DeChambeau upp um átta sæti og á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2019 09:48 DeChambeau lék manna best á öðrum hringnum á 3M Open. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau er með tveggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina á 3M Open sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Leikið er í Blaine í Minnesota. DeChambeau lék manna best á öðrum hringnum, á níu höggum undir pari, og fór upp úr 9. sætinu og í það fyrsta. Hann er samtals á 14 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Kandamanninum Adam Hadwin sem lék annan hringinn á fimm höggum undir pari. Scott Piercy frá Bandaríkjunum, sem var með forystu eftir fyrsta hringinn, er í 3. sæti ásamt löndum sínum, Sam Saunders, Brian Herman og Sam Burns. Þeir eru allir á tíu höggum undir pari. Brooks Koepka, efsti maður heimslistans, er í 70. sæti á þremur höggum undir pari líkt og Ástralinn Jason Day en þeir rétt sluppu í gegnum niðurskurðinn. Það gerði Phil Mickelson hins vegar ekki. Bein útsending frá þriðja hring 3M Open hefst á Stöð 2 Golf klukkan 17:00. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau er með tveggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina á 3M Open sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Leikið er í Blaine í Minnesota. DeChambeau lék manna best á öðrum hringnum, á níu höggum undir pari, og fór upp úr 9. sætinu og í það fyrsta. Hann er samtals á 14 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Kandamanninum Adam Hadwin sem lék annan hringinn á fimm höggum undir pari. Scott Piercy frá Bandaríkjunum, sem var með forystu eftir fyrsta hringinn, er í 3. sæti ásamt löndum sínum, Sam Saunders, Brian Herman og Sam Burns. Þeir eru allir á tíu höggum undir pari. Brooks Koepka, efsti maður heimslistans, er í 70. sæti á þremur höggum undir pari líkt og Ástralinn Jason Day en þeir rétt sluppu í gegnum niðurskurðinn. Það gerði Phil Mickelson hins vegar ekki. Bein útsending frá þriðja hring 3M Open hefst á Stöð 2 Golf klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira