Markadrottningin Margrét Lára: Myndi ekki geta þetta nema með frábærum stuðningi góðra liðsfélaga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2019 21:38 Margrét Lára fagnar í kvöld. VÍSIR/DANÍEL „Bara frábært Valslið í dag, ég er virkilega stolt af stelpunum og mér fannst þetta einn best spilaði leikur okkar í sumar. Margar sendingar á milli leikmanna, mikil hreyfing, varnarlínar og varnarleikurinn frábær,“ sagði markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir að loknum 5-1 sigri Vals á Stjörnunni í kvöld. „Bara ánægð, það er svo mikil liðsheild og ég held að við séum þrjár í Valslsiðinu komnar yfir 10 mörk í sumar og svo er vörnin að gera vel. Mér finnst við vera að vinna þetta á varnarleiknum og þá kemur sóknarleikurinn með,“ sagði Margrét auðmjúk eftir að hafa verið spurð út í eigin frammistöðu. Það var þó ekki hægt að sleppa henni það auðveldlega frá viðtalinu en þrenna Margrétar Láru þýðir að hún er komin með 202 mörk í efstu deild hér á landi. „Ég er stolt og ánægð með þetta en ég myndi aldrei geta þetta með frábærum stuðningi góðra liðsfélaga. Maður skorar ekki mörk einn, þær hafa hjálpað mér í gegnum tíðina og matað mig vel. En drottningin Olga Færseth [markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna með 269 mörk], ég held ég leyfi henni að halda þessu meti þar sem hún á það skilið,“ sagði Margrét um markaskorun sína í efstu deild. Þá var Margrét spurð út í það af hverju hún hefði ekki tekið þátt á æfingu Vals í gær en Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, vildi ekki gefa upp hver ástæðan væri. „Pétur er stórkostlegur maður en ég held að fyrir einhverjum árum hefði ég ekki verið sátt. Ég hef samt lært það í gegnum tíðina að það er hollt og gott að hlusta á þjálfarann og það skilar sér oft.“ Að lokum var Margrét spurð út í komandi helgi, Verslunarmannahelgina sjálfa. „Ég er svo heppin að vera fædd og uppalin í Vestmananeyjum svo ég fer bara heim, það veit enginn hvað gerist þar,“ sagði Margrét og glotti við tönn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
„Bara frábært Valslið í dag, ég er virkilega stolt af stelpunum og mér fannst þetta einn best spilaði leikur okkar í sumar. Margar sendingar á milli leikmanna, mikil hreyfing, varnarlínar og varnarleikurinn frábær,“ sagði markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir að loknum 5-1 sigri Vals á Stjörnunni í kvöld. „Bara ánægð, það er svo mikil liðsheild og ég held að við séum þrjár í Valslsiðinu komnar yfir 10 mörk í sumar og svo er vörnin að gera vel. Mér finnst við vera að vinna þetta á varnarleiknum og þá kemur sóknarleikurinn með,“ sagði Margrét auðmjúk eftir að hafa verið spurð út í eigin frammistöðu. Það var þó ekki hægt að sleppa henni það auðveldlega frá viðtalinu en þrenna Margrétar Láru þýðir að hún er komin með 202 mörk í efstu deild hér á landi. „Ég er stolt og ánægð með þetta en ég myndi aldrei geta þetta með frábærum stuðningi góðra liðsfélaga. Maður skorar ekki mörk einn, þær hafa hjálpað mér í gegnum tíðina og matað mig vel. En drottningin Olga Færseth [markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna með 269 mörk], ég held ég leyfi henni að halda þessu meti þar sem hún á það skilið,“ sagði Margrét um markaskorun sína í efstu deild. Þá var Margrét spurð út í það af hverju hún hefði ekki tekið þátt á æfingu Vals í gær en Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, vildi ekki gefa upp hver ástæðan væri. „Pétur er stórkostlegur maður en ég held að fyrir einhverjum árum hefði ég ekki verið sátt. Ég hef samt lært það í gegnum tíðina að það er hollt og gott að hlusta á þjálfarann og það skilar sér oft.“ Að lokum var Margrét spurð út í komandi helgi, Verslunarmannahelgina sjálfa. „Ég er svo heppin að vera fædd og uppalin í Vestmananeyjum svo ég fer bara heim, það veit enginn hvað gerist þar,“ sagði Margrét og glotti við tönn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira