hótelinu með áfengi í, hann hafði aldrei séð það áður af því þeir voru alltaf tómir á Tenerife.“ Líkt og áður kom fram verða þættirnir frumsýndir þann 11. ágúst á Stöð 2. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þættina.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Rikki fer til Ameríku Tengdar fréttir Sjáðu þegar Rikki G var steggjaður í listflugi Útvarps og Sjónvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason gekk í það heilaga seint á síðasta ári. Nú fyrr á árinu tóku félagar Ríkharðs upp á því að steggja vin sinn þrátt fyrir að brúðkaupið væri löngu liðið. 17. júní 2019 15:53 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Sjáðu þegar Rikki G var steggjaður í listflugi Útvarps og Sjónvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason gekk í það heilaga seint á síðasta ári. Nú fyrr á árinu tóku félagar Ríkharðs upp á því að steggja vin sinn þrátt fyrir að brúðkaupið væri löngu liðið. 17. júní 2019 15:53