Flottar bleikjur í Fnjóská Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2019 11:00 Mattías Þór með glæsilega sjóbleikju úr Fnjóská Mynd: Mattías Þór Hákonarson Það sem togar marga veiðimenn í Fnjóská er ekki endilega lax heldur stórar sjóbleikjur sem getur verið alveg óheyrilega gaman að veiða. Norðurlandið er eins og veiðimenn þekkja afskaplega gjöfult á sjóbleikju í þeim ám þar sem hana er að finna. Frá norðanverðu vesturlandi að Breiðdal á austurlandi er fjöldinn allur af ám af öllum stærðum og gerðum þar sem sjóbleikju er að finna en þær stærstu jafnast á allann hátt á við að þreyta lax. Við það bætist svo að líklega er engin laxfiskur bragðbetri en ný sjóbleikja. Fnjóská er ein af þessum ám á norðurlandi sem margir sækja eingöngu til að eltast við stórar bleikjur og það hefur verið mjög líflegt þar síðustu daga. Veiðivísir á, eins og gefur að skilja, marga veiðivini á Facebook sem gefa okkur leyfi til að birta myndir af veiðitúrum og veiði og einn af eim duglegri er Mattías Þór Hákonarson en hann hefur verið við veiðar í Fnjóská og af myndunum af dæma hefur verið gaman hjá þeim. Það eru ekki margar ár sem gefa svona flottar sjóbleikjur. Fnjóská gefur 500-1000 bleikjur á ári og er með meðalveiði upp á um það bil 250 laxa á ári. Mest lesið Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði
Það sem togar marga veiðimenn í Fnjóská er ekki endilega lax heldur stórar sjóbleikjur sem getur verið alveg óheyrilega gaman að veiða. Norðurlandið er eins og veiðimenn þekkja afskaplega gjöfult á sjóbleikju í þeim ám þar sem hana er að finna. Frá norðanverðu vesturlandi að Breiðdal á austurlandi er fjöldinn allur af ám af öllum stærðum og gerðum þar sem sjóbleikju er að finna en þær stærstu jafnast á allann hátt á við að þreyta lax. Við það bætist svo að líklega er engin laxfiskur bragðbetri en ný sjóbleikja. Fnjóská er ein af þessum ám á norðurlandi sem margir sækja eingöngu til að eltast við stórar bleikjur og það hefur verið mjög líflegt þar síðustu daga. Veiðivísir á, eins og gefur að skilja, marga veiðivini á Facebook sem gefa okkur leyfi til að birta myndir af veiðitúrum og veiði og einn af eim duglegri er Mattías Þór Hákonarson en hann hefur verið við veiðar í Fnjóská og af myndunum af dæma hefur verið gaman hjá þeim. Það eru ekki margar ár sem gefa svona flottar sjóbleikjur. Fnjóská gefur 500-1000 bleikjur á ári og er með meðalveiði upp á um það bil 250 laxa á ári.
Mest lesið Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði